Stefnir allt í harða baráttu um toppsæti austurdeildar NBA Atli Arason skrifar 27. mars 2022 10:00 Kevin Durant , leikmaður Brooklyn Nets. AP Photo/Seth Wenig Það verður hart barist um síðustu sætin í úrslitakeppninni NBA nú þegar líður á seinni hluta deildarkeppninnar. Á nokkrum vígvöllum í töflunni í báðum deildum munar ekki nema einum sigri á milli sæta. Eftir fjórða tap Heat í röð munar einungis hálfum sigurleik á milli liðanna í efstu fjóru sætum austurdeildar. Brooklyn Nets 110-95 Miami Heat Kevin Durant var í stuði þegar Nets unnu 15 stiga sigur í Miami gegn Heat. Durant var stigahæstur með 23 stig. Tap Heat er þeirra fjórða í röð og missir liðið því toppsætið til 76ers. Nets er í áttunda sæti, þremur sigurleikjum á eftir Raptors í sjötta sæti. Sacramento Kings 114 - 110 Orlando Magic Kings heldur vonum sínum um sæti í úrslitakeppninni á lífi eftir sigur á Magic eftir framlengdan leik. Magic er í botnsæti austurdeildar og er það löngu ljóst að liðið á ekki möguleika á sæti úrslitakeppninni. Kings eru í 13. sæti vesturdeildar, fjórum sigurleikjum frá úrslitakeppninni. Davion Mitchell var besti leikmaður vallarins með 22 stig, sjö fráköst og níu stoðsendingar fyrir Kings. Mo Bamba hélt Magic á floti með 19 stigum ásmat því að taka 12 fráköst. Chicago Bulls 98-94 Cleveland Cavaliers Bulls sótti sigur í Cleveland gegn Cavs. Með sigrinum styrkir Bulls stöðu sína fimmta sæti deildarinnar en tapið er frekar grátlegt fyrir Cavaliers þar sem þeir missa bílstjórasætið til Raptors um síðasta örugga sætið í úrslitakeppninni. Cavaliers er nú í sjöunda sæti og gæti neyðst til að fara í undankeppni fyrir úrslitakeppnina. Zach LaVine var stigahæsti leikmaður Bulls með 25 stig en Darius Garland var stigahæsti leikmaður vallarins með 28 stig fyrir Cavaliers. Indiana Pacers 91-131 Toronto Raptors Raptors áttu ekki í vandræðum með Pacers á heimavelli en leikurinn tafðist aðeins vegna þess að rýma þurfti höllina í hálfleik þegar það kviknaði í hátalara á vellinum. Leikurinn gat svo haldið áfram eftir að slökkviliðsmenn náðu að drepa eldinn. Raptors er eftir sigurinn komið í sjötta sæti austurdeildar á meðan Pacers er í 13. sæti. Pascal Siakam gerði 23 stig fyrir Raptors á meðan Oshae Brissett var stigahæstur hjá Pacers með 21 stig. San Antonio Spurs 107 - 103 New Orleans Pelicans Spurs unnu nauðsynlegan fjögurra stiga sigur á Pelicans. Þetta var síðasta innbyrðis viðureign liðanna en Spurs hefur unnið þrjá af fjórum leikjum. Pelicans er í 10. og síðasta sæti sem veitir þátttökurétt í undankeppni úrslitakeppnirnar en Spurs er í 11. sæti einum sigri á eftir Pelicans þegar átta leikir eru eftir af tímabilinu. Dejounte Murray var með þrefalda tvennu hjá Spurs. 15 stig, 11 fráköst og 13 stoðsendingar. CJ McCollum var stigahæsti leikmaður vallarins en hann gerði 32 stig fyrir Pelicans. Milwaukee Bucks 102-127 Memphis Grizzlies Grizzlies áttu ekki í vandræðum með meistara Bucks á heimavelli sínum í Memphis. Fimm leikmenn Grizzlies fóru yfir tveggja stafa tölu í stigaskori en stigahæstur þeirra var varamaðurinn De'Anthony Melton með 24 stig. Giannis Antetokounmpo var eins og oft áður allt í öllu í leik Bucks en Grikkinn gerði 30 stig og tók 11 fráköst. Bucks er nú dottið niður í fjórða sæti austurdeildar á eftir Celtics á meðan Grizzlies styrkir stöðu sína í öðru sæti vesturdeildarinnar. Oklahoma City Thunder 107-113 Denver Nuggets Það réði enginn við Nikola Jokić sem gerði 35 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í fimm stiga sigri Nuggets á Thunder. Theo Maledon var atkvæðamestur í liði Thunder með 20 stig. Nuggets er því áfram í sjötta sæti vesturdeildar sem gefur öruggt sæti í úrslitakeppninni. Liðið er þó einungis einum sigri á undan Timberwolves. Thunder er í 14. sæti vesturdeildarinnar. Houston Rockets 115-98 Portland Trail Blazers Eftir brösugt gengi og vera nánast fastir við botnsætið lengst af var Rockets að vinna sinn annan sigur í röð með 17 stiga sigri á Trail Blazers. Rockets er þó áfram í neðsta sæti vesturdeildarinnar en Trail Blazers eru þremur sætum ofar í því 12. Tapið hjá Trail Blazers í nótt var þeirra þriðja í röð og núna eru þeir fjórum sigrum frá 10. sætinu sem veitir þátttökurétt í undankeppni úrslitakeppninnar þegar átta leikir eru eftir. Varamaðurinn Alperen Sengun var stigahæsti leikmaður vallarins með 27 stig fyrir Rockets. Trendon Watford var besti leikmaður Trail Blazers með 15 stig og 10 fráköst. NBA Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Sjá meira
Brooklyn Nets 110-95 Miami Heat Kevin Durant var í stuði þegar Nets unnu 15 stiga sigur í Miami gegn Heat. Durant var stigahæstur með 23 stig. Tap Heat er þeirra fjórða í röð og missir liðið því toppsætið til 76ers. Nets er í áttunda sæti, þremur sigurleikjum á eftir Raptors í sjötta sæti. Sacramento Kings 114 - 110 Orlando Magic Kings heldur vonum sínum um sæti í úrslitakeppninni á lífi eftir sigur á Magic eftir framlengdan leik. Magic er í botnsæti austurdeildar og er það löngu ljóst að liðið á ekki möguleika á sæti úrslitakeppninni. Kings eru í 13. sæti vesturdeildar, fjórum sigurleikjum frá úrslitakeppninni. Davion Mitchell var besti leikmaður vallarins með 22 stig, sjö fráköst og níu stoðsendingar fyrir Kings. Mo Bamba hélt Magic á floti með 19 stigum ásmat því að taka 12 fráköst. Chicago Bulls 98-94 Cleveland Cavaliers Bulls sótti sigur í Cleveland gegn Cavs. Með sigrinum styrkir Bulls stöðu sína fimmta sæti deildarinnar en tapið er frekar grátlegt fyrir Cavaliers þar sem þeir missa bílstjórasætið til Raptors um síðasta örugga sætið í úrslitakeppninni. Cavaliers er nú í sjöunda sæti og gæti neyðst til að fara í undankeppni fyrir úrslitakeppnina. Zach LaVine var stigahæsti leikmaður Bulls með 25 stig en Darius Garland var stigahæsti leikmaður vallarins með 28 stig fyrir Cavaliers. Indiana Pacers 91-131 Toronto Raptors Raptors áttu ekki í vandræðum með Pacers á heimavelli en leikurinn tafðist aðeins vegna þess að rýma þurfti höllina í hálfleik þegar það kviknaði í hátalara á vellinum. Leikurinn gat svo haldið áfram eftir að slökkviliðsmenn náðu að drepa eldinn. Raptors er eftir sigurinn komið í sjötta sæti austurdeildar á meðan Pacers er í 13. sæti. Pascal Siakam gerði 23 stig fyrir Raptors á meðan Oshae Brissett var stigahæstur hjá Pacers með 21 stig. San Antonio Spurs 107 - 103 New Orleans Pelicans Spurs unnu nauðsynlegan fjögurra stiga sigur á Pelicans. Þetta var síðasta innbyrðis viðureign liðanna en Spurs hefur unnið þrjá af fjórum leikjum. Pelicans er í 10. og síðasta sæti sem veitir þátttökurétt í undankeppni úrslitakeppnirnar en Spurs er í 11. sæti einum sigri á eftir Pelicans þegar átta leikir eru eftir af tímabilinu. Dejounte Murray var með þrefalda tvennu hjá Spurs. 15 stig, 11 fráköst og 13 stoðsendingar. CJ McCollum var stigahæsti leikmaður vallarins en hann gerði 32 stig fyrir Pelicans. Milwaukee Bucks 102-127 Memphis Grizzlies Grizzlies áttu ekki í vandræðum með meistara Bucks á heimavelli sínum í Memphis. Fimm leikmenn Grizzlies fóru yfir tveggja stafa tölu í stigaskori en stigahæstur þeirra var varamaðurinn De'Anthony Melton með 24 stig. Giannis Antetokounmpo var eins og oft áður allt í öllu í leik Bucks en Grikkinn gerði 30 stig og tók 11 fráköst. Bucks er nú dottið niður í fjórða sæti austurdeildar á eftir Celtics á meðan Grizzlies styrkir stöðu sína í öðru sæti vesturdeildarinnar. Oklahoma City Thunder 107-113 Denver Nuggets Það réði enginn við Nikola Jokić sem gerði 35 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í fimm stiga sigri Nuggets á Thunder. Theo Maledon var atkvæðamestur í liði Thunder með 20 stig. Nuggets er því áfram í sjötta sæti vesturdeildar sem gefur öruggt sæti í úrslitakeppninni. Liðið er þó einungis einum sigri á undan Timberwolves. Thunder er í 14. sæti vesturdeildarinnar. Houston Rockets 115-98 Portland Trail Blazers Eftir brösugt gengi og vera nánast fastir við botnsætið lengst af var Rockets að vinna sinn annan sigur í röð með 17 stiga sigri á Trail Blazers. Rockets er þó áfram í neðsta sæti vesturdeildarinnar en Trail Blazers eru þremur sætum ofar í því 12. Tapið hjá Trail Blazers í nótt var þeirra þriðja í röð og núna eru þeir fjórum sigrum frá 10. sætinu sem veitir þátttökurétt í undankeppni úrslitakeppninnar þegar átta leikir eru eftir. Varamaðurinn Alperen Sengun var stigahæsti leikmaður vallarins með 27 stig fyrir Rockets. Trendon Watford var besti leikmaður Trail Blazers með 15 stig og 10 fráköst.
NBA Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli