Fótbolti

Hlín á skotskónum í Svíþjóð

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hlín Eiríksdóttir, hér fyrir miðju, skoraði eitt marka Pitea í stórsigri í dag.
Hlín Eiríksdóttir, hér fyrir miðju, skoraði eitt marka Pitea í stórsigri í dag. VÍSIR/VILHELM

Fimm íslenskar knattspyrnukonur voru í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Það var Íslendingaslagur í Kristianstad þar sem heimakonur, undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur, tóku á móti Kalmar. Skemmst er frá því að segja að Kristianstad vann öruggan 4-0 sigur.

Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan leikinn fyrir Kalmar en Amanda Andradóttir spilaði síðasta hálftímann fyrir Kristianstad.

Hlín Eiríksdóttir var í byrjunarliði Pitea og skoraði fyrsta mark liðsins í góðum 1-4 sigri á Djurgarden.

Diljá Ýr Zomers var í byrjunarliði Hacken sem gerði 1-1 jafntefli við Umea á meðan Berglind Rós Ágústsdóttir spilaði síðasta hálftíman þegar lið hennar, Örebro, tapaði 0-2 fyrir AIK.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×