Arnar: Verðum að hrósa Pétri þjálfara Vestra Árni Jóhannsson skrifar 28. mars 2022 21:20 Arnar var sáttur með góðan sigur. Vísir/Vilhelm Þjálfari Stjörnunnar, Arnar Guðjónsson, var að sjálfsögðu ánægður með sigur sinna manna í kvöld á Vestra 99-66 í Ásgarði. Ánægðastur var hann með að allir hafi getað fengið að spila í kvöld og að ungu strákarnir stóðu sig með mikilli prýði. Arnar var spurðu að því fyrst hvernig hann myndi meta þennan leik og um mikilvægi þess að geta hvílt sína helstu menn á löngum köflum í kvöld. „Mér fannst við fyrst og fremst varnarleikurinn í fyrri hálfleik góður en það gaf okkur forskot og svo voru ungu strákarnir flottir í kvöld og flott að fá liðsframmistöðu og að allir hafi komist á völlinn. Það var gaman að allir strákarnir sem eru á fullu allar æfingar fái að láta ljós sitt skína.“ Arnar vildi síðan koma að hrósi á kollega sinn hjá Vestra, Pétur Már Sigurðsson, sem hann vill meina að hafi gert mjög vel við erfiðar aðstæður í vetur. „Ég verð að koma því að að hrósa Pétri fyrir veturinn. Það er alltaf þannig að þegar við erum að tala um bestu þjálfarana og hverjir eru að þjálfa vel þá eru það þeir sem eru með bestu leikmennina. Hann er búinn að gera mjög vel í erfiðum aðstæðum fyrir vestan.“ „Liðið hans, þótt það hafi ekki átt góðan dag í dag, hefur gefið fullt af liðum góða leiki og er að gera gríðarlega vel með þetta lið í erfiðum aðstæðum en þeir eru að missa leikmenn út af fjárhagsástæðum. Liðið hans hefur heilt yfir hafa staðið sig mjög og það má skella smá hrósi á hann. Það er aldrei talað um þá sem eru í þessum aðstæðum og það er ekki auðvelt að þjálfa þegar þetta er svona.“ Þjálfari Stjörnunnar gat leyft sér eins og áður segir að hleypa öllum inn á völlinn í kvöld og var hann sérstaklega spurður út í Kristján Fannar Ingólfsson sem nýtti sínar mínútur einstaklega vel. Kristján skoraði 20 stig á 22 mínútum með 60% skotnýtingu. Arnar var spurður út í þennan efnilega leikmann. „Hann er bara strákur sem við höfum trú á. Það er ástæða fyrir því að við gerðum þriggja ára samning við hann. Hann er góður skotmaður og fínn íþróttamaður en við erum að reyna að færa hann í bakvörðin.“ „Hann hefur spilað stóran mann upp alla yngri flokka og byrjaði ekki að spila bakvörð fyrr en í fyrra. Við höfum trú á því að hann geti hjálpað okkur þegar fram líður. Það er undir honum komið að sinna vinnunni því við höldum að hann verði góður.“ Var eitthvað í leik Stjörnunnar sem þarf að laga að mati Arnars? „Nei ekki þannig. Við þurfum bara að halda áfram. Okkur fannst við hverfa dálítið frá okkar einkennum á móti Njarðvík eða kannski ekki frá okkar einkennum. Það sem við ætluðum að gera vel gerðum við ekki vel og það gerði okkur erfitt fyrir. Við þurfum bara að passa að við séum alltaf með okkar hluti á hreinu áður en við hugsum um andstæðingana.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Stjarnan Vestri Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Leik lokið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Sjá meira
Ánægðastur var hann með að allir hafi getað fengið að spila í kvöld og að ungu strákarnir stóðu sig með mikilli prýði. Arnar var spurðu að því fyrst hvernig hann myndi meta þennan leik og um mikilvægi þess að geta hvílt sína helstu menn á löngum köflum í kvöld. „Mér fannst við fyrst og fremst varnarleikurinn í fyrri hálfleik góður en það gaf okkur forskot og svo voru ungu strákarnir flottir í kvöld og flott að fá liðsframmistöðu og að allir hafi komist á völlinn. Það var gaman að allir strákarnir sem eru á fullu allar æfingar fái að láta ljós sitt skína.“ Arnar vildi síðan koma að hrósi á kollega sinn hjá Vestra, Pétur Már Sigurðsson, sem hann vill meina að hafi gert mjög vel við erfiðar aðstæður í vetur. „Ég verð að koma því að að hrósa Pétri fyrir veturinn. Það er alltaf þannig að þegar við erum að tala um bestu þjálfarana og hverjir eru að þjálfa vel þá eru það þeir sem eru með bestu leikmennina. Hann er búinn að gera mjög vel í erfiðum aðstæðum fyrir vestan.“ „Liðið hans, þótt það hafi ekki átt góðan dag í dag, hefur gefið fullt af liðum góða leiki og er að gera gríðarlega vel með þetta lið í erfiðum aðstæðum en þeir eru að missa leikmenn út af fjárhagsástæðum. Liðið hans hefur heilt yfir hafa staðið sig mjög og það má skella smá hrósi á hann. Það er aldrei talað um þá sem eru í þessum aðstæðum og það er ekki auðvelt að þjálfa þegar þetta er svona.“ Þjálfari Stjörnunnar gat leyft sér eins og áður segir að hleypa öllum inn á völlinn í kvöld og var hann sérstaklega spurður út í Kristján Fannar Ingólfsson sem nýtti sínar mínútur einstaklega vel. Kristján skoraði 20 stig á 22 mínútum með 60% skotnýtingu. Arnar var spurður út í þennan efnilega leikmann. „Hann er bara strákur sem við höfum trú á. Það er ástæða fyrir því að við gerðum þriggja ára samning við hann. Hann er góður skotmaður og fínn íþróttamaður en við erum að reyna að færa hann í bakvörðin.“ „Hann hefur spilað stóran mann upp alla yngri flokka og byrjaði ekki að spila bakvörð fyrr en í fyrra. Við höfum trú á því að hann geti hjálpað okkur þegar fram líður. Það er undir honum komið að sinna vinnunni því við höldum að hann verði góður.“ Var eitthvað í leik Stjörnunnar sem þarf að laga að mati Arnars? „Nei ekki þannig. Við þurfum bara að halda áfram. Okkur fannst við hverfa dálítið frá okkar einkennum á móti Njarðvík eða kannski ekki frá okkar einkennum. Það sem við ætluðum að gera vel gerðum við ekki vel og það gerði okkur erfitt fyrir. Við þurfum bara að passa að við séum alltaf með okkar hluti á hreinu áður en við hugsum um andstæðingana.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Stjarnan Vestri Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Leik lokið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Sjá meira