Fann fyrir kulnun í handboltanum: „Leið ekki eins og mér átti að líða“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. mars 2022 08:01 Lovísa Thompson átti sannkallaðan stjörnuleik gegn ÍBV um helgina og skoraði fimmtán mörk. vísir/Hulda Margrét Valskonan Lovísa Thompson hefur komið endurnærð til baka eftir að hafa tekið sér frí frá handbolta. Hún hefur sjaldan spilað betur en undanfarnar vikur. Á 22 ára afmælisdaginn sinn, 27. október í fyrra, greindi Lovísa frá því að hún hefði tekið sér hlé frá handbolta. Hún sagðist vera búin að missa gleðina sem fylgir því að spila handbolta. Lovísa sneri aftur á völlinn þegar Olís-deild kvenna hófst á þessu ári og hefur spilað stórvel með Val. „Mér líður frekar vel. Hausinn er rétt skrúfaður á eins og er og það sýnir sig og skilar sér inni á vellinum,“ sagði Lovísa í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. Lovísa fór hamförum þegar Valur vann ÍBV, 29-23, um helgina og skoraði fimmtán mörk. „Þetta spilaðist þannig að ég skaut mjög mikið. Það er misjafnt eftir leikjum hvernig við spilum leikinn og leggjum hann upp, hvort við séum að hitta eða ekki. Þetta var frekar mikil heppni í þessum leik og margt sem var inni sem er oft ekkert inni. Ég fékk að taka víti í þokkabót sem ég geri ekkert mjög oft. Þetta varð að einni markasúpu,“ sagði Lovísa. Fyrr í þessum mánuði varð Valur bikarmeistari og Lovísa var valin besti leikmaður bikarhelgarinnar. „Það var mjög gaman og virkilega verðskuldaður sigur. Tímabilið hefur verið sveiflukennt, allavega eftir jól, þannig að þetta var mjög kærkomið,“ sagði Lovísa. Klippa: Viðtal við Lovísu Thompson Lovísa segir að í sumar hafi hún ekki fundið fyrir sama eldmóði gagnvart handboltanum og áður og upplifað eins konar handboltakulnun. Hún hafi því ákveðið að taka sér frí frá handboltanum. „Ég fæ eins konar „burnout“. Ég var búin að vera í handbolta á fullu og gera þetta af miklum krafti í rosalega mörg ár. Lítið annað hefur komist að. Í sumar fann ég að ekki var allt með felldu. Mér leið ekki eins og mér átti að líða og var ekki eins fersk og orkumikil á æfingum. Það var mjög ólíkt mér þannig að mér fannst þetta eitthvað skrítið,“ sagði Lovísa. „Ég þurfti þá aðeins að setjast niður og hugsa hvar hausinn væri núna. Og hann var ekki rétt skrúfaður á hvað varðar handboltann. Þá fannst mér mjög skynsamlegt og sniðugt, eftir miklar samræður við fjölskyldu og fólk innan Vals, að taka eitt skref til hliðar og aðeins að anda.“ Viðtalið við Lovísu má sjá í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Valur Sportpakkinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Spjót beinast að Degi sem segir orðróma um rifrildi ranga HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Sjá meira
Á 22 ára afmælisdaginn sinn, 27. október í fyrra, greindi Lovísa frá því að hún hefði tekið sér hlé frá handbolta. Hún sagðist vera búin að missa gleðina sem fylgir því að spila handbolta. Lovísa sneri aftur á völlinn þegar Olís-deild kvenna hófst á þessu ári og hefur spilað stórvel með Val. „Mér líður frekar vel. Hausinn er rétt skrúfaður á eins og er og það sýnir sig og skilar sér inni á vellinum,“ sagði Lovísa í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. Lovísa fór hamförum þegar Valur vann ÍBV, 29-23, um helgina og skoraði fimmtán mörk. „Þetta spilaðist þannig að ég skaut mjög mikið. Það er misjafnt eftir leikjum hvernig við spilum leikinn og leggjum hann upp, hvort við séum að hitta eða ekki. Þetta var frekar mikil heppni í þessum leik og margt sem var inni sem er oft ekkert inni. Ég fékk að taka víti í þokkabót sem ég geri ekkert mjög oft. Þetta varð að einni markasúpu,“ sagði Lovísa. Fyrr í þessum mánuði varð Valur bikarmeistari og Lovísa var valin besti leikmaður bikarhelgarinnar. „Það var mjög gaman og virkilega verðskuldaður sigur. Tímabilið hefur verið sveiflukennt, allavega eftir jól, þannig að þetta var mjög kærkomið,“ sagði Lovísa. Klippa: Viðtal við Lovísu Thompson Lovísa segir að í sumar hafi hún ekki fundið fyrir sama eldmóði gagnvart handboltanum og áður og upplifað eins konar handboltakulnun. Hún hafi því ákveðið að taka sér frí frá handboltanum. „Ég fæ eins konar „burnout“. Ég var búin að vera í handbolta á fullu og gera þetta af miklum krafti í rosalega mörg ár. Lítið annað hefur komist að. Í sumar fann ég að ekki var allt með felldu. Mér leið ekki eins og mér átti að líða og var ekki eins fersk og orkumikil á æfingum. Það var mjög ólíkt mér þannig að mér fannst þetta eitthvað skrítið,“ sagði Lovísa. „Ég þurfti þá aðeins að setjast niður og hugsa hvar hausinn væri núna. Og hann var ekki rétt skrúfaður á hvað varðar handboltann. Þá fannst mér mjög skynsamlegt og sniðugt, eftir miklar samræður við fjölskyldu og fólk innan Vals, að taka eitt skref til hliðar og aðeins að anda.“ Viðtalið við Lovísu má sjá í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Valur Sportpakkinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Spjót beinast að Degi sem segir orðróma um rifrildi ranga HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Sjá meira