Til í að gera málamiðlanir en vill hafa þjóðina með í ráðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. mars 2022 23:00 Selenskí Úkraínuforseti segir að allar hugmyndir um málamiðlanir eða hlutleysi Úkraínu þyrftu að fara í þjóðaratkvæði. UKRINFORM/ Ukrinform/Future Publishing via Getty Úkraínsk stjórnvöld eru tilbúin að skoða möguleikann á hlutleysi ríkisins og gera málamiðlanir varðandi yfirráð sín í Donbas, í austurhluta landsins, sem hluta af friðarviðræðum við Rússa. Þetta segir forseti Úkraínu, Volodímír Selenskí. Þetta kom fram í myndbandsávarpi Selenskí til rússneskra fjölmiðla, sem stjórnvöld í Rússlandi hafa þegar varað við því að verði fjallað um. Sagði forsetinn að hlutleysi Úkraínu og aðrar niðurstöður friðarviðræðna yrðu alltaf settar í þjóðaratkvæði áður en þeim yrði hrint í framkvæmd. „Tryggingar fyrir öryggi, hlutleysi og kjarnorkuhlutleysi. Við erum til í það,“ sagði Selenskí, en hann ávarpaði rússneska fjölmiðla á rússnesku. Segir Rússa vilja skipta landinu í tvennt Búist er við því að næsta lota friðarviðræðna ríkjanna tveggja, sem hingað til hafa ekki borið mikinn árangur, fari fram í Tyrklandi í vikunni. Skrifstofa Tyrklandsforseta, Receps Tayyip Erdogan, hefur kallað eftir vopnahléi og betri mannúðarskilyrðum í Úkraínu, en Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að koma í veg fyrir að matur, lyf og önnur hjálpargögn komist til stríðshrjáðra borga og bæja, sem þeir Rússaher situr í sumum tilfellum um. Þá hefur Kírílo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu Úkraínuhers, sagt að allt bendi til þess að markmið Vladimírs Pútín Rússlandsforseta með innrásinni sé að ná tökum á austurhluta Úkraínu og skipta landinu þar með í tvo hluta. „Þetta er raunar eins og að reyna að búa til Norður- og Suður-Kóreu í Úkraínu,“ hefur Reuters eftir Budanov. Þar vísar hann til skiptingarinnar á Kóreuskaga eftir síðari heimsstyrjöld. Munu ekki taka mark á neinni atkvæðagreiðslu Svo virðist sem Rússar einbeiti sér nú í auknum mæli að austurhluta Úkraínu, en Rússaher hefur enn ekki tekist að ná fullkominni stjórn á neinni stórborg Úkraínu. Aðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkraínu hafa barist við herinn þar í landi síðustu átta ár, eða frá innlimun Rússa á Krímskaga. Í Lugansk, sem er annað tveggja svæða í austurhluta Úkraínu sem Rússar hafa „viðurkennt sem sjálfstæð ríki“ hefur leiðtogi aðskilnaðarsinna þá lýst því yfir að á næstunni kynni að verða blásið til atkvæðagreiðslu um hvort sameinast ætti Rússlandi. Utanríkisráðuneyti Úkraínu segir hins vegar að hvers konar „falsatkvæðagreiðsla“ sem blásið yrði til á hernumdum svæðum Úkraínu yrði ekki tekin gild. Oleg Níkolenko, talsmaður ráðuneytisins, sagði á Twitter að ekkert ríki heims myndi viðurkenna „ofbeldisfulla breytingu á viðurkenndum landamærum Úkraínu.“ „Þess í stað mun Rússland standa frammi fyrir enn harðari alþjóðlegum viðbrögðum, sem munu einangra ríkið enn frekar.“ Vill fá hergögn sem ryðga inni í geymslu Selenskí Úkraínuforseti, sem hefur ítrekað komið inn á jákvæð samtöl sín við ýmsa vestræna leiðtoga og þakkað þeim stuðninginn í stríðinu við Rússa, kallar nú eftir því að Vesturlönd auki stuðning sinn við úkraínska herinn. Í ávarpi í gær sagði hann að ýmis hergögn sem gætu komið Úkraínuher að góðum notum sætu í geymslum NATO-ríkja og „söfnuðu ryki.“ Úkraína þyrfti aðeins einn hundraðshluta af þeim flugvélum sem NATO hafi yfir að ráða, og svipað hlutfall skriðdreka. Hingað til hafa vestræn ríki látið Úkraínu fá vopn til að granda skriðdrekum og herflugvélum, sem og ýmiskonar annan varnarbúnað. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tyrkland Vladimír Pútín Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Þetta kom fram í myndbandsávarpi Selenskí til rússneskra fjölmiðla, sem stjórnvöld í Rússlandi hafa þegar varað við því að verði fjallað um. Sagði forsetinn að hlutleysi Úkraínu og aðrar niðurstöður friðarviðræðna yrðu alltaf settar í þjóðaratkvæði áður en þeim yrði hrint í framkvæmd. „Tryggingar fyrir öryggi, hlutleysi og kjarnorkuhlutleysi. Við erum til í það,“ sagði Selenskí, en hann ávarpaði rússneska fjölmiðla á rússnesku. Segir Rússa vilja skipta landinu í tvennt Búist er við því að næsta lota friðarviðræðna ríkjanna tveggja, sem hingað til hafa ekki borið mikinn árangur, fari fram í Tyrklandi í vikunni. Skrifstofa Tyrklandsforseta, Receps Tayyip Erdogan, hefur kallað eftir vopnahléi og betri mannúðarskilyrðum í Úkraínu, en Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að koma í veg fyrir að matur, lyf og önnur hjálpargögn komist til stríðshrjáðra borga og bæja, sem þeir Rússaher situr í sumum tilfellum um. Þá hefur Kírílo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu Úkraínuhers, sagt að allt bendi til þess að markmið Vladimírs Pútín Rússlandsforseta með innrásinni sé að ná tökum á austurhluta Úkraínu og skipta landinu þar með í tvo hluta. „Þetta er raunar eins og að reyna að búa til Norður- og Suður-Kóreu í Úkraínu,“ hefur Reuters eftir Budanov. Þar vísar hann til skiptingarinnar á Kóreuskaga eftir síðari heimsstyrjöld. Munu ekki taka mark á neinni atkvæðagreiðslu Svo virðist sem Rússar einbeiti sér nú í auknum mæli að austurhluta Úkraínu, en Rússaher hefur enn ekki tekist að ná fullkominni stjórn á neinni stórborg Úkraínu. Aðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkraínu hafa barist við herinn þar í landi síðustu átta ár, eða frá innlimun Rússa á Krímskaga. Í Lugansk, sem er annað tveggja svæða í austurhluta Úkraínu sem Rússar hafa „viðurkennt sem sjálfstæð ríki“ hefur leiðtogi aðskilnaðarsinna þá lýst því yfir að á næstunni kynni að verða blásið til atkvæðagreiðslu um hvort sameinast ætti Rússlandi. Utanríkisráðuneyti Úkraínu segir hins vegar að hvers konar „falsatkvæðagreiðsla“ sem blásið yrði til á hernumdum svæðum Úkraínu yrði ekki tekin gild. Oleg Níkolenko, talsmaður ráðuneytisins, sagði á Twitter að ekkert ríki heims myndi viðurkenna „ofbeldisfulla breytingu á viðurkenndum landamærum Úkraínu.“ „Þess í stað mun Rússland standa frammi fyrir enn harðari alþjóðlegum viðbrögðum, sem munu einangra ríkið enn frekar.“ Vill fá hergögn sem ryðga inni í geymslu Selenskí Úkraínuforseti, sem hefur ítrekað komið inn á jákvæð samtöl sín við ýmsa vestræna leiðtoga og þakkað þeim stuðninginn í stríðinu við Rússa, kallar nú eftir því að Vesturlönd auki stuðning sinn við úkraínska herinn. Í ávarpi í gær sagði hann að ýmis hergögn sem gætu komið Úkraínuher að góðum notum sætu í geymslum NATO-ríkja og „söfnuðu ryki.“ Úkraína þyrfti aðeins einn hundraðshluta af þeim flugvélum sem NATO hafi yfir að ráða, og svipað hlutfall skriðdreka. Hingað til hafa vestræn ríki látið Úkraínu fá vopn til að granda skriðdrekum og herflugvélum, sem og ýmiskonar annan varnarbúnað.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tyrkland Vladimír Pútín Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira