Þannig lýsir Hildur Óladóttir í þættinum Um land allt tilurð brúðarkjóls sem varðveittur er á Byggðasafni Norður-Þingeyinga í gamla skólahúsinu á Snartarstöðum við Kópasker.

„Hann er bara mjög vel gerður og mikið í hann lagt.“
En var stúlkan búin að finna sér mannsefni? Svarið má sjá í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni.
Þar er einnig rætt við Sigurlínu Jóhannesdóttur, ökukennara á Snartarstöðum 2, sem kennt hefur flestum í norðursýslunni að aka bíl, en móðir hennar var einnig ökukennari.

Þátturinn um Kópasker verður endursýndur á Stöð 2, sunnudag, klukkan 14.15. Einnig má sjá hann á streymisveitunni Stöð 2+.
Hér má sjá brot úr þættinum: