Rauða fjöðrin og hundar sem eru ekki gæludýr Anna Lára Steindal skrifar 2. apríl 2022 09:00 Um þessar mundir standa Lionshreyfingin og Blindrafélagið fyrir söfnunarátaki undir yfirskriftinni „Rauða fjöðrin“ með því einmitt að selja barmmerki í formi rauðrar fjöður. Ágóði söfnunarinnar rennur til leiðsöguhundaverkefnis Blindrafélagsins, en hún markar upphafið að þriggja ára verkefni Blindrafélagsins sem hefur það að markmiði að fjölga leiðsöguhundum á Íslandi. Fyrir rúmum þremur árum bættist leiðsöguhundurinn Gaur við fjölskylduna mína sem ómetanlegur félagi og hjálparhella bróður míns sem er sjónskertur. Það hefur verið dásamlegt að fylgjast með þessum tveimur samrýmdu félögum stilla sig saman og það er ótrúlegt hversu mjög það hefur aukið lífsgæði og sjálfstæði bróður míns. Auðvitað er Gaur yndið okkar allra sem gleður okkur alla daga með sínu stillta fasi og augljósu tryggð við bróður minn. Leiðsöguhundar eru ekki gæludýr. Þeir fara í gegnum stranga þjálfun áður en þeir taka til starfa og eru skilgreindir sem hjálpartæki fyrir blinda og sjónskerta. Þetta þýðir að um þá gilda aðrar samskiptareglur og reglur almennt en um aðra hunda. Samkvæmt 19. gr. reglugerðar um hollustuhætti (nr. 941/2002) má leiðsöguhundur til dæmis fara með notanda sínum á alla staði sem opnir eru almenningi. Í reglugerðinni segir jafnframt: „Heimilt er fötluðu, blindu eða sjónskertu fólki að hafa með sér hjálpar-/leiðsöguhunda á gististaði, veitingastaði, í skóla, á snyrtistofur og hársnyrtistofur, heilbrigðisstofnanir, íþrótta- og baðstaði, fangelsi og samkomuhús. Hundurinn skal merktur sem hjálpar-/ leiðsöguhundur og hinn fatlaði skal hafa leyfi fyrir honum í samræmi við ákvæði í samþykktum einstakra sveitarfélaga. Heilbrigðisnefnd er heimilt, að fenginni beiðni hlutaðeigandi stofnunar að veita undanþágu til að halda hunda, ketti og önnur gæludýr á heilbrigðis- og meðferðastofnunum.“ Tvær einfaldar reglur Leiðsöguhundar eru ekki mjög algengir á Íslandi og því er kannski eðlilegt að mörg okkar kunni ekki að umgangast þá eða að ekki allir séu meðvitaðir um sérstöðu þeirra. Ég hef til dæmis ítrekað orðið vitni að því að Gaur og bróður mínum er meinaður aðgangur þar sem þeir mega reglum samkvæmt fara. Það er mikilvægt að allir þekki sérstöðu leiðsöguhunda því það skapar óþarfa hindranir, álag, mismunun og leiðindi þegar einstaklingi er vísað frá með leiðsöguhund vegna vanþekkingar á reglugerð. Auk þess sem það er hreinlega brot á mannréttindum. Um leiðsöguhunda gilda líka aðrar samskiptareglur en hunda almennt. Þeir eru þjàlfaður til að einbeita sér að vinnunni en margir þeirra eru líka mannelskir og félagslyndir. Þeir gefa sig yfirleitt ekki að fólki að fyrra bragði en túlka augnsamband, bros og athygli vegfarenda sem boð um samskipti. Þess vegna er mikilvægt að veita leiðsöguhundum ekki slíka athygli þegar við mætum þeim á förnum vegi. Það ruglar hundana í vinnunni svo þeir missa fókusinn sem hefur truflandi áhrif á notandann. Svona álíka og ef einhver sparkaði í hvíta stafinn. Þumalputtareglan er að gefa sig aldrei að leiðsöguhundum nema með leyfi notanda og muna alltaf eftir því að spyrja viðkomandi hvort það sé í lagi að gefa sig að hundinum. Leiðsöguhundar eru vel þjálfaðir og eiga auðvelt með að vinna í fjölmenni sem svo lengi sem samferðafólk kann að umgangast þá. Um leið og ég hvet alla til þess að kaupa rauðu fjöðrina og styrkja þar með þetta mikilvæga verkefni bið ég ykkur líka um að tileinka ykkur þessar tvær einföldu reglur í samskiptum við leiðsöguhunda. Í fyrsta lagi: Leiðsöguhundur má fara með notanda sínum á alla staði sem opnir eru almenningi. Í öðru lagi:Aldrei veita leiðsöguhundi athygli eða gefa þig að honum nema með leyfi notanda. Það væri fràbært ef þið væruð til í að kaupa rauðu fjöðrina – og láta svo orðið berast til að auðvelda leiðsöguhundum og notandum samstarfið. Höfundur er aðstandandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Dýr Hundar Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir standa Lionshreyfingin og Blindrafélagið fyrir söfnunarátaki undir yfirskriftinni „Rauða fjöðrin“ með því einmitt að selja barmmerki í formi rauðrar fjöður. Ágóði söfnunarinnar rennur til leiðsöguhundaverkefnis Blindrafélagsins, en hún markar upphafið að þriggja ára verkefni Blindrafélagsins sem hefur það að markmiði að fjölga leiðsöguhundum á Íslandi. Fyrir rúmum þremur árum bættist leiðsöguhundurinn Gaur við fjölskylduna mína sem ómetanlegur félagi og hjálparhella bróður míns sem er sjónskertur. Það hefur verið dásamlegt að fylgjast með þessum tveimur samrýmdu félögum stilla sig saman og það er ótrúlegt hversu mjög það hefur aukið lífsgæði og sjálfstæði bróður míns. Auðvitað er Gaur yndið okkar allra sem gleður okkur alla daga með sínu stillta fasi og augljósu tryggð við bróður minn. Leiðsöguhundar eru ekki gæludýr. Þeir fara í gegnum stranga þjálfun áður en þeir taka til starfa og eru skilgreindir sem hjálpartæki fyrir blinda og sjónskerta. Þetta þýðir að um þá gilda aðrar samskiptareglur og reglur almennt en um aðra hunda. Samkvæmt 19. gr. reglugerðar um hollustuhætti (nr. 941/2002) má leiðsöguhundur til dæmis fara með notanda sínum á alla staði sem opnir eru almenningi. Í reglugerðinni segir jafnframt: „Heimilt er fötluðu, blindu eða sjónskertu fólki að hafa með sér hjálpar-/leiðsöguhunda á gististaði, veitingastaði, í skóla, á snyrtistofur og hársnyrtistofur, heilbrigðisstofnanir, íþrótta- og baðstaði, fangelsi og samkomuhús. Hundurinn skal merktur sem hjálpar-/ leiðsöguhundur og hinn fatlaði skal hafa leyfi fyrir honum í samræmi við ákvæði í samþykktum einstakra sveitarfélaga. Heilbrigðisnefnd er heimilt, að fenginni beiðni hlutaðeigandi stofnunar að veita undanþágu til að halda hunda, ketti og önnur gæludýr á heilbrigðis- og meðferðastofnunum.“ Tvær einfaldar reglur Leiðsöguhundar eru ekki mjög algengir á Íslandi og því er kannski eðlilegt að mörg okkar kunni ekki að umgangast þá eða að ekki allir séu meðvitaðir um sérstöðu þeirra. Ég hef til dæmis ítrekað orðið vitni að því að Gaur og bróður mínum er meinaður aðgangur þar sem þeir mega reglum samkvæmt fara. Það er mikilvægt að allir þekki sérstöðu leiðsöguhunda því það skapar óþarfa hindranir, álag, mismunun og leiðindi þegar einstaklingi er vísað frá með leiðsöguhund vegna vanþekkingar á reglugerð. Auk þess sem það er hreinlega brot á mannréttindum. Um leiðsöguhunda gilda líka aðrar samskiptareglur en hunda almennt. Þeir eru þjàlfaður til að einbeita sér að vinnunni en margir þeirra eru líka mannelskir og félagslyndir. Þeir gefa sig yfirleitt ekki að fólki að fyrra bragði en túlka augnsamband, bros og athygli vegfarenda sem boð um samskipti. Þess vegna er mikilvægt að veita leiðsöguhundum ekki slíka athygli þegar við mætum þeim á förnum vegi. Það ruglar hundana í vinnunni svo þeir missa fókusinn sem hefur truflandi áhrif á notandann. Svona álíka og ef einhver sparkaði í hvíta stafinn. Þumalputtareglan er að gefa sig aldrei að leiðsöguhundum nema með leyfi notanda og muna alltaf eftir því að spyrja viðkomandi hvort það sé í lagi að gefa sig að hundinum. Leiðsöguhundar eru vel þjálfaðir og eiga auðvelt með að vinna í fjölmenni sem svo lengi sem samferðafólk kann að umgangast þá. Um leið og ég hvet alla til þess að kaupa rauðu fjöðrina og styrkja þar með þetta mikilvæga verkefni bið ég ykkur líka um að tileinka ykkur þessar tvær einföldu reglur í samskiptum við leiðsöguhunda. Í fyrsta lagi: Leiðsöguhundur má fara með notanda sínum á alla staði sem opnir eru almenningi. Í öðru lagi:Aldrei veita leiðsöguhundi athygli eða gefa þig að honum nema með leyfi notanda. Það væri fràbært ef þið væruð til í að kaupa rauðu fjöðrina – og láta svo orðið berast til að auðvelda leiðsöguhundum og notandum samstarfið. Höfundur er aðstandandi.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun