Stjórnvöld hætta að niðurgreiða hraðpróf Eiður Þór Árnason skrifar 23. mars 2022 15:51 Endurgjaldslaus hraðpróf og PCR verða áfram í boði hjá heilsugæslunni. Vísir/Vilhelm Reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna sýnatöku til greiningar á Covid-19 fellur úr gildi þann 1. apríl næstkomandi. Með tilkomu reglugerðarinnar gátu einkafyrirtæki boðið fólki upp á endurgjaldslaus hraðpróf. Eftir að reglugerðin fellur úr gildi verður einkennasýnataka hjá heilsugæslu og heilbrigðisstofnunum áfram endurgjaldslaus, bæði hraðpróf og PCR. Sem fyrr þurfa einkennalausir þó að greiða sjö þúsund krónur fyrir PCR-próf til að fá vottorð vegna ferðalaga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að einkaaðilar haldi áfram að bjóða upp á sýnatöku en að notendur verði rukkaðir fyrir þá þjónustu líkt og fyrir 16. september 2021 þegar reglugerðin tók fyrst gildi. Ætla að auka áhersluna aftur á PCR-próf Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir í samtali við fréttastofu að til skoðunar sé að auka áhersluna á PCR-próf á Suðurlandsbraut og hraðprófin verði þá frekar á vegum einkaaðila. „Núna erum við að gera hvoru tveggja og sóttvarnalæknir mælir til þess að við tökum fleiri PCR.“ Í dag fær fólk sem pantar sýnatöku á höfuðborgarsvæðinu í Heilsuveru sjálfkrafa strikamerki í hraðpróf á Suðurlandsbraut en því verður hugsanlega breytt í PCR eftir næstu helgi. „Greiningagetan er orðin það góð núna hjá Landspítalanum og þeir treysta sér alveg í mun fleiri sýni. Þetta eru betri próf og það er til nóg af hvarfefnum hjá spítalanum svo það fellur allt með því að nota PCR-prófin meira núna,“ segir Ragnheiður. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sýnatökur vegna COVID-19 hafa kostað ríkið rúma ellefu milljarða Heildarkostnaður ríkisins vegna sýnatöku frá því að heimsfaraldur COVID-19 hófst eru rúmir ellefu milljarðar króna. 22. mars 2022 14:19 Ríkissjóður greitt 1,3 milljarða fyrir hraðpróf Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa greitt rúmar 950 milljónir króna til einkaaðila vegna hraðprófa. Að sögn SÍ er líklegt að þessi tala eigi eftir að hækka þar sem reikningar fyrir þessa þjónustu berist stofnuninni með óreglulegum hætti. 14. febrúar 2022 22:52 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Sjá meira
Eftir að reglugerðin fellur úr gildi verður einkennasýnataka hjá heilsugæslu og heilbrigðisstofnunum áfram endurgjaldslaus, bæði hraðpróf og PCR. Sem fyrr þurfa einkennalausir þó að greiða sjö þúsund krónur fyrir PCR-próf til að fá vottorð vegna ferðalaga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að einkaaðilar haldi áfram að bjóða upp á sýnatöku en að notendur verði rukkaðir fyrir þá þjónustu líkt og fyrir 16. september 2021 þegar reglugerðin tók fyrst gildi. Ætla að auka áhersluna aftur á PCR-próf Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir í samtali við fréttastofu að til skoðunar sé að auka áhersluna á PCR-próf á Suðurlandsbraut og hraðprófin verði þá frekar á vegum einkaaðila. „Núna erum við að gera hvoru tveggja og sóttvarnalæknir mælir til þess að við tökum fleiri PCR.“ Í dag fær fólk sem pantar sýnatöku á höfuðborgarsvæðinu í Heilsuveru sjálfkrafa strikamerki í hraðpróf á Suðurlandsbraut en því verður hugsanlega breytt í PCR eftir næstu helgi. „Greiningagetan er orðin það góð núna hjá Landspítalanum og þeir treysta sér alveg í mun fleiri sýni. Þetta eru betri próf og það er til nóg af hvarfefnum hjá spítalanum svo það fellur allt með því að nota PCR-prófin meira núna,“ segir Ragnheiður. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sýnatökur vegna COVID-19 hafa kostað ríkið rúma ellefu milljarða Heildarkostnaður ríkisins vegna sýnatöku frá því að heimsfaraldur COVID-19 hófst eru rúmir ellefu milljarðar króna. 22. mars 2022 14:19 Ríkissjóður greitt 1,3 milljarða fyrir hraðpróf Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa greitt rúmar 950 milljónir króna til einkaaðila vegna hraðprófa. Að sögn SÍ er líklegt að þessi tala eigi eftir að hækka þar sem reikningar fyrir þessa þjónustu berist stofnuninni með óreglulegum hætti. 14. febrúar 2022 22:52 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Sjá meira
Sýnatökur vegna COVID-19 hafa kostað ríkið rúma ellefu milljarða Heildarkostnaður ríkisins vegna sýnatöku frá því að heimsfaraldur COVID-19 hófst eru rúmir ellefu milljarðar króna. 22. mars 2022 14:19
Ríkissjóður greitt 1,3 milljarða fyrir hraðpróf Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa greitt rúmar 950 milljónir króna til einkaaðila vegna hraðprófa. Að sögn SÍ er líklegt að þessi tala eigi eftir að hækka þar sem reikningar fyrir þessa þjónustu berist stofnuninni með óreglulegum hætti. 14. febrúar 2022 22:52