Ítölsku fjölmiðlarnir: Bless heimur. Bless Evrópa. Bless öll Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2022 09:32 Ítölsku landsliðsmennirnir svekkja sig eftir að varð ljóst að þeir væru ekki á leiðinni á HM í Katar. AP/Antonio Calanni Ítölsku landsliðsmennirnir fá sannarlega að heyra það í ítölsku fjölmiðlunum í morgun eftir að HM-draumur Ítala endaði með tapi á heimavelli á móti Norður Makedóníu í umspili HM í gærkvöldi. 11. júlí síðastliðinn voru Ítalir á toppnum enda nýbúnir að tryggja sér Evrópumeistaratitilinn. Eftir nokkurra ára svartnætti var eins og ítalska landsliðið væri endurfætt undir stjórn Roberto Mancini. Nú rúmum átta mánuðum síðar er heimurinn aftur hruninn. Ítalir voru í frábærri stöðu í riðlinum til að tryggja sig beint inn á HM. Þeir klúðruðu því með hræðilegum lokakafla og lentu því í umspili. Þar stefndi í úrslitaleik við Portúgal um sæti á HM en Evrópumeistarnir komust ekki einu sinni þangað. Norður Makedónía tryggði sér sigurinn í uppbótartíma og Ítalir eru úr leik. Ítalir eru stoltir, tilfinningaríkir og ástríðufullir og allt þetta magnaðist upp þegar kemur að fótboltanum. Að missa af annarri heimsmeistarakeppninni í röð er því mikið áfall fyrir ítölsku þjóðina. Stærsta íþróttablað Ítalíu, Gazzetta dello Sport, tók saman stöðu mála á afgerandi og skýran hátt. „Bless heimur. Bless Evrópa. Bless öll. Enn einn leikurinn sem við vitum ekki hvernig við eigum að vinna. Þetta ævintýri er búið. Leikstíll Roberto Mancini (þjálfara) er ekki lengur til,“ skrifaði blaðamaður Gazzetta dello Sport. "Fuera del mundo", la tapa de La Gazzetta dello Sport del 25 de marzo tras la sorpresiva caída de #Italia contra #MacedoniaDelNorte. pic.twitter.com/k9Cg4ZbbcE— Histoporte (@histoporte_) March 25, 2022 Blaðamaður Gazzetta dello Sport tekur ekki alveg alla af lífi heldur segir að kannski sé hægt að bjarga þeim Bastoni, Verratti, Florenzi og Raspadori en ekki fleirum. Mancini, Barella og Jorginho fá sérstaklega að heyra það. „Mancini, Barella og Jorginho eru langt frá því sem þeir voru einu sinni. Við eigum ekki skilið að komast á HM. Norður Makedónía fer í úrslitaleikinn við Portúgal. Við erum mættir aftur í heimsendinn,“ mátti lesa í Gazzetta dello Sport. „Aðra heimsmeistarakeppnina í röð þá horfum við á HM í stofunni okkar. Ótrúlegur endir, svo óvæntur og stórbrotinn,“ skrifaði blaðamaður Corriere dello Sport. Gazzetta dello Sport, led with the headline reading: 'Out of the World Cup', while claiming embattled Italy boss Roberto Mancini would have to think about resignation from his post. https://t.co/94fvFhtw4F— Ericssen (@EricssenWen) March 25, 2022 „Þetta átti að vera partý kvöld en breyttist í annan Ítalíu-Svíþjóð leik. Það sem er verra að við Evrópumeistararnir vorum ekki klárir í verkefnið. Mancini reyndi að fullvissa okkur kvöldið áður: Við erum að fara á HM til að vinna heimsmeistaratitilinn. Nú horfðum við á Katar úr fjarlægð. Þetta er orðinn óþolandi vani,“ segir enn fremur í grein Corriere dello Sport. Calcio Mercato miðillinn eyðir dágóðum tíma í að gagnrýna liðið og þá sérstaklega Roberto Mancini þjálfara þess. Það er samt smá von. „Frakkar misstu af tveimur heimsmeistarakeppnum í röð, 1990 og 1994. Árið 1998 snéri lið Aimé Jacquets og Zinedine Zidane aftur á HM og vann heimsmeistaratitilinn. Við verðum bara að vinna en því miður höfum við ekki mikinn tíma,“ skrifaði Calcio Mercato. Ítalski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira
11. júlí síðastliðinn voru Ítalir á toppnum enda nýbúnir að tryggja sér Evrópumeistaratitilinn. Eftir nokkurra ára svartnætti var eins og ítalska landsliðið væri endurfætt undir stjórn Roberto Mancini. Nú rúmum átta mánuðum síðar er heimurinn aftur hruninn. Ítalir voru í frábærri stöðu í riðlinum til að tryggja sig beint inn á HM. Þeir klúðruðu því með hræðilegum lokakafla og lentu því í umspili. Þar stefndi í úrslitaleik við Portúgal um sæti á HM en Evrópumeistarnir komust ekki einu sinni þangað. Norður Makedónía tryggði sér sigurinn í uppbótartíma og Ítalir eru úr leik. Ítalir eru stoltir, tilfinningaríkir og ástríðufullir og allt þetta magnaðist upp þegar kemur að fótboltanum. Að missa af annarri heimsmeistarakeppninni í röð er því mikið áfall fyrir ítölsku þjóðina. Stærsta íþróttablað Ítalíu, Gazzetta dello Sport, tók saman stöðu mála á afgerandi og skýran hátt. „Bless heimur. Bless Evrópa. Bless öll. Enn einn leikurinn sem við vitum ekki hvernig við eigum að vinna. Þetta ævintýri er búið. Leikstíll Roberto Mancini (þjálfara) er ekki lengur til,“ skrifaði blaðamaður Gazzetta dello Sport. "Fuera del mundo", la tapa de La Gazzetta dello Sport del 25 de marzo tras la sorpresiva caída de #Italia contra #MacedoniaDelNorte. pic.twitter.com/k9Cg4ZbbcE— Histoporte (@histoporte_) March 25, 2022 Blaðamaður Gazzetta dello Sport tekur ekki alveg alla af lífi heldur segir að kannski sé hægt að bjarga þeim Bastoni, Verratti, Florenzi og Raspadori en ekki fleirum. Mancini, Barella og Jorginho fá sérstaklega að heyra það. „Mancini, Barella og Jorginho eru langt frá því sem þeir voru einu sinni. Við eigum ekki skilið að komast á HM. Norður Makedónía fer í úrslitaleikinn við Portúgal. Við erum mættir aftur í heimsendinn,“ mátti lesa í Gazzetta dello Sport. „Aðra heimsmeistarakeppnina í röð þá horfum við á HM í stofunni okkar. Ótrúlegur endir, svo óvæntur og stórbrotinn,“ skrifaði blaðamaður Corriere dello Sport. Gazzetta dello Sport, led with the headline reading: 'Out of the World Cup', while claiming embattled Italy boss Roberto Mancini would have to think about resignation from his post. https://t.co/94fvFhtw4F— Ericssen (@EricssenWen) March 25, 2022 „Þetta átti að vera partý kvöld en breyttist í annan Ítalíu-Svíþjóð leik. Það sem er verra að við Evrópumeistararnir vorum ekki klárir í verkefnið. Mancini reyndi að fullvissa okkur kvöldið áður: Við erum að fara á HM til að vinna heimsmeistaratitilinn. Nú horfðum við á Katar úr fjarlægð. Þetta er orðinn óþolandi vani,“ segir enn fremur í grein Corriere dello Sport. Calcio Mercato miðillinn eyðir dágóðum tíma í að gagnrýna liðið og þá sérstaklega Roberto Mancini þjálfara þess. Það er samt smá von. „Frakkar misstu af tveimur heimsmeistarakeppnum í röð, 1990 og 1994. Árið 1998 snéri lið Aimé Jacquets og Zinedine Zidane aftur á HM og vann heimsmeistaratitilinn. Við verðum bara að vinna en því miður höfum við ekki mikinn tíma,“ skrifaði Calcio Mercato.
Ítalski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira