Alvarlegt að ráðherra rugli saman hugtökum Snorri Másson skrifar 27. mars 2022 13:51 Hafrún Elísa Sigurðarsdóttir er verkefnastjóri og sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Rauða krossinum. Rauði krossinn Sérfræðingur í skaðaminnkun telur alvarlegt að ráðherrar vilji eins og því er lýst halda áfram að refsa fólki fyrir neyslu eiturlyfja. Úrræðaleysi í málaflokknum eigi ekki að standa í vegi fyrir afglæpavæðingu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra velti því upp í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að ef slakað yrði verulega á löggjöf um fíkniefni kynni það að stórauka aðgengi að efnunum, og þannig valda þróun sem væri mjög óæskileg. Hann vilji fara mjög varlega í að segja að fíkniefni séu lögleg á Íslandi. Á sama tíma er heilbrigðisráðherra í hans ríkisstjórn með frumvarp í vinnslu um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna. Hart er brugðist við þessum ummælum ráðherra. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata segir á Twitter að þau afhjúpi vanþekkingu á málaflokknum. Hafrún Elísa Sigurðardóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Rauða krossnum, segir ráðherra rugla saman afglæpavæðingu og lögleiðingu. „Ég held að þetta sé mjög alvarlegt, að halda áfram að refsa fólki og eins og við sjáum hefur refsistefnan ekki neitt upp á sig og er bara hættuleg. Við viljum sjá breytingar á því,“ segir Hafrún Elísa. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur sagst vilja treysta meðferðarúrræði áður en ráðist verði í afglæpavæðingu. „Ég er alveg sammála að það er mikið úrræðaleysi í þessum málaflokki á Íslandi og ég er alveg sammála að það þurfi að bæta úrræðin, en ég held að það ætti ekki að þurfa að standa í vegi fyrir að við getum afglæpavætt neysluskammta,“ segir Hafrún. Hafrún mælir með því að ráðherrarnir ræði við fórnarlömb refsistefnunnar til að kynnast áhrifum hennar. „Ég myndi hvetja ráðherrana til að kynna sér aðeins skaðaminnkandi hugmyndafræði og gagnreynda þekkingu og rannsóknir annars staðar í heiminum þar sem afglæpavæðing hefur verið tekin upp,“ segir Hafrún Elísa. 1. Að lögleiða felur í sér að setja reglur utan um vímuefnin. Að afnema refsistefnu stjórnvalda gagnvart vímuefnanotendum felur ekki í sér regluvæðingu. Nú er Bjarni að fletta ofan af vanþekkingu sinni með því að rugla saman afglæpavæðingu og lögleiðingu.https://t.co/WzpZs9bunG— Halldóra Mogensen (@Halldoramog) March 26, 2022 Fíkniefnabrot Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra velti því upp í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að ef slakað yrði verulega á löggjöf um fíkniefni kynni það að stórauka aðgengi að efnunum, og þannig valda þróun sem væri mjög óæskileg. Hann vilji fara mjög varlega í að segja að fíkniefni séu lögleg á Íslandi. Á sama tíma er heilbrigðisráðherra í hans ríkisstjórn með frumvarp í vinnslu um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna. Hart er brugðist við þessum ummælum ráðherra. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata segir á Twitter að þau afhjúpi vanþekkingu á málaflokknum. Hafrún Elísa Sigurðardóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Rauða krossnum, segir ráðherra rugla saman afglæpavæðingu og lögleiðingu. „Ég held að þetta sé mjög alvarlegt, að halda áfram að refsa fólki og eins og við sjáum hefur refsistefnan ekki neitt upp á sig og er bara hættuleg. Við viljum sjá breytingar á því,“ segir Hafrún Elísa. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur sagst vilja treysta meðferðarúrræði áður en ráðist verði í afglæpavæðingu. „Ég er alveg sammála að það er mikið úrræðaleysi í þessum málaflokki á Íslandi og ég er alveg sammála að það þurfi að bæta úrræðin, en ég held að það ætti ekki að þurfa að standa í vegi fyrir að við getum afglæpavætt neysluskammta,“ segir Hafrún. Hafrún mælir með því að ráðherrarnir ræði við fórnarlömb refsistefnunnar til að kynnast áhrifum hennar. „Ég myndi hvetja ráðherrana til að kynna sér aðeins skaðaminnkandi hugmyndafræði og gagnreynda þekkingu og rannsóknir annars staðar í heiminum þar sem afglæpavæðing hefur verið tekin upp,“ segir Hafrún Elísa. 1. Að lögleiða felur í sér að setja reglur utan um vímuefnin. Að afnema refsistefnu stjórnvalda gagnvart vímuefnanotendum felur ekki í sér regluvæðingu. Nú er Bjarni að fletta ofan af vanþekkingu sinni með því að rugla saman afglæpavæðingu og lögleiðingu.https://t.co/WzpZs9bunG— Halldóra Mogensen (@Halldoramog) March 26, 2022
Fíkniefnabrot Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Sjá meira
Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51