Sláandi að ekki sé brugðist frekar við mikilli verðbólgu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. mars 2022 13:49 Kristrún Frostadóttir kallar eftir sértækum aðgerðum vegna hækkandi verðbólgu. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingar segir sláandi að aðgerðir fyrir þá sem helst verða fyrir barðinu á mikilli verðbólgu séu ekki boðaðar í fjármálaætlun ríkisstjórnarinnar. Formaður Miðflokksins telur horft fram hjá þeim gríðarlegu áhrifum sem stríðið í Úkraínu muni hafa á efnahagslífið. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá hefur verðbólga ekki mælst meiri í yfir áratug og stendur í 6,7%. Verðbólguhorfur hafa versnað umtalsvert og óvissa er talin fram undan vegna átakanna í Úrkaínu að mati Hagstofunnar. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingar segir sláandi að ekki sé brugðist við þessu í fjármálaáætlun. „Það er að segja það er ekki gripið til sértækra aðgerða fyrir þá hópa sem verða mest fyrir barðinu á þessu, sem getur leitt af sér meiri kostnað fyrir ríkissjóð þegar líður á tímabil fjármálaáætlunar,“ segir Kristrún. Hún telur að beiti eigi barnabótakerfinu og vaxtabótum í auknum mæli. „Þetta getur verið lykilatriði fyrir sjálfbærni ríkissjóðs. Vegna þess að hættan er sú að ef verðbólgan fer af stað í haust með kjarasamningum, við fáum launahækkanir sem eru meiri en gert er ráð fyrir í þessari áætlun, sem eru ekki miklar hækkanir - að þá muni forsendur áætlunarinnar bresta.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins telur áætlunina ekki í samhengi við viðbúin áhrif átakanna. „Þessi þróun er held ég miklu ískyggilegri en ríkisstjórnin gerir sér grein fyrir,“ segir hann. „Ég nefni bara eitt dæmi; mér skilst að megnið af steypustyrktarjárni hafi verið flutt til landsins frá Hvíta-Rússlandi og sé að lokast fyrir það núna og gæti það haft gríðarleg áhrif á byggingamarkaðinn, fasteignamarkaðinn og möguleika á að byggja. Og þar var nú vandi fyrir,“ segir Sigmundur og bætir við að ástandið kalli á viðbrögð á öllum sviðum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir verðbólguna að miklu leyti heimatilbúinn vanda. „Ríkisstjórnin hefur farið í þensluhvetjandi aðgerðir og fyrir vikið hefur það aukið til dæmis greiðslubyrði almennings og ekki síst ungs fólks sem hefur verið að koma sér þaki yfir höfuðið.“ Þessu sé nú fram haldið. „Ég hefði viljað sjá aukið aðhald og meiri framtíðarsýn. Auðvitað byrjar ríkisstjórnin líka illa sjálf í útþenslu. Hún fjölgar ráðuneytum og eykur kostnað ríkisstjóð um tvo milljarða á kjörtímabilinu og fer í ýmsar aðrar þensluhvetjandi aðgerðir sem eru ekki beint uppbyggilegar fyrir ríkissjóð. Það og til viðbótar óvissan í kjarasamningum á komandi hausti - þetta er ekkert sérstök blanda,“ segir Þorgerður. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Borgarstjóri mjög undrandi og segir borgina ekki geta beðið Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segist vera mjög undrandi á því að ekkert sé minnst á þjóðarleikvanga í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hann segist munu leita skýringa og að fjárhæðir, sem borgin hafi lagt til hliðar vegna nýs þjóðarleikvangs, verði nýttir í nýtt íþróttahús fyrir Þrótt og Ármann í Laugardal, sé það raunin að ríkið hafi ákveðið fresta því að leggja fjármuni til nýrra þjóðarleikvanga. 29. mars 2022 12:26 Gera ráð fyrir 40% hærra olíuverði árið 2022 Í fjármálaáætlun fyrir árin 2023 til 2027 kemur fram að samkvæmt grunnspá sé gert ráð fyrir að olíuverð í ár verði að meðaltali um 40% hærra en í fyrra. 29. mars 2022 11:45 Bjarni boðar bjartari horfur sem aukið geti kaupmátt Bjartari efnahagshorfur eru boðaðar í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem kynnt var í morgun. Skuldir ríkissjóðs muni lækka verulega á tímabilinu og verðbólga komast að markmiðum Seðlabankans á þar næsta ári. Fjármálaráðherra segir fyrirhyggju í covid faraldrinum stuðla að áframhaldandi hagvexti. 29. mars 2022 11:33 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira
Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá hefur verðbólga ekki mælst meiri í yfir áratug og stendur í 6,7%. Verðbólguhorfur hafa versnað umtalsvert og óvissa er talin fram undan vegna átakanna í Úrkaínu að mati Hagstofunnar. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingar segir sláandi að ekki sé brugðist við þessu í fjármálaáætlun. „Það er að segja það er ekki gripið til sértækra aðgerða fyrir þá hópa sem verða mest fyrir barðinu á þessu, sem getur leitt af sér meiri kostnað fyrir ríkissjóð þegar líður á tímabil fjármálaáætlunar,“ segir Kristrún. Hún telur að beiti eigi barnabótakerfinu og vaxtabótum í auknum mæli. „Þetta getur verið lykilatriði fyrir sjálfbærni ríkissjóðs. Vegna þess að hættan er sú að ef verðbólgan fer af stað í haust með kjarasamningum, við fáum launahækkanir sem eru meiri en gert er ráð fyrir í þessari áætlun, sem eru ekki miklar hækkanir - að þá muni forsendur áætlunarinnar bresta.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins telur áætlunina ekki í samhengi við viðbúin áhrif átakanna. „Þessi þróun er held ég miklu ískyggilegri en ríkisstjórnin gerir sér grein fyrir,“ segir hann. „Ég nefni bara eitt dæmi; mér skilst að megnið af steypustyrktarjárni hafi verið flutt til landsins frá Hvíta-Rússlandi og sé að lokast fyrir það núna og gæti það haft gríðarleg áhrif á byggingamarkaðinn, fasteignamarkaðinn og möguleika á að byggja. Og þar var nú vandi fyrir,“ segir Sigmundur og bætir við að ástandið kalli á viðbrögð á öllum sviðum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir verðbólguna að miklu leyti heimatilbúinn vanda. „Ríkisstjórnin hefur farið í þensluhvetjandi aðgerðir og fyrir vikið hefur það aukið til dæmis greiðslubyrði almennings og ekki síst ungs fólks sem hefur verið að koma sér þaki yfir höfuðið.“ Þessu sé nú fram haldið. „Ég hefði viljað sjá aukið aðhald og meiri framtíðarsýn. Auðvitað byrjar ríkisstjórnin líka illa sjálf í útþenslu. Hún fjölgar ráðuneytum og eykur kostnað ríkisstjóð um tvo milljarða á kjörtímabilinu og fer í ýmsar aðrar þensluhvetjandi aðgerðir sem eru ekki beint uppbyggilegar fyrir ríkissjóð. Það og til viðbótar óvissan í kjarasamningum á komandi hausti - þetta er ekkert sérstök blanda,“ segir Þorgerður.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Borgarstjóri mjög undrandi og segir borgina ekki geta beðið Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segist vera mjög undrandi á því að ekkert sé minnst á þjóðarleikvanga í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hann segist munu leita skýringa og að fjárhæðir, sem borgin hafi lagt til hliðar vegna nýs þjóðarleikvangs, verði nýttir í nýtt íþróttahús fyrir Þrótt og Ármann í Laugardal, sé það raunin að ríkið hafi ákveðið fresta því að leggja fjármuni til nýrra þjóðarleikvanga. 29. mars 2022 12:26 Gera ráð fyrir 40% hærra olíuverði árið 2022 Í fjármálaáætlun fyrir árin 2023 til 2027 kemur fram að samkvæmt grunnspá sé gert ráð fyrir að olíuverð í ár verði að meðaltali um 40% hærra en í fyrra. 29. mars 2022 11:45 Bjarni boðar bjartari horfur sem aukið geti kaupmátt Bjartari efnahagshorfur eru boðaðar í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem kynnt var í morgun. Skuldir ríkissjóðs muni lækka verulega á tímabilinu og verðbólga komast að markmiðum Seðlabankans á þar næsta ári. Fjármálaráðherra segir fyrirhyggju í covid faraldrinum stuðla að áframhaldandi hagvexti. 29. mars 2022 11:33 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira
Borgarstjóri mjög undrandi og segir borgina ekki geta beðið Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segist vera mjög undrandi á því að ekkert sé minnst á þjóðarleikvanga í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hann segist munu leita skýringa og að fjárhæðir, sem borgin hafi lagt til hliðar vegna nýs þjóðarleikvangs, verði nýttir í nýtt íþróttahús fyrir Þrótt og Ármann í Laugardal, sé það raunin að ríkið hafi ákveðið fresta því að leggja fjármuni til nýrra þjóðarleikvanga. 29. mars 2022 12:26
Gera ráð fyrir 40% hærra olíuverði árið 2022 Í fjármálaáætlun fyrir árin 2023 til 2027 kemur fram að samkvæmt grunnspá sé gert ráð fyrir að olíuverð í ár verði að meðaltali um 40% hærra en í fyrra. 29. mars 2022 11:45
Bjarni boðar bjartari horfur sem aukið geti kaupmátt Bjartari efnahagshorfur eru boðaðar í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem kynnt var í morgun. Skuldir ríkissjóðs muni lækka verulega á tímabilinu og verðbólga komast að markmiðum Seðlabankans á þar næsta ári. Fjármálaráðherra segir fyrirhyggju í covid faraldrinum stuðla að áframhaldandi hagvexti. 29. mars 2022 11:33
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent