Kristján hefur verið í lykilhlutverki í sóknarleik PAUC AIX sem er að berjast í toppbaráttu frönsku deildarinnar þó ofurlið PSG hafi örugga forystu í efsta sætinu.
Kristján Örn var markahæsti leikmaður liðsins með sex mörk þegar það gerði jafntefli við Chambery í dag, 26-26 en PAUC AIX leiddi með þremur mörkum í leikhléi, 15-12.
William Accambray var næstmarkahæstur með fimm mörk.
Kristján Örn og félagar í 3.sæti með 32 stig, einu stigi minna en Nantes sem er í 2.sæti.