Nei eða já: Breytingum á klukkunni ákaft fagnað Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2022 08:31 Skiptar skoðanir voru á því hversu mikla virðingu Phoenix Suns ættu skilið. Stöð 2 Sport Það var nóg að tala um varðandi NBA-deildina í körfubolta í nýjasta þætti Lögmála leiksins í gærkvöld. Minnkandi tímamismunur á milli Íslands og Bandaríkjanna og meint virðingarleysi gagnvart Phoenix Suns var meðal annars til umræðu. Til stendur að festa sumartímann í Bandaríkjunum í sessi sem myndi hafa í för með sér að allan ársins hring yrði fjögurra klukkutíma mismunur á milli Íslands og austurstrandar Bandaríkjanna. Óhætt er að segja að þessar hugmyndir falli vel í kramið hjá NBA-áhugamönnum. „Frábærar fréttir fyrir alla sem fylgjast með NBA í Evrópu“ „Þetta eru frábærar fréttir fyrir alla sem fylgjast með NBA í Evrópu,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson og bætti við: „Ég veit ekki hversu oft ég hef bölvað úrslitunum yfir því að þau séu svona seint. Bara ef þau myndu byrja klukkan 12 í staðinn fyrir klukkan 1 myndi breyta mjög miklu. Ég fagna þessu og það er massívur meirihluti fyrir þessu í öldungadeildinni þannig að þetta er að fara í gegn.“ Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins - Nei eða já Meira var deilt um það hversu mikla virðingu Phoenix Suns ættu skilið eftir að hafa drottnað yfir deildarkeppninni í vetur. „Eiga meiri virðingu skilið“ „Þeir hafa ekki fengið virðinguna sem þeir eiga skilið fyrir að vera frábært „regular season“ lið í ár. Ég veit ekki af hverju það er,“ sagði Hörður Unnsteinsson. „Fólk er kannski orðið þreytt á að tala upp Chris Paul. Eitthvað með markaðinn í Phoenix. En þetta er langbesta liðið á þessu tímabili í „regular season“. Við getum rifist um hvort þeir séu líklegastir til að verða meistarar en þeir eiga meiri virðingu skilið en þeir hafa fengið frá skríbentum og okkur,“ sagði Hörður. Sérfræðingarnir ræddu einnig um D‘Angelo Russell, leikmann Minnesota Timberwolves, og það hvort að LA Clippers myndu leggja Úlfana að velli í umspilsleik en umræðuna alla má sjá hér að ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Lögmál leiksins Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Til stendur að festa sumartímann í Bandaríkjunum í sessi sem myndi hafa í för með sér að allan ársins hring yrði fjögurra klukkutíma mismunur á milli Íslands og austurstrandar Bandaríkjanna. Óhætt er að segja að þessar hugmyndir falli vel í kramið hjá NBA-áhugamönnum. „Frábærar fréttir fyrir alla sem fylgjast með NBA í Evrópu“ „Þetta eru frábærar fréttir fyrir alla sem fylgjast með NBA í Evrópu,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson og bætti við: „Ég veit ekki hversu oft ég hef bölvað úrslitunum yfir því að þau séu svona seint. Bara ef þau myndu byrja klukkan 12 í staðinn fyrir klukkan 1 myndi breyta mjög miklu. Ég fagna þessu og það er massívur meirihluti fyrir þessu í öldungadeildinni þannig að þetta er að fara í gegn.“ Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins - Nei eða já Meira var deilt um það hversu mikla virðingu Phoenix Suns ættu skilið eftir að hafa drottnað yfir deildarkeppninni í vetur. „Eiga meiri virðingu skilið“ „Þeir hafa ekki fengið virðinguna sem þeir eiga skilið fyrir að vera frábært „regular season“ lið í ár. Ég veit ekki af hverju það er,“ sagði Hörður Unnsteinsson. „Fólk er kannski orðið þreytt á að tala upp Chris Paul. Eitthvað með markaðinn í Phoenix. En þetta er langbesta liðið á þessu tímabili í „regular season“. Við getum rifist um hvort þeir séu líklegastir til að verða meistarar en þeir eiga meiri virðingu skilið en þeir hafa fengið frá skríbentum og okkur,“ sagði Hörður. Sérfræðingarnir ræddu einnig um D‘Angelo Russell, leikmann Minnesota Timberwolves, og það hvort að LA Clippers myndu leggja Úlfana að velli í umspilsleik en umræðuna alla má sjá hér að ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira