Fleiri greinst með Covid í Kína það sem af er ári en allt árið 2021 Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. mars 2022 11:35 Útgöngubann er nú í gildi í Shanghai en um þriðjungur íbúa borgarinnar hefur þegar farið í skimun frá því að tilfellum tók að fjölga. AP/Chen Si Yfir hundrað milljón tilfelli kórónuveirusmits hafa nú greinst í Asíu en faraldurinn er í mikilli uppsveiflu í álfunni um þessar mundir vegna undirafbrigðis ómíkron, BA.2. Yfirvöld í Kína hafa gripið til aðgerða til að hemja útbreiðsluna, þar á meðal í Shanghai þar sem útgöngubann er í gildi. Að því er kemur fram í frétt Reuters um málið greinast nú um milljón tilfelli á tveggja daga fresti, langflest þeirra í Suður-Kóreu. Að meðaltali látast um þrjú hundruð manns á dag vegna Covid í Suður-Kóreu og hefur líkbrennslustöðum verið gert að starfa lengur að beiðni yfirvalda. Faraldurinn er sömuleiðis í uppsveiflu í Kína en landið hefur komið tiltölulega vel út úr fyrri bylgjum faraldursins með því að beita útgöngubönnum og víðtækum skimunum. Það sem af er ári hafa rúmlega 45 þúsund tilfelli greinst í Kína, fleiri tilfelli en greindust allt árið 2021. Enn er um tiltölulega fá tilfelli að ræða en kínversk yfirvöld hafa áður gripið til aðgerða að minna tilefni. Tilkynnt var um útgöngubann í Shanghai á dögunum vegna veirunnar en um 26 milljón manns búa í borginni. Víðtækum skimunum hefur verið beitt en rúmlega níu milljón manns höfðu farið í sýnatöku í dag. Þá hafa byggingarhúsnæði, íbúðir og fjölfarnir staðir verið sótthreinsaðar til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Tilfellum hefur fjölgað hratt í borginni og byrjuðu yfirvöld þar í landi á því að loka nokkrum svæðum í vesturhluta Shanghai í morgun, tveimur dögum á undan áætlun. Svæðum í austurhluta borgarinnar hefur verið lokað frá því á mánudag. Ljóst er að lokanirnar í Shanghai munu hafa töluverð áhrif á efnahag Kína en yfirvöld í borginni hafa tilkynnt um skattendurgreiðslu, niðurgreidda leigu og tímabundin lán til fyrirtækja, að því er kemur fram í frétt AP um málið. Kína Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sex milljón látist á heimsvísu vegna Covid-19 Staðfest dauðsföll af völdum kórónuveirunnar eru nú orðin yfir sex milljón frá upphafi faraldursins, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans. 7. mars 2022 15:16 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Að því er kemur fram í frétt Reuters um málið greinast nú um milljón tilfelli á tveggja daga fresti, langflest þeirra í Suður-Kóreu. Að meðaltali látast um þrjú hundruð manns á dag vegna Covid í Suður-Kóreu og hefur líkbrennslustöðum verið gert að starfa lengur að beiðni yfirvalda. Faraldurinn er sömuleiðis í uppsveiflu í Kína en landið hefur komið tiltölulega vel út úr fyrri bylgjum faraldursins með því að beita útgöngubönnum og víðtækum skimunum. Það sem af er ári hafa rúmlega 45 þúsund tilfelli greinst í Kína, fleiri tilfelli en greindust allt árið 2021. Enn er um tiltölulega fá tilfelli að ræða en kínversk yfirvöld hafa áður gripið til aðgerða að minna tilefni. Tilkynnt var um útgöngubann í Shanghai á dögunum vegna veirunnar en um 26 milljón manns búa í borginni. Víðtækum skimunum hefur verið beitt en rúmlega níu milljón manns höfðu farið í sýnatöku í dag. Þá hafa byggingarhúsnæði, íbúðir og fjölfarnir staðir verið sótthreinsaðar til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Tilfellum hefur fjölgað hratt í borginni og byrjuðu yfirvöld þar í landi á því að loka nokkrum svæðum í vesturhluta Shanghai í morgun, tveimur dögum á undan áætlun. Svæðum í austurhluta borgarinnar hefur verið lokað frá því á mánudag. Ljóst er að lokanirnar í Shanghai munu hafa töluverð áhrif á efnahag Kína en yfirvöld í borginni hafa tilkynnt um skattendurgreiðslu, niðurgreidda leigu og tímabundin lán til fyrirtækja, að því er kemur fram í frétt AP um málið.
Kína Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sex milljón látist á heimsvísu vegna Covid-19 Staðfest dauðsföll af völdum kórónuveirunnar eru nú orðin yfir sex milljón frá upphafi faraldursins, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans. 7. mars 2022 15:16 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Sex milljón látist á heimsvísu vegna Covid-19 Staðfest dauðsföll af völdum kórónuveirunnar eru nú orðin yfir sex milljón frá upphafi faraldursins, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans. 7. mars 2022 15:16
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent