Vaktin: Pútín fangelsar þá sem dreifa „falsfréttum“ Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 25. mars 2022 15:00 Rússneskir hermenn við Maríupól. Getty Boris Johnson sagði við BBC Newsnight í gærkvöldi að hann væri ekki bjartsýnn á að Vladimir Pútín vildi frið í Úkraínu. Hann teldi frekar að Rússlandsforseti myndi endurtaka leikinn frá Grozny, það er að segja umkringja borgir landsins og eyðileggja þær með sprengjuárásum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Rússneskur herforingi sagði í dag að Rússar hefðu að mestu náð markmiðum sínum í Úkraínu og ætluðu að einbeita sér að Donbas-héraði. Hann sagði sömuleiðis að minnst fjórtán þúsund úkraínskir hermenn hefðu verið felldir og minnst sextán þúsund særðir. Rússneski herinn viðurkenndi í dag að 1.351 hermaður hafði fallið í Úkraínu. Embættismenn í Vesturlöndum áætla að frá sjö til fimmtán þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í átökunum. Úkraínski herinn segja að skipið sem Úkraínumenn eyðilögðu við höfnina í Berdyansk í gær hafi ekki verið Orsk, eins og áður var talið, heldur skipið Saratov. Þá hafi tvö önnur lendingaskip, Caesar Kunikov og Novocherkassk, skemmst. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, var harðorður þegar hann ávarpaði leiðtoga Evrópusambandsins í gær. Hann sagði Úkraínumenn þakkláta en ef vesturveldin hefðu gripið til fyrirbyggjandi aðgerða hefði Pútín líklega ekki ráðist inn í Úkraínu. Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og núverandi varaformaður rússneska öryggisráðsins, segir „kjánalegt“ að halda að viðskiptaþvinganir muni hafa áhrif á ákvarðanatöku stjórnvalda í Moskvu. Athafnamenn hafi engin áhrif á stjórnvöld. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun í dag heimsækja Pólland og ferðast allt að 80 kílómetra frá landamærunum að Úkraínu. Þá mun hann lenda í Varsjá í kvöld. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Rússneskur herforingi sagði í dag að Rússar hefðu að mestu náð markmiðum sínum í Úkraínu og ætluðu að einbeita sér að Donbas-héraði. Hann sagði sömuleiðis að minnst fjórtán þúsund úkraínskir hermenn hefðu verið felldir og minnst sextán þúsund særðir. Rússneski herinn viðurkenndi í dag að 1.351 hermaður hafði fallið í Úkraínu. Embættismenn í Vesturlöndum áætla að frá sjö til fimmtán þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í átökunum. Úkraínski herinn segja að skipið sem Úkraínumenn eyðilögðu við höfnina í Berdyansk í gær hafi ekki verið Orsk, eins og áður var talið, heldur skipið Saratov. Þá hafi tvö önnur lendingaskip, Caesar Kunikov og Novocherkassk, skemmst. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, var harðorður þegar hann ávarpaði leiðtoga Evrópusambandsins í gær. Hann sagði Úkraínumenn þakkláta en ef vesturveldin hefðu gripið til fyrirbyggjandi aðgerða hefði Pútín líklega ekki ráðist inn í Úkraínu. Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og núverandi varaformaður rússneska öryggisráðsins, segir „kjánalegt“ að halda að viðskiptaþvinganir muni hafa áhrif á ákvarðanatöku stjórnvalda í Moskvu. Athafnamenn hafi engin áhrif á stjórnvöld. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun í dag heimsækja Pólland og ferðast allt að 80 kílómetra frá landamærunum að Úkraínu. Þá mun hann lenda í Varsjá í kvöld. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Sjá meira