Bjarni boðar bjartari horfur sem aukið geti kaupmátt Heimir Már Pétursson skrifar 29. mars 2022 11:33 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir fyrirhyggju með stuðningi við heimili og fyrirtæki í kórónuveirufaraldrinum grundvöll fyrir viðsnúning í ríkisfjármálum og auknum hagvesti. Vísir/Vilhelm Bjartari efnahagshorfur eru boðaðar í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem kynnt var í morgun. Skuldir ríkissjóðs muni lækka verulega á tímabilinu og verðbólga komast að markmiðum Seðlabankans á þar næsta ári. Fjármálaráðherra segir fyrirhyggju í covid faraldrinum stuðla að áframhaldandi hagvexti. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar frá og með 2023 til 2027 í morgun sem endurspeglar hraðari efnahagsbata en sams konar áætlun sem birt var í fyrra og munar þar um 90 milljörðum á ári í betri stöðu ríkissjóðs. Bjarni segir stöðu íslenskra heimila og fyrirtækja sterka og skuldahorfur hins opinbera hafi stórbatnað. „Við erum að koma úr gríðarlega mikilli efnahagslægð. Þar sem við þurftum að beita ríkisfjármálum til að standa með fólki og til að standa með fyrirtækjum. Þannig að það væri eiginlega myndað skjól. Við vorum að verja opinberu þjónustuna og tryggja að við værum í stakk búin til að taka við okkur að nýju þegar áhrifa heimsfaraldursins hætti að gæta. Það finnst mér hafa tekist mjög vel,“ sagði Bjarni að lokinni kynningu í morgun. Fjármálaráðherra segir góðan hagvöxt á næstu árum og stöðuna á vinnumarkaði hjálpa til við að draga úr stuðningsaðgerðum vegna covid, auka framlög til ýmissra mála og lækkun skulda ríkissjóðs.Vísir/Vilhelm Náðst hafi að verja hag heimilianna og fyrirtækin væru farin að ráða til sín fólk. Spáð væri góðum hagvexti á næstu árum sem hefði mjög jákvæð áhrif á afkomu ríkissjóðs sem muni batna smám saman. Í stað þess að örva hagkerfið þurfi ríkissjóður að aðlaga sig að nýjum tíma og hætta að bæta við íhagkerfið. Smám saman verði náð jöfnuði í ríkisfjármálunum. „Góðu fréttirnar eru þær að það eru allar horfur á að hér verði hátt atvinnustig. Það eru forsendur fyrir því að hér verði vaxandi kaupmáttur á komandi árum. En til þess að þaðraungerist þarf að halda stíft við áætlun íopinberum fjármálum um að stöðva skuldasöfnun og vera ekki að örva þar sem engrar örvunar er þörf,“ segir fjármálaráðherra. Þá skipti máli að góð niðurstaða náist ávinnumarkaði í þeirri miklu samningalotu sem framundan væri í haust. „Ef að við bregðumst rétt við getum við á ný náð tökum á verðbólgunni, viðhaldið lágu vaxtastigi og horft bjartsýnum augum til framtíðar,“ segir Bjarni Benediktsson. Þetta verður að teljast nokkur bjartsýni þar sem verðbólga heldur áfram að aukast og mælist nú 6,7 prósent fyrir síðustu tólf mánuði og hefur ekki verið meiri frá árinu 2010. Samkvæmt fjármálaáætlun sem byggir á þjóðhagsspáHagstofunnar verður verðbólgan hins vegar minni á árinu í heild eða 5,9 prósent á þessu ári, 3,5 prósent á næsta ári og kemst nálægt 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans árið 2024. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun Ekki er gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. 29. mars 2022 11:03 Verðbólga ekki mælst meiri síðan 2010 Ársverðbólga mælist nú 6,7% en hún var 6,2% í febrúar. Hún hefur ekki mælst meiri síðan í maí 2010. 29. mars 2022 09:03 Horfur í ríkisrekstrinum batnað til muna Skuldahorfur hins opinbera hafa batnað og er gert ráð fyrir minni halla en áður var spáð vegna heimsfaraldursins. Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti nýja fjármálaáætlun fyrir árin 2023 til 2027 í morgun. 29. mars 2022 08:16 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar frá og með 2023 til 2027 í morgun sem endurspeglar hraðari efnahagsbata en sams konar áætlun sem birt var í fyrra og munar þar um 90 milljörðum á ári í betri stöðu ríkissjóðs. Bjarni segir stöðu íslenskra heimila og fyrirtækja sterka og skuldahorfur hins opinbera hafi stórbatnað. „Við erum að koma úr gríðarlega mikilli efnahagslægð. Þar sem við þurftum að beita ríkisfjármálum til að standa með fólki og til að standa með fyrirtækjum. Þannig að það væri eiginlega myndað skjól. Við vorum að verja opinberu þjónustuna og tryggja að við værum í stakk búin til að taka við okkur að nýju þegar áhrifa heimsfaraldursins hætti að gæta. Það finnst mér hafa tekist mjög vel,“ sagði Bjarni að lokinni kynningu í morgun. Fjármálaráðherra segir góðan hagvöxt á næstu árum og stöðuna á vinnumarkaði hjálpa til við að draga úr stuðningsaðgerðum vegna covid, auka framlög til ýmissra mála og lækkun skulda ríkissjóðs.Vísir/Vilhelm Náðst hafi að verja hag heimilianna og fyrirtækin væru farin að ráða til sín fólk. Spáð væri góðum hagvexti á næstu árum sem hefði mjög jákvæð áhrif á afkomu ríkissjóðs sem muni batna smám saman. Í stað þess að örva hagkerfið þurfi ríkissjóður að aðlaga sig að nýjum tíma og hætta að bæta við íhagkerfið. Smám saman verði náð jöfnuði í ríkisfjármálunum. „Góðu fréttirnar eru þær að það eru allar horfur á að hér verði hátt atvinnustig. Það eru forsendur fyrir því að hér verði vaxandi kaupmáttur á komandi árum. En til þess að þaðraungerist þarf að halda stíft við áætlun íopinberum fjármálum um að stöðva skuldasöfnun og vera ekki að örva þar sem engrar örvunar er þörf,“ segir fjármálaráðherra. Þá skipti máli að góð niðurstaða náist ávinnumarkaði í þeirri miklu samningalotu sem framundan væri í haust. „Ef að við bregðumst rétt við getum við á ný náð tökum á verðbólgunni, viðhaldið lágu vaxtastigi og horft bjartsýnum augum til framtíðar,“ segir Bjarni Benediktsson. Þetta verður að teljast nokkur bjartsýni þar sem verðbólga heldur áfram að aukast og mælist nú 6,7 prósent fyrir síðustu tólf mánuði og hefur ekki verið meiri frá árinu 2010. Samkvæmt fjármálaáætlun sem byggir á þjóðhagsspáHagstofunnar verður verðbólgan hins vegar minni á árinu í heild eða 5,9 prósent á þessu ári, 3,5 prósent á næsta ári og kemst nálægt 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans árið 2024.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun Ekki er gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. 29. mars 2022 11:03 Verðbólga ekki mælst meiri síðan 2010 Ársverðbólga mælist nú 6,7% en hún var 6,2% í febrúar. Hún hefur ekki mælst meiri síðan í maí 2010. 29. mars 2022 09:03 Horfur í ríkisrekstrinum batnað til muna Skuldahorfur hins opinbera hafa batnað og er gert ráð fyrir minni halla en áður var spáð vegna heimsfaraldursins. Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti nýja fjármálaáætlun fyrir árin 2023 til 2027 í morgun. 29. mars 2022 08:16 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun Ekki er gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. 29. mars 2022 11:03
Verðbólga ekki mælst meiri síðan 2010 Ársverðbólga mælist nú 6,7% en hún var 6,2% í febrúar. Hún hefur ekki mælst meiri síðan í maí 2010. 29. mars 2022 09:03
Horfur í ríkisrekstrinum batnað til muna Skuldahorfur hins opinbera hafa batnað og er gert ráð fyrir minni halla en áður var spáð vegna heimsfaraldursins. Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti nýja fjármálaáætlun fyrir árin 2023 til 2027 í morgun. 29. mars 2022 08:16