Segja verkefnastjórn og yfirsýn hafa brugðist við tilfærslu skimunar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. mars 2022 17:09 Starfshópurinn segir ljóst að heilbrigðiskerfið sé viðkvæmt gagnvart breytingum og endurskipulagningu og því hefði þurft að vanda sérstaklega vel til verka. Vísir/Getty Yfirsýn og verkefnastjórn hjá heilbrigðisráðuneytinu brást þegar framkvæmd leghálsskimunar var færð úr höndum Krabbameinsfélags Íslands og til nýrrar Samhæfingarmiðstöðvar krabbameina á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps Læknafélags Íslands sem fjallar um breytingar á skipulagi og framkvæmd leghálskrabbameinsskimunar. Starfshópurinn fór yfir aðdraganda breytingarinnar en ekki er ofsögum sagt að heilbrigðisyfirvöld fái falleinkunn í skýrslunni. Starfshópurinn segir ljóst að heilbrigðiskerfið sé viðkvæmt gagnvart breytingum og endurskipulagningu og því hefði þurft að vanda sérstaklega vel til verka. Hópurinn segir að verulega hafi skort á víðtæku samráði og undirbúningi sem tilfærsla starfseminnar hefði kallað á. Tímasett verk- og kostnaðaráætlun hafi þá ekki verið gerð af hálfu forsvarsaðila hvorki heilsugæslu né heilbrigðisráðuneytisins. Breytingunum hafi þá verið stýrt af fáeinum starfsmönnum nýrrar Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimunar. Staðsetning, stjórnun og utanumhald hafi þá markast af skammtímalausnum innan heilsugæslunnar. Umtalsverð óvissa hafi því skapast vegna allra þeirra þátta ferlisins sem ekki hafði verið hugsað fyrir. Langur tími hafi til að mynda liðið á árinu 2021 þar til margar konur fengu svör um niðurstöðu skimunar. Ekki var gert áhættumat á því hvar veika punkta gæti verið að finna í yfirfærsluferlinu og ekki gert ráð fyrir tímabili þar sem bæði kerfin yrðu keyrð samtímis til að tryggja samfellu og að nýtt kerfi virkaði sem skyldi. Starfshópurinn segir að kostnaðaráætlun hafi verið ófullkomin og að ekki hafi verið gætt með réttum hætti að persónuvernd við flutning íslenskra lífsýna erlendis. Loks er það álit starfshópsins að stjórnunaraðilum í heilbrigðismálum landsins hefði mátt vera ljóst að þörf væri á vönduðum undirbúningi og lengri tíma fyrir svo umfangsmikið verkefni til að ekki yrði rof á þjónustu sem þegar var til staðar í gegnum leitarstarf Krabbameinsfélagsins. Starfshópurinn fer fram á það að atburðarás, líkt og þessi, endurtaki sig ekki þegar gera á umfangsmiklar breytingar í heilbrigðiskerfinu í framtíðinni. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Krabbameinsfélagið greiðir konu með banvænt krabbamein tugi milljóna Kona sem greindist með banvænt krabbamein fær greiddar tugi milljóna króna í bætur frá Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við leghálsskimun. Þegar meinið loks uppgötvaðist var það ekki lengur skurðtækt. 9. desember 2021 23:00 Landlæknir áréttaði við heilsugæsluna að láta konur njóta vafans Öll leghálssýni sem fyrst voru sett til hliðar vegna gruns um ofskimum voru á endanum send til rannsóknar í Danmörku. Örfá einkennasýni voru þeirra á meðal. Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnum sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sendi Embætti landlæknis í sumar og svörum þeirra við fyrirspurnum Vísis. 29. október 2021 07:30 Konur sem fóru í skimun í mars bíða enn svara Þær konur sem beðið hafa lengst eftir svörum vegna leghálsskimunar hafa beðið meira en fjóra mánuði. Konur sem fóru í skimun í lok mars eiga enn eftir að fá niðurstöðu. Þetta kemur fram í svörum Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Vísis. 16. ágúst 2021 06:33 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps Læknafélags Íslands sem fjallar um breytingar á skipulagi og framkvæmd leghálskrabbameinsskimunar. Starfshópurinn fór yfir aðdraganda breytingarinnar en ekki er ofsögum sagt að heilbrigðisyfirvöld fái falleinkunn í skýrslunni. Starfshópurinn segir ljóst að heilbrigðiskerfið sé viðkvæmt gagnvart breytingum og endurskipulagningu og því hefði þurft að vanda sérstaklega vel til verka. Hópurinn segir að verulega hafi skort á víðtæku samráði og undirbúningi sem tilfærsla starfseminnar hefði kallað á. Tímasett verk- og kostnaðaráætlun hafi þá ekki verið gerð af hálfu forsvarsaðila hvorki heilsugæslu né heilbrigðisráðuneytisins. Breytingunum hafi þá verið stýrt af fáeinum starfsmönnum nýrrar Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimunar. Staðsetning, stjórnun og utanumhald hafi þá markast af skammtímalausnum innan heilsugæslunnar. Umtalsverð óvissa hafi því skapast vegna allra þeirra þátta ferlisins sem ekki hafði verið hugsað fyrir. Langur tími hafi til að mynda liðið á árinu 2021 þar til margar konur fengu svör um niðurstöðu skimunar. Ekki var gert áhættumat á því hvar veika punkta gæti verið að finna í yfirfærsluferlinu og ekki gert ráð fyrir tímabili þar sem bæði kerfin yrðu keyrð samtímis til að tryggja samfellu og að nýtt kerfi virkaði sem skyldi. Starfshópurinn segir að kostnaðaráætlun hafi verið ófullkomin og að ekki hafi verið gætt með réttum hætti að persónuvernd við flutning íslenskra lífsýna erlendis. Loks er það álit starfshópsins að stjórnunaraðilum í heilbrigðismálum landsins hefði mátt vera ljóst að þörf væri á vönduðum undirbúningi og lengri tíma fyrir svo umfangsmikið verkefni til að ekki yrði rof á þjónustu sem þegar var til staðar í gegnum leitarstarf Krabbameinsfélagsins. Starfshópurinn fer fram á það að atburðarás, líkt og þessi, endurtaki sig ekki þegar gera á umfangsmiklar breytingar í heilbrigðiskerfinu í framtíðinni.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Krabbameinsfélagið greiðir konu með banvænt krabbamein tugi milljóna Kona sem greindist með banvænt krabbamein fær greiddar tugi milljóna króna í bætur frá Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við leghálsskimun. Þegar meinið loks uppgötvaðist var það ekki lengur skurðtækt. 9. desember 2021 23:00 Landlæknir áréttaði við heilsugæsluna að láta konur njóta vafans Öll leghálssýni sem fyrst voru sett til hliðar vegna gruns um ofskimum voru á endanum send til rannsóknar í Danmörku. Örfá einkennasýni voru þeirra á meðal. Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnum sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sendi Embætti landlæknis í sumar og svörum þeirra við fyrirspurnum Vísis. 29. október 2021 07:30 Konur sem fóru í skimun í mars bíða enn svara Þær konur sem beðið hafa lengst eftir svörum vegna leghálsskimunar hafa beðið meira en fjóra mánuði. Konur sem fóru í skimun í lok mars eiga enn eftir að fá niðurstöðu. Þetta kemur fram í svörum Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Vísis. 16. ágúst 2021 06:33 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Krabbameinsfélagið greiðir konu með banvænt krabbamein tugi milljóna Kona sem greindist með banvænt krabbamein fær greiddar tugi milljóna króna í bætur frá Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við leghálsskimun. Þegar meinið loks uppgötvaðist var það ekki lengur skurðtækt. 9. desember 2021 23:00
Landlæknir áréttaði við heilsugæsluna að láta konur njóta vafans Öll leghálssýni sem fyrst voru sett til hliðar vegna gruns um ofskimum voru á endanum send til rannsóknar í Danmörku. Örfá einkennasýni voru þeirra á meðal. Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnum sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sendi Embætti landlæknis í sumar og svörum þeirra við fyrirspurnum Vísis. 29. október 2021 07:30
Konur sem fóru í skimun í mars bíða enn svara Þær konur sem beðið hafa lengst eftir svörum vegna leghálsskimunar hafa beðið meira en fjóra mánuði. Konur sem fóru í skimun í lok mars eiga enn eftir að fá niðurstöðu. Þetta kemur fram í svörum Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Vísis. 16. ágúst 2021 06:33