Óli Björn storkar stjórnarandstöðunni Jakob Bjarnar skrifar 30. mars 2022 14:22 Óli Björn lætur sig ekki muna um að höggva í sömu knérunn og Sigurður Ingi innviðaráðherra og saka stjórnarandstöðuna, allt að því hæðnislega, að vera dragbítur á störf þingsins með misgáfulegum málfundaæfingum sínum. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins nýr stjórnarandstöðunni því um nasir í grein í Morgunblaðinu í morgun að hún stundi málþóf og því sé þingið í hægagangi. „Yfirbragð þingstarfa síðustu vikur hefur í besta falli verið sérkennilegt og líklega ekki til þess fallið að auka traust eða virðingu þingsins,“ segir Óli Björn í grein sinni. Og hann heldur áfram að væna stjórnarandstöðuna um að vera til vandræða: Mismerkilegur málflutningur „Í yfirstandandi mánuði hafa þingmenn stjórnarnandstöðunnar talið nauðsynlegt að taka nokkur hundruð sinnum til máls vegna fundarstjórnar forseta – ekki til að ræða um form líkt og þingsköp mæla fyrir heldur um efni máls. Grein Óla Björns, sem finna má í Morgunblaðinu í dag, hefur þegar valdið ólgu meðal stjórnarandstöðuþingmanna. Sem kemur Óla Birni líkast til ekki á óvart.skjáskot Og þeir hafa verið duglegir að spjalla við hvern annan í andsvörum, milli þess sem þeir endurtaka efnislega ræður hvers annars í umræðum um þingmál sem vissulega skipta land og þjóð misjafnlega miklu,“ segir Óli Björn. Þessi grein mun svo verða tekin til umræðu í liðnum Um fundarstjórn á þinginu nú á eftir. Óli Björn heggur þarna í sömu knérunn og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. En í gær voru harðar umræður á þinginu um hliðstæðar ásakanir hans. Þau orð ráðherra fóru öfugt ofan í þingmenn stjórnarandstöðunnar, leiddu til uppnáms á þinginu og nú skvettir Óli Björn olíu á þann eld. Frumvörp sitja föst vegna mismerkilegra málfundaæfinga „Þinghaldið allt er því í hægagangi,“ segir Óli Björn sem fullyrðir í grein sinni að svo sé það í hugum stjórnarþingmanna; að mismerkilegar málfundaæfingar stjórnarandstöðunnar séu dragbítur á ýmislegt það sem til framfara horfi fyrir land og þjóð. „Tugir stjórnarmála bíða umræðu. Mörg hafa verið á dagskrá þingsins dögum saman án þess að ráðherrar hafi fengið tækifæri til að mæla fyrir þeim. Efnisleg umræða fer ekki fram, frumvörp og þingsályktunartillögur komast ekki til nefnda og því ekki send út til umsagnar. Misjafnlega merkilegar málfundaæfingar í þingsal halda hins vegar áfram,“ segir Óli Björn. Alþingi Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Sjá meira
„Yfirbragð þingstarfa síðustu vikur hefur í besta falli verið sérkennilegt og líklega ekki til þess fallið að auka traust eða virðingu þingsins,“ segir Óli Björn í grein sinni. Og hann heldur áfram að væna stjórnarandstöðuna um að vera til vandræða: Mismerkilegur málflutningur „Í yfirstandandi mánuði hafa þingmenn stjórnarnandstöðunnar talið nauðsynlegt að taka nokkur hundruð sinnum til máls vegna fundarstjórnar forseta – ekki til að ræða um form líkt og þingsköp mæla fyrir heldur um efni máls. Grein Óla Björns, sem finna má í Morgunblaðinu í dag, hefur þegar valdið ólgu meðal stjórnarandstöðuþingmanna. Sem kemur Óla Birni líkast til ekki á óvart.skjáskot Og þeir hafa verið duglegir að spjalla við hvern annan í andsvörum, milli þess sem þeir endurtaka efnislega ræður hvers annars í umræðum um þingmál sem vissulega skipta land og þjóð misjafnlega miklu,“ segir Óli Björn. Þessi grein mun svo verða tekin til umræðu í liðnum Um fundarstjórn á þinginu nú á eftir. Óli Björn heggur þarna í sömu knérunn og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. En í gær voru harðar umræður á þinginu um hliðstæðar ásakanir hans. Þau orð ráðherra fóru öfugt ofan í þingmenn stjórnarandstöðunnar, leiddu til uppnáms á þinginu og nú skvettir Óli Björn olíu á þann eld. Frumvörp sitja föst vegna mismerkilegra málfundaæfinga „Þinghaldið allt er því í hægagangi,“ segir Óli Björn sem fullyrðir í grein sinni að svo sé það í hugum stjórnarþingmanna; að mismerkilegar málfundaæfingar stjórnarandstöðunnar séu dragbítur á ýmislegt það sem til framfara horfi fyrir land og þjóð. „Tugir stjórnarmála bíða umræðu. Mörg hafa verið á dagskrá þingsins dögum saman án þess að ráðherrar hafi fengið tækifæri til að mæla fyrir þeim. Efnisleg umræða fer ekki fram, frumvörp og þingsályktunartillögur komast ekki til nefnda og því ekki send út til umsagnar. Misjafnlega merkilegar málfundaæfingar í þingsal halda hins vegar áfram,“ segir Óli Björn.
Alþingi Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Sjá meira