Sýknaður eftir að myndband lögreglu fannst ekki Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. mars 2022 13:54 Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm í gær, þann 25. mars. Vísir/Vilhelm Maður var sýknaður af ákæru fyrir að hafa ekið án ökuréttinda eftir að sönnunargögn lögreglu fóru forgörðum. Myndbandsupptaka lögreglu sem átti að varpa ljósi á málið fannst hvergi við málsmeðferðina og héraðsdómari taldi að vafa, vegna annmarka á rannsókninni, bæri að skýra ákærða í hag. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ekið bifreið án tilskilinna ökuréttinda en hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum vegna aksturs undir áhrifum áfengis. Samkvæmt framburði mannsins fyrir dómi stóð hann við bifreið vinkonu sinnar þegar lögreglumenn kölluðu til hans og hann taldi að um almennt eftirlit lögreglu væri að ræða. Vinkona mannsins hafi skroppið inn í blokkina að sækja eitthvað og hann kvaðst hafa verið að bíða eftir henni, sem væri ökumaður bílsins. Hann hafi aðeins verið að bíða fyrir utan bílinn þegar lögregla kom á vettvang og sagðist ekki hafa haft í hyggju að keyra bílinn. Lögreglumenn kváðust lítið muna eftir málinu fyrir dómi en sögðu hafið yfir allan vafa að maðurinn hafi verið stöðvaður við akstur. Vettvangsskýrsla hefði aldrei verið rituð ef vafi væri þar á og framburður mannsins stæðist því alls ekki. Þeir töldu að vinkonan hafi setið í farþegasæti en maðurinn keyrt bílinn. Lykilsönnunargagn farið forgörðum Héraðsdómari sagði óumdeilt að ákærði hafi verið sviptur ökuréttindum þegar lögregla kom að tali við hann umrætt kvöld. Ákærði neitaði því ekki. Til grundvallar málsins lægi hins vegar vettvangsskýrsla lögreglumanna þar sem á vantaði að fyllt væri út í staðlaða reiti á þartilgerðu blaði. Héraðsdómari sagði ljóst að lögreglumönnum hefði verið hægur vandi að útfylla eyðublaðið af meiri nákvæmni. Þá kvað héraðsdómari að ráða mætti af vettvangsskýrslu að meint brot mannsins hafi verið tekið upp á myndband. Upptakan fannst þó hvergi hjá lögreglu og dómari taldi að lykilsönnunargagn í málinu hafi farið forgörðum. Héraðsdómari sagði meðal annars að vegna annmarka á lögreglurannsókn bæri að skýra allan vafa ákærða í hag. Hann var því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins og íslenskra ríkinu bar að greiða manninum 418.500 krónur í málsvarnarlaun. Dómsmál Reykjavík Lögreglan Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ekið bifreið án tilskilinna ökuréttinda en hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum vegna aksturs undir áhrifum áfengis. Samkvæmt framburði mannsins fyrir dómi stóð hann við bifreið vinkonu sinnar þegar lögreglumenn kölluðu til hans og hann taldi að um almennt eftirlit lögreglu væri að ræða. Vinkona mannsins hafi skroppið inn í blokkina að sækja eitthvað og hann kvaðst hafa verið að bíða eftir henni, sem væri ökumaður bílsins. Hann hafi aðeins verið að bíða fyrir utan bílinn þegar lögregla kom á vettvang og sagðist ekki hafa haft í hyggju að keyra bílinn. Lögreglumenn kváðust lítið muna eftir málinu fyrir dómi en sögðu hafið yfir allan vafa að maðurinn hafi verið stöðvaður við akstur. Vettvangsskýrsla hefði aldrei verið rituð ef vafi væri þar á og framburður mannsins stæðist því alls ekki. Þeir töldu að vinkonan hafi setið í farþegasæti en maðurinn keyrt bílinn. Lykilsönnunargagn farið forgörðum Héraðsdómari sagði óumdeilt að ákærði hafi verið sviptur ökuréttindum þegar lögregla kom að tali við hann umrætt kvöld. Ákærði neitaði því ekki. Til grundvallar málsins lægi hins vegar vettvangsskýrsla lögreglumanna þar sem á vantaði að fyllt væri út í staðlaða reiti á þartilgerðu blaði. Héraðsdómari sagði ljóst að lögreglumönnum hefði verið hægur vandi að útfylla eyðublaðið af meiri nákvæmni. Þá kvað héraðsdómari að ráða mætti af vettvangsskýrslu að meint brot mannsins hafi verið tekið upp á myndband. Upptakan fannst þó hvergi hjá lögreglu og dómari taldi að lykilsönnunargagn í málinu hafi farið forgörðum. Héraðsdómari sagði meðal annars að vegna annmarka á lögreglurannsókn bæri að skýra allan vafa ákærða í hag. Hann var því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins og íslenskra ríkinu bar að greiða manninum 418.500 krónur í málsvarnarlaun.
Dómsmál Reykjavík Lögreglan Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira