„Verið hérna í eitt og hálft ár og hef varla getað notað sama liðið tvo leiki í röð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2022 20:35 Gunnar Magnússon sagði að tæknimistök hefðu gert út af við möguleika sinna manna gegn ÍBV. vísir/daníel Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, sagði að fjöldi sóknarmistaka hefði verið munurinn á milli feigs og ófeigs gegn ÍBV í kvöld. „Annað liðið var sextán tapaða bolta en hitt bara sex. Þetta eru tíu sóknir. Markvarslan var lítil báðu megin en við komum ekki nógu mörgum skotum á markið. Við getum greint einhver smáatriði hingað og þangað og það er margt sem við getum lagað en þú vinnur ekki leik með sextán tæknimistök, sama hver andstæðingurinn er,“ sagði Gunnar við Vísi eftir leik. Þrátt fyrir fjölda mistaka var Afturelding alltaf inni í leiknum. En á augnablikum þegar Mosfellingar gátu komið sér almennilega inn í leikinn gerðu þeir sig seka um klaufaleg mistök. „Við náðum mörgum góðum köflum en þetta var alltaf sama sagan. Tæknimistökin fóru með þetta,“ sagði Gunnar. „Þetta voru ekki bara tapaðir boltar heldur líka 6-7 hraðaupphlaup sem við fengum í bakið á okkur án þess að komast í vörn. Þetta var erfitt en við vitum hvað við þurfum að laga.“ Gunnar hefur ekki úr mörgum leikmönnum að spila og notaði aðeins níu útileikmenn í leiknum í kvöld. Sveinn Andri Sveinsson var utan hóps vegna meiðsla en Gunnar vonast til að hann snúi til baka áður en úrslitakeppnin hefst. „Ég vona að Sveinn Andri nái einhverjum leikjum. Þorsteinn Leó [Gunnarsson] er búinn að liggja í flensu og svo er þetta bara sama sagan. Ég hef verið hérna í eitt og hálft ár og hef varla getað notað sama liðið tvo leiki í röð. Við erum alltaf að byrja upp á nýtt og leysa einhver vandamál og höldum því áfram,“ sagði Gunnar. „En auðvitað er þetta þreytandi, ég viðurkenni það alveg. Við náum engum stöðugleika og kannski er það einhver skýring á tæknimistökunum. Menn mega samt ekki að kasta boltanum frá sér svona auðveldlega en við erum alltaf að lenda í áföllum, stórum áföllum.“ Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Sjá meira
„Annað liðið var sextán tapaða bolta en hitt bara sex. Þetta eru tíu sóknir. Markvarslan var lítil báðu megin en við komum ekki nógu mörgum skotum á markið. Við getum greint einhver smáatriði hingað og þangað og það er margt sem við getum lagað en þú vinnur ekki leik með sextán tæknimistök, sama hver andstæðingurinn er,“ sagði Gunnar við Vísi eftir leik. Þrátt fyrir fjölda mistaka var Afturelding alltaf inni í leiknum. En á augnablikum þegar Mosfellingar gátu komið sér almennilega inn í leikinn gerðu þeir sig seka um klaufaleg mistök. „Við náðum mörgum góðum köflum en þetta var alltaf sama sagan. Tæknimistökin fóru með þetta,“ sagði Gunnar. „Þetta voru ekki bara tapaðir boltar heldur líka 6-7 hraðaupphlaup sem við fengum í bakið á okkur án þess að komast í vörn. Þetta var erfitt en við vitum hvað við þurfum að laga.“ Gunnar hefur ekki úr mörgum leikmönnum að spila og notaði aðeins níu útileikmenn í leiknum í kvöld. Sveinn Andri Sveinsson var utan hóps vegna meiðsla en Gunnar vonast til að hann snúi til baka áður en úrslitakeppnin hefst. „Ég vona að Sveinn Andri nái einhverjum leikjum. Þorsteinn Leó [Gunnarsson] er búinn að liggja í flensu og svo er þetta bara sama sagan. Ég hef verið hérna í eitt og hálft ár og hef varla getað notað sama liðið tvo leiki í röð. Við erum alltaf að byrja upp á nýtt og leysa einhver vandamál og höldum því áfram,“ sagði Gunnar. „En auðvitað er þetta þreytandi, ég viðurkenni það alveg. Við náum engum stöðugleika og kannski er það einhver skýring á tæknimistökunum. Menn mega samt ekki að kasta boltanum frá sér svona auðveldlega en við erum alltaf að lenda í áföllum, stórum áföllum.“
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Sjá meira