Árásarmaðurinn í Malmö vildi verða kennari Smári Jökull Jónsson skrifar 24. mars 2022 21:43 Blómvendir hafa verið lagðir utan við hlið Malmö Latin skólans þar sem 18 ára árásarmaður myrti tvo kennara skólans á mánudaginn. Vísir/AP Árásarmaðurinn sem myrti tvo kennara í Malmö á mánudag vildi sjálfur verða kennari. Starfsfólk skólans hafði margsinnis tilkynnt um einkennilega hegðun hans áður en árásin átti sér stað. Morðin á tveimur kennurum í framhaldsskóla í borginni Malmö í Svíþjóð hafa vakið töluverðan óhug. Árásarmaðurinn, sem er 18 ára gamall nemandi við skólann, réðst með öxi og hníf á tvær konur sem báðar eru kennarar við skólann. Hann var handtekinn tíu mínútum eftir að tilkynning um árásina barst til lögreglu. Árásarmaðurinn hringdi sjálfur í lögregluna og tilkynnti hvað hann hafði gert. Lögreglan vinnur nú að því að kortleggja líf mannsins og púsla saman þeim bitum sem hún hefur í höndunum. Manninum hefur verið lýst sem óframfærnum einstakling sem spilaði tölvuleiki, teiknaði og fór í ræktina. Sérstök hegðun hans hafði vakið athygli starfsmanna skólans sem höfðu margsinnis tilkynnt hegðunina. Í starfsumsókn sem maðurinn sendi til borgaryfirvalda í Trelleborg, sem er rúma þrjátíu kílómetra frá Malmö, kemur fram að hann hafi viljað verða kennari þegar hann yrði eldri. Maðurinn er búsettur í Trelleborg. Malmö Latin skólinn er staðsettur í miðborg Malmö, aðeins nokkur hundruð metra frá lögreglustöð.Vísir/AP „Mig langar að starfa sem kennari þegar ég verð stór, starf sem einkennist af því að geta átt samskipti við aðra og kenna og það finnst mér áhugavert,“ skrifaði maðurinn í bréfið sem Svenska Dagbladet hefur birt hluta úr á heimasíðu sinni. „Að kynnast nýju fólki getur verið áhugavert þar sem það er skemmtilegt og þróar hæfileikann til samskipta,“ segir einnig í bréfinu. Hegðunin breyttist Síðustu mánuðina fyrir morðin hafði hegðun mannsins breyst en það kemur fram í samtölum sem lögreglan hefur átt við starfsmenn skólans. Hann hafði hagað sér undarlega í vetur og óttast var að eitthvað alvarlegt gæti gerst. Sama dag og morðin voru framin ræddi kennari um áhyggjur sínar af nemandanum við samstarfsfélaga sína Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi og hefur viðurkennt morðin. Lögfræðingur hans hefur ekkert viljað tjá sig um ástæðu morðanna og hvað varð til þess að maðurinn framdi verknaðinn. Hann segir að ákveðin atburður hafi átt sér stað í einkalífi mannsins fyrir skömmu sem túlka megi sem nokkurs konar kveikju að atburðinum. Hann segir árásina hafi snúist um fullorðna í skólanum en ekki samnemendur. Þá segir hann einnig að maðurinn hafi ákveðið að ráðast inn í skólann örfáum dögum áður en árásin átti sér stað. Svíþjóð Tengdar fréttir Tvær konur látnar og átján ára nemandi handtekinn Lögreglan í Malmö segir tvær konur hafa látist í árás við framhaldsskóla fyrr í dag. Konurnar voru fluttar á sjúkrahús um klukkutíma eftir að lögregla fékk tilkynningu um málið en voru úrskurðaðar látnar í kjölfarið. Konurnar sem létust voru starfsmenn við skólann að sögn lögreglu. 21. mars 2022 22:44 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Morðin á tveimur kennurum í framhaldsskóla í borginni Malmö í Svíþjóð hafa vakið töluverðan óhug. Árásarmaðurinn, sem er 18 ára gamall nemandi við skólann, réðst með öxi og hníf á tvær konur sem báðar eru kennarar við skólann. Hann var handtekinn tíu mínútum eftir að tilkynning um árásina barst til lögreglu. Árásarmaðurinn hringdi sjálfur í lögregluna og tilkynnti hvað hann hafði gert. Lögreglan vinnur nú að því að kortleggja líf mannsins og púsla saman þeim bitum sem hún hefur í höndunum. Manninum hefur verið lýst sem óframfærnum einstakling sem spilaði tölvuleiki, teiknaði og fór í ræktina. Sérstök hegðun hans hafði vakið athygli starfsmanna skólans sem höfðu margsinnis tilkynnt hegðunina. Í starfsumsókn sem maðurinn sendi til borgaryfirvalda í Trelleborg, sem er rúma þrjátíu kílómetra frá Malmö, kemur fram að hann hafi viljað verða kennari þegar hann yrði eldri. Maðurinn er búsettur í Trelleborg. Malmö Latin skólinn er staðsettur í miðborg Malmö, aðeins nokkur hundruð metra frá lögreglustöð.Vísir/AP „Mig langar að starfa sem kennari þegar ég verð stór, starf sem einkennist af því að geta átt samskipti við aðra og kenna og það finnst mér áhugavert,“ skrifaði maðurinn í bréfið sem Svenska Dagbladet hefur birt hluta úr á heimasíðu sinni. „Að kynnast nýju fólki getur verið áhugavert þar sem það er skemmtilegt og þróar hæfileikann til samskipta,“ segir einnig í bréfinu. Hegðunin breyttist Síðustu mánuðina fyrir morðin hafði hegðun mannsins breyst en það kemur fram í samtölum sem lögreglan hefur átt við starfsmenn skólans. Hann hafði hagað sér undarlega í vetur og óttast var að eitthvað alvarlegt gæti gerst. Sama dag og morðin voru framin ræddi kennari um áhyggjur sínar af nemandanum við samstarfsfélaga sína Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi og hefur viðurkennt morðin. Lögfræðingur hans hefur ekkert viljað tjá sig um ástæðu morðanna og hvað varð til þess að maðurinn framdi verknaðinn. Hann segir að ákveðin atburður hafi átt sér stað í einkalífi mannsins fyrir skömmu sem túlka megi sem nokkurs konar kveikju að atburðinum. Hann segir árásina hafi snúist um fullorðna í skólanum en ekki samnemendur. Þá segir hann einnig að maðurinn hafi ákveðið að ráðast inn í skólann örfáum dögum áður en árásin átti sér stað.
Svíþjóð Tengdar fréttir Tvær konur látnar og átján ára nemandi handtekinn Lögreglan í Malmö segir tvær konur hafa látist í árás við framhaldsskóla fyrr í dag. Konurnar voru fluttar á sjúkrahús um klukkutíma eftir að lögregla fékk tilkynningu um málið en voru úrskurðaðar látnar í kjölfarið. Konurnar sem létust voru starfsmenn við skólann að sögn lögreglu. 21. mars 2022 22:44 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Tvær konur látnar og átján ára nemandi handtekinn Lögreglan í Malmö segir tvær konur hafa látist í árás við framhaldsskóla fyrr í dag. Konurnar voru fluttar á sjúkrahús um klukkutíma eftir að lögregla fékk tilkynningu um málið en voru úrskurðaðar látnar í kjölfarið. Konurnar sem létust voru starfsmenn við skólann að sögn lögreglu. 21. mars 2022 22:44