Segir Messi ekki vera að snúa aftur á Nývang Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. mars 2022 22:05 Lionel Messi er í dag leikmaður PSG. Shaun Botterill/Getty Images Joan Laporta, forseti spænska knattspyrnuliðsins Barcelona, segir ekkert til í þeim sögusögnum að Lionel Messi sé að snúa aftur í raðir Börsunga. Hinn 34 ára gamli Lionel Messi hefur þrátt fyrir að skora tvö mörk og leggja upp önnur 11 í aðeins 18 deildarleikjum ekki átt dagana sæla í París. Hann gekk í raðir franska stórliðsins París Saint-Germain síðasta sumar. Átti innkoma hans - og annarra magnaðra leikmanna - að lyfta félaginu á hærra plan og gera það líklegra til að vinna Meistaradeild Evrópu. Það tókst ekki og nú eru orðrómar farnir á kreik þess efnis að Messi gæti snúið aftur til Katalóníu. Mikil dramatík einkenndi félagaskipti Messi enda vildi hann hvorki fara né félagið losna við hann. Reglur spænska knattspyrnusambandsins gerðu það hins vegar að verkum að Börsungar gátu ekki haldið Messi vegna þeirra himinháu launa sem hann var á. Nú er staðan önnur þökk sé Laporta og þeim gríðarháu lánum sem félagið hefur tekið. Því hafa orðrómar farið á kreik um að Messi gæti snúið aftur. Laporta skaut þá orðróma hins vegar niður í útvarpsviðtali sem hann fór í. Joan Laporta og Xavi er sá síðarnefndi var tilkynntur sem þjálfari Barcelona fyrr á leiktíðinni.Pedro Salado/Getty Images „Það hafa engar samræður átt sér stað við Lionel Messi um mögulega endurkomu til Barcelona. Sannleikurinn er sá að við erum ekki að skoða þann möguleika. Leo er Leo, hann er bestur – en slíkur samningur er ekki í myndinni hjá okkur.“ „Ég hef ekki fengið nein skilaboð frá Messi né umboðsmanni hans um mögulega endurkomu. Nývangur verður samt allt heimili hans,“ bætti forsetinn við. Messi vann allt sem hægt var að vinna sem leikmaður Barcelona. Alls spilaði hann 778 mótsleiki fyrir félagið, í þeim skoraði hann 672 mörk og lagði upp 303 til viðbótar. Er það met sem verður seint og líklega aldrei slegið. Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Hinn 34 ára gamli Lionel Messi hefur þrátt fyrir að skora tvö mörk og leggja upp önnur 11 í aðeins 18 deildarleikjum ekki átt dagana sæla í París. Hann gekk í raðir franska stórliðsins París Saint-Germain síðasta sumar. Átti innkoma hans - og annarra magnaðra leikmanna - að lyfta félaginu á hærra plan og gera það líklegra til að vinna Meistaradeild Evrópu. Það tókst ekki og nú eru orðrómar farnir á kreik þess efnis að Messi gæti snúið aftur til Katalóníu. Mikil dramatík einkenndi félagaskipti Messi enda vildi hann hvorki fara né félagið losna við hann. Reglur spænska knattspyrnusambandsins gerðu það hins vegar að verkum að Börsungar gátu ekki haldið Messi vegna þeirra himinháu launa sem hann var á. Nú er staðan önnur þökk sé Laporta og þeim gríðarháu lánum sem félagið hefur tekið. Því hafa orðrómar farið á kreik um að Messi gæti snúið aftur. Laporta skaut þá orðróma hins vegar niður í útvarpsviðtali sem hann fór í. Joan Laporta og Xavi er sá síðarnefndi var tilkynntur sem þjálfari Barcelona fyrr á leiktíðinni.Pedro Salado/Getty Images „Það hafa engar samræður átt sér stað við Lionel Messi um mögulega endurkomu til Barcelona. Sannleikurinn er sá að við erum ekki að skoða þann möguleika. Leo er Leo, hann er bestur – en slíkur samningur er ekki í myndinni hjá okkur.“ „Ég hef ekki fengið nein skilaboð frá Messi né umboðsmanni hans um mögulega endurkomu. Nývangur verður samt allt heimili hans,“ bætti forsetinn við. Messi vann allt sem hægt var að vinna sem leikmaður Barcelona. Alls spilaði hann 778 mótsleiki fyrir félagið, í þeim skoraði hann 672 mörk og lagði upp 303 til viðbótar. Er það met sem verður seint og líklega aldrei slegið.
Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira