Sveindís Jane hlaðin lofi eftir frábæra frammistöðu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2022 09:01 Varnarlína Arsenal eyddi löngum stundum á rassinum í von um að stöðva Sveindísi Jane. Boris Streubel/Getty Images Sveindís Jane Jónsdóttir nýtti heldur betur tækifærið er hún byrjaði stórleik Wolfsburg og Arsenal í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hún lagði upp bæði mörk Wolfsburg í 2-0 sigri og átti risastóran þátt í að liðið er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Það er hægt að byrja illa, það er hægt að byrja með látum og svo er hægt að byrja eins og Sveindís Jane Jónsdóttir byrjar þegar hún fær tækifæri í byrjunarliði Wolfsburg. Eftir að hafa verið á láni hjá Kristianstad í Svíþjóð þá er Sveindís Jane loks mætt til Þýskalands en þýska stórliðið Wolfsburg festi kaup á henni í desember árið 2020. Hún byrjaði sinn fyrsta leik í þýsku úrvalsdeildinni á dögunum er Wolfsburg vann 5-1 sigur á Köln. Skoraði hún þar tvö mörk og sýndi almennt lipra takta. Fimmtudaginn 31. mars byrjaði hún svo sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu. Ekki var um neinn smáleik að ræða þar sem liðið mætti Arsenal í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli og því allt galopið fyrir síðari leik liðanna. Ef Sveindís Jane hafði nýtt tækifærið vel gegn Köln þá gerði hún gott betur gegn Arsenal. Hún endaði á að leggja upp bæði mörk liðsins í 2-0 sigri og eiga þar með risastóran þátt í því að Wolfsburg er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar gegn Barcelona, besta liði heims um þessar mundir. Samfélagsmiðlar loguðu eftir frammistöðu Sveindísar gegn stórliði Arsenal og þá var eðlilega ritað um frammistöðu hennar á miðlum sem fjölluðu um leikinn. Hér að neðan má sjá brot af því besta. Sveindís Jane hefði átt að vera valin maður leiksins að matri flestra, ekki bara Íslendinga. I honestly wouldn t have awarded any of these player of the match , Sveindís Jane Jónsdóttir easily Wolfsburg s most effective player and Ada is top but Catarina Macario for me was their best player tonight. https://t.co/TE0hdRiqOz— Josh Bunting (@Buntingfootball) March 31, 2022 Varnarmenn Arsenal verða með martraðir næstu vikur. Sveindís Jónsdóttir been givin Arsenal defenders HELL all match pic.twitter.com/elWP0zh8Ol— HAPPY BLACK HISTORY FOREVER (@DiasporaUtdPod) March 31, 2022 Einstök Sveindís Jane Jónsdóttir. SHE IS SPECIAL!!! https://t.co/sUbYAGHlTG— Game Chongers In Paris - Openly Vaxxed (@SouthernSylvs) March 31, 2022 Stjarna framtíðarinnar. Sveindis Jane Jonsdottir is going to be a star of the future already having such a bright start to her VfL Wolfsburg career. #WOBARS #UWCL— Women's Football Talk (@WFTalks) March 31, 2022 Gögnin tala sínu máli. Ekki hægt að keppa við þessi gögn.Wolfsburg's Sveindís Jónsdóttir vs Arsenal:32 touches6/12 passes completed4/7 in final third4 dribbles2 assists1/2 tackles won https://t.co/YonL4NnufK— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) March 31, 2022 Fylgist með þessari as @SouthernSylvs said. keep your eyes on this one. she s good https://t.co/dB1wpbB3Z5— Georgia Soares (@GeorgiaSoares) March 31, 2022 Stuðningsfólk Barcelona er þegar farið að hafa áhyggjur. Mucho ojo con Jonsdottir y Wassmuth para mi las más peligrosas, si hacemos nuestro juego y tenemos efectividad, pasamos seguro — Joseph Alexander Delgado (@TheNotoriousALX) March 31, 2022 Getur orðið mjög mikilvæg fyrir Wolfsburg. Sveindís Jónsdóttir ( 20) hizo un gran partido vs. Arsenal. Hablé no hace mucho de sus virtudes y lo que venía demostrando Puede convertirse en una jugadora muy importante para Wolfsburg. https://t.co/hTqiPtDwqe pic.twitter.com/XX4BiBUViv— Mª Valentina Vega (@mvalentinavs) March 31, 2022 Á vef þýska fjölmiðilsins DW er fjallað ítarlega um leikinn og þá sérstaklega frammistöðu Sveindísar Jane. „Hin tvítuga Sveindís Jane Jónsdóttir kynnti sig á stærsta sviðinu með frammistöðu sem hjálpaði Wolfsburg að komast í undanúrslit enn á ný.“ „Framherjinn á vængnum gerði gæfumuninn í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í Meistaradeild Evrópu. Hraði hennar, áræðni og fyrirgjafir gerðu varnarmönnum Arsenal lífið leitt. Frammistaða Sveindísar Jane sýndi að Tommy Stroot, þjálfari Wolfsburg, gerði það eina rétta í stöðunni þegar hann ákvað að setja hana í byrjunarliðið fyrir hina reynslumiklu Alexöndru Popp.“ „Alltaf þegar Jónsdóttir fékk boltann féll Arsenal liðið aftar á völlinn í ótta um að hraði hennar og gæði myndu tæta vörn liðsins í sundur.“ Bresku miðlarnir The Guardian og The Telegraph einblíndu á frammistöðu Arsenal en minntust samt á þátt Sveindísar í báðum mörkum Wolfsburg. Varnarmenn Arsenal réðu ekkert við Sveindísi Jane.ANP/Getty Images Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Það er hægt að byrja illa, það er hægt að byrja með látum og svo er hægt að byrja eins og Sveindís Jane Jónsdóttir byrjar þegar hún fær tækifæri í byrjunarliði Wolfsburg. Eftir að hafa verið á láni hjá Kristianstad í Svíþjóð þá er Sveindís Jane loks mætt til Þýskalands en þýska stórliðið Wolfsburg festi kaup á henni í desember árið 2020. Hún byrjaði sinn fyrsta leik í þýsku úrvalsdeildinni á dögunum er Wolfsburg vann 5-1 sigur á Köln. Skoraði hún þar tvö mörk og sýndi almennt lipra takta. Fimmtudaginn 31. mars byrjaði hún svo sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu. Ekki var um neinn smáleik að ræða þar sem liðið mætti Arsenal í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli og því allt galopið fyrir síðari leik liðanna. Ef Sveindís Jane hafði nýtt tækifærið vel gegn Köln þá gerði hún gott betur gegn Arsenal. Hún endaði á að leggja upp bæði mörk liðsins í 2-0 sigri og eiga þar með risastóran þátt í því að Wolfsburg er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar gegn Barcelona, besta liði heims um þessar mundir. Samfélagsmiðlar loguðu eftir frammistöðu Sveindísar gegn stórliði Arsenal og þá var eðlilega ritað um frammistöðu hennar á miðlum sem fjölluðu um leikinn. Hér að neðan má sjá brot af því besta. Sveindís Jane hefði átt að vera valin maður leiksins að matri flestra, ekki bara Íslendinga. I honestly wouldn t have awarded any of these player of the match , Sveindís Jane Jónsdóttir easily Wolfsburg s most effective player and Ada is top but Catarina Macario for me was their best player tonight. https://t.co/TE0hdRiqOz— Josh Bunting (@Buntingfootball) March 31, 2022 Varnarmenn Arsenal verða með martraðir næstu vikur. Sveindís Jónsdóttir been givin Arsenal defenders HELL all match pic.twitter.com/elWP0zh8Ol— HAPPY BLACK HISTORY FOREVER (@DiasporaUtdPod) March 31, 2022 Einstök Sveindís Jane Jónsdóttir. SHE IS SPECIAL!!! https://t.co/sUbYAGHlTG— Game Chongers In Paris - Openly Vaxxed (@SouthernSylvs) March 31, 2022 Stjarna framtíðarinnar. Sveindis Jane Jonsdottir is going to be a star of the future already having such a bright start to her VfL Wolfsburg career. #WOBARS #UWCL— Women's Football Talk (@WFTalks) March 31, 2022 Gögnin tala sínu máli. Ekki hægt að keppa við þessi gögn.Wolfsburg's Sveindís Jónsdóttir vs Arsenal:32 touches6/12 passes completed4/7 in final third4 dribbles2 assists1/2 tackles won https://t.co/YonL4NnufK— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) March 31, 2022 Fylgist með þessari as @SouthernSylvs said. keep your eyes on this one. she s good https://t.co/dB1wpbB3Z5— Georgia Soares (@GeorgiaSoares) March 31, 2022 Stuðningsfólk Barcelona er þegar farið að hafa áhyggjur. Mucho ojo con Jonsdottir y Wassmuth para mi las más peligrosas, si hacemos nuestro juego y tenemos efectividad, pasamos seguro — Joseph Alexander Delgado (@TheNotoriousALX) March 31, 2022 Getur orðið mjög mikilvæg fyrir Wolfsburg. Sveindís Jónsdóttir ( 20) hizo un gran partido vs. Arsenal. Hablé no hace mucho de sus virtudes y lo que venía demostrando Puede convertirse en una jugadora muy importante para Wolfsburg. https://t.co/hTqiPtDwqe pic.twitter.com/XX4BiBUViv— Mª Valentina Vega (@mvalentinavs) March 31, 2022 Á vef þýska fjölmiðilsins DW er fjallað ítarlega um leikinn og þá sérstaklega frammistöðu Sveindísar Jane. „Hin tvítuga Sveindís Jane Jónsdóttir kynnti sig á stærsta sviðinu með frammistöðu sem hjálpaði Wolfsburg að komast í undanúrslit enn á ný.“ „Framherjinn á vængnum gerði gæfumuninn í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í Meistaradeild Evrópu. Hraði hennar, áræðni og fyrirgjafir gerðu varnarmönnum Arsenal lífið leitt. Frammistaða Sveindísar Jane sýndi að Tommy Stroot, þjálfari Wolfsburg, gerði það eina rétta í stöðunni þegar hann ákvað að setja hana í byrjunarliðið fyrir hina reynslumiklu Alexöndru Popp.“ „Alltaf þegar Jónsdóttir fékk boltann féll Arsenal liðið aftar á völlinn í ótta um að hraði hennar og gæði myndu tæta vörn liðsins í sundur.“ Bresku miðlarnir The Guardian og The Telegraph einblíndu á frammistöðu Arsenal en minntust samt á þátt Sveindísar í báðum mörkum Wolfsburg. Varnarmenn Arsenal réðu ekkert við Sveindísi Jane.ANP/Getty Images
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira