Hrekktu bæjarbúa með því kynna til leiks nýjan framboðslista Eiður Þór Árnason skrifar 1. apríl 2022 12:00 Gísli Gíslason, fyrrverandi hafnarstjóri Faxaflóahafna og bæjarstjóri á Akranesi. Aðsend Gísli Gíslason, fyrrverandi bæjarstjóri á Akranesi, leiðir nýjan framboðslista sem býður fram í bænum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Framboðið hefur fengið nafnið Akraneslistinn, listabókstafinn A og er sagður óháður flokkapólitík. Eins sennilegt og þetta hjómar nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga er hér þó einungis á ferðinni vel heppnað aprílgabb. Fram kemur í tilkynningu að Akraneslistinn vilji stuðla að nýsköpun og fjölga störfum á Akranesi þannig að dagleg umferð milli Akraness og Reykjavíkur muni minnka á næstu árum þó íbúum fjölgi. Þá ætlar forysta listans byggja upp öflugt og gott samfélag fyrir alla aldurshópa. „Akraneslistinn mun leggja áherslu á að láta verkin tala. Það þarf að hugsa um framtíðina og vera með skýra sýn til að skapa bænum sérstöðu og samkeppnishæfni, en það er ekki síður mikilvægt að huga að nútíðinni. Hvernig getum við gert það betra og skemmtilegra að búa á Akranesi í dag? Hvernig bætum við mannlífið og aukum þannig lífsgæði Akurnesinga á öllum aldri. Lífið er núna.“ Nú sé unnið að málefnaskrá listans og íbúum frjálst að mæta til að taka þátt. Gísli Jónsson er sagður skipa sjötta sæti listans, Einar Skúlason níunda sæti og Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi ráðherra, heiðurssæti. Hér má sjá plaggið sem blasti við þeim sem mættu til að kynna sér áherslur nýja listans. Fréttin hefur verið uppfærð. Akranes Sveitarstjórnarkosningar 2022 Aprílgabb Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Eins sennilegt og þetta hjómar nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga er hér þó einungis á ferðinni vel heppnað aprílgabb. Fram kemur í tilkynningu að Akraneslistinn vilji stuðla að nýsköpun og fjölga störfum á Akranesi þannig að dagleg umferð milli Akraness og Reykjavíkur muni minnka á næstu árum þó íbúum fjölgi. Þá ætlar forysta listans byggja upp öflugt og gott samfélag fyrir alla aldurshópa. „Akraneslistinn mun leggja áherslu á að láta verkin tala. Það þarf að hugsa um framtíðina og vera með skýra sýn til að skapa bænum sérstöðu og samkeppnishæfni, en það er ekki síður mikilvægt að huga að nútíðinni. Hvernig getum við gert það betra og skemmtilegra að búa á Akranesi í dag? Hvernig bætum við mannlífið og aukum þannig lífsgæði Akurnesinga á öllum aldri. Lífið er núna.“ Nú sé unnið að málefnaskrá listans og íbúum frjálst að mæta til að taka þátt. Gísli Jónsson er sagður skipa sjötta sæti listans, Einar Skúlason níunda sæti og Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi ráðherra, heiðurssæti. Hér má sjá plaggið sem blasti við þeim sem mættu til að kynna sér áherslur nýja listans. Fréttin hefur verið uppfærð.
Akranes Sveitarstjórnarkosningar 2022 Aprílgabb Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira