Keflavík í leikmannaleit: Óvíst hversu mikið Nacho og Rúnar Þór verða með Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. mars 2022 18:00 Það er mikil vinna framundan hjá Sigurði Ragnari þó stutt sé í mót. Vísir/Hulda Margrét Keflavík er í óðaönn að leita að leikmönnum fyrir komandi átök í Bestu deild karla í knattspyrnu. Tímabilið hefst þann 18. apríl en þjálfari Keflavíkur telur að það vanti allavega tvo leikmenn til viðbótar í leikmannahóp liðsins. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, ræddi við Fótbolti.net um stöðu mála suður með sjó. Þar kom fram að spænski varnarmaðurinn Nacho Heras er enn frá vegna meiðsla og þá er alls óvíst hvort vinstri bakvörðurinn Rúnar Þór Sigurgeirsson verði með í sumar. „Við erum að skoða styrkingar, vonumst til að geta tilkynnt um eitthvað vonandi á næstu dögum. Við þurfum að stækka hópinn okkar. Við viljum bæði fá inn varnar- og kantmann, ekki verra ef leikmenn eru fjölhæfir,“ sagði Sigurður Ragnar meðal annars við Fótbolti.net í dag. Keflavík í leit að tveimur mönnum - Bónus ef Rúnar verður með í sumar https://t.co/9fLZ6VuqHW— Fótbolti.net (@Fotboltinet) March 28, 2022 Hann nefnir einnig að þar sem Keflavík hefur ekki sama fjármagn og mörg önnur lið í Bestu deildinni og því sé gott að fá inn fjölhæfa leikmenn. Varðandi meiðslin hjá Nacho þá er hann byrjaður að skokka en ekkert vitað um hvenær hann má snúa aftur til æfinga. Spænski varnarmaðurinn er með skemmdir í brjóski í hné sem er erfitt að eiga við. Rúnar Þór hefur svo verið að glíma við meiðsli í síðan um mitt síðasta ár. „Hann er að glíma við eitthvað á nárasvæðinu, var með beinmar og verið stífur á mjöðm,“ sagði Sigurður Ragnar um stöðuna á þessum öfluga vinstri bakverði. Ef hann myndi ná að spila í sumar yrði það bónus að mati þjálfarans. Marley Blair (til hægri) er ekki lengur leikmaður Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét Þá er Adam Árni Róbertsson einnig meiddur en ásamt þremenningunum þá hafa Marley Blair og Ástbjörn Þórðarson yfirgefið Keflavík frá því að síðustu leiktíð lauk. Því er Keflavík í leit að tveimur mönnum til að fylla skarð þeirra tveggja. Keflavík endaði í 10. sæti á síðustu leiktíð með 21 stig, einu stigi meira en HK sem féll með 20 stig. Keflavík fær verðugt verkefni í 1. umferð Bestu deildarinnar en liðið heimsækir þá Breiðablik. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Keflavík ÍF Besta deild karla Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, ræddi við Fótbolti.net um stöðu mála suður með sjó. Þar kom fram að spænski varnarmaðurinn Nacho Heras er enn frá vegna meiðsla og þá er alls óvíst hvort vinstri bakvörðurinn Rúnar Þór Sigurgeirsson verði með í sumar. „Við erum að skoða styrkingar, vonumst til að geta tilkynnt um eitthvað vonandi á næstu dögum. Við þurfum að stækka hópinn okkar. Við viljum bæði fá inn varnar- og kantmann, ekki verra ef leikmenn eru fjölhæfir,“ sagði Sigurður Ragnar meðal annars við Fótbolti.net í dag. Keflavík í leit að tveimur mönnum - Bónus ef Rúnar verður með í sumar https://t.co/9fLZ6VuqHW— Fótbolti.net (@Fotboltinet) March 28, 2022 Hann nefnir einnig að þar sem Keflavík hefur ekki sama fjármagn og mörg önnur lið í Bestu deildinni og því sé gott að fá inn fjölhæfa leikmenn. Varðandi meiðslin hjá Nacho þá er hann byrjaður að skokka en ekkert vitað um hvenær hann má snúa aftur til æfinga. Spænski varnarmaðurinn er með skemmdir í brjóski í hné sem er erfitt að eiga við. Rúnar Þór hefur svo verið að glíma við meiðsli í síðan um mitt síðasta ár. „Hann er að glíma við eitthvað á nárasvæðinu, var með beinmar og verið stífur á mjöðm,“ sagði Sigurður Ragnar um stöðuna á þessum öfluga vinstri bakverði. Ef hann myndi ná að spila í sumar yrði það bónus að mati þjálfarans. Marley Blair (til hægri) er ekki lengur leikmaður Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét Þá er Adam Árni Róbertsson einnig meiddur en ásamt þremenningunum þá hafa Marley Blair og Ástbjörn Þórðarson yfirgefið Keflavík frá því að síðustu leiktíð lauk. Því er Keflavík í leit að tveimur mönnum til að fylla skarð þeirra tveggja. Keflavík endaði í 10. sæti á síðustu leiktíð með 21 stig, einu stigi meira en HK sem féll með 20 stig. Keflavík fær verðugt verkefni í 1. umferð Bestu deildarinnar en liðið heimsækir þá Breiðablik. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Keflavík ÍF Besta deild karla Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira