Meinað að drekka kaffi, reykja og fara út Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 2. apríl 2022 12:05 Það er bráðageðdeild Landspítalans sem umboðsmaður gerir athugasemdir við. vísir/vilhelm/egill Samtökin Geðhjálp segja ljóst að daglega sé brotið á mannréttindum fólks inni á geðdeildum landsins. Fólki er sums staðar meinað að drekka kaffi, fara í símann, reykja sígarettu eða rölta út undir bert loft. Ansi dökk myndin sem dregin er upp í skýrslu umboðsmanns alþingis eftir heimsókn hans á bráðageðdeild Landspítalans. Samtökin Geðhjálp eru allt annað en sátt við lýsingarnar þar. „Lýsingar á því að fólki var bannað að fara út af herbergjum, bannað að fara út og fleira. Hvaða skoðun sem einhver hefur á meðferð þá allavega teljum við að það sé ekki gagnleg meðferð að banna fólki að fara út eða banna fólki að reykja eða drekka kaffi. Það er ekki rétta leiðin sko,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálparinnar. Hann segir ljóst að hér sé brotið á mannréttindum sjúklinga daglega. „Það er eiginlega ekkert annað hægt að lesa út úr skýrslu umboðsmanns. Þegar það er verið ræða þvinganir og inngrip eins og takmarkanir á útivist, aðgengi að síma. Þetta eru bara þessir daglegu litlu hlutir,“ segir Grímur. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. vísir/egill Það sé ekki lagaleg heimild hér fyrir að beita mörgum af þeim þvingunaraðferðum sem notaðar eru. „Ég myndi kannski ekki segja að það séu lögbrot. En mannréttindabrot. Nú stendur fyrir dyrum að lögfesta samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Þar er gengið mjög langt í mannréttindum. Og þar kemur fram að það er bara bannað að beita fólki nauðung og þvingunum,“ segir hann. Mikilvægt sé að setja geðheilbrigði undir sama hatt og banna algerlega þvinganir í heilbrigðisþjónustu. Gamaldags viðhorf Ábendingar umboðsmannsins kallast algerlega á við þær sem hann kom með eftir úttekt sína á þremur lokuðum deildum á Kleppi árið 2018. Umboðsmaður gerði sömu athugasemdir við aðferðir á þremur lokuðum deildum á Kleppi árið 2018.vísir/vilhelm Grímur harmar að hér hafi ekki verið unnar úrbætur í geðheilbrigðisþjónustu eftir þá úttekt. „Þetta er gamaldags viðhorf... Ég er að reyna að tala varlega og vera ekki með of miklar yfirlýsingar en auðvitað verður að laga þetta. Við þurfum að breyta þessu,“ segir Grímur. Heilbrigðismál Mannréttindi Landspítalinn Geðheilbrigði Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Ansi dökk myndin sem dregin er upp í skýrslu umboðsmanns alþingis eftir heimsókn hans á bráðageðdeild Landspítalans. Samtökin Geðhjálp eru allt annað en sátt við lýsingarnar þar. „Lýsingar á því að fólki var bannað að fara út af herbergjum, bannað að fara út og fleira. Hvaða skoðun sem einhver hefur á meðferð þá allavega teljum við að það sé ekki gagnleg meðferð að banna fólki að fara út eða banna fólki að reykja eða drekka kaffi. Það er ekki rétta leiðin sko,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálparinnar. Hann segir ljóst að hér sé brotið á mannréttindum sjúklinga daglega. „Það er eiginlega ekkert annað hægt að lesa út úr skýrslu umboðsmanns. Þegar það er verið ræða þvinganir og inngrip eins og takmarkanir á útivist, aðgengi að síma. Þetta eru bara þessir daglegu litlu hlutir,“ segir Grímur. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. vísir/egill Það sé ekki lagaleg heimild hér fyrir að beita mörgum af þeim þvingunaraðferðum sem notaðar eru. „Ég myndi kannski ekki segja að það séu lögbrot. En mannréttindabrot. Nú stendur fyrir dyrum að lögfesta samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Þar er gengið mjög langt í mannréttindum. Og þar kemur fram að það er bara bannað að beita fólki nauðung og þvingunum,“ segir hann. Mikilvægt sé að setja geðheilbrigði undir sama hatt og banna algerlega þvinganir í heilbrigðisþjónustu. Gamaldags viðhorf Ábendingar umboðsmannsins kallast algerlega á við þær sem hann kom með eftir úttekt sína á þremur lokuðum deildum á Kleppi árið 2018. Umboðsmaður gerði sömu athugasemdir við aðferðir á þremur lokuðum deildum á Kleppi árið 2018.vísir/vilhelm Grímur harmar að hér hafi ekki verið unnar úrbætur í geðheilbrigðisþjónustu eftir þá úttekt. „Þetta er gamaldags viðhorf... Ég er að reyna að tala varlega og vera ekki með of miklar yfirlýsingar en auðvitað verður að laga þetta. Við þurfum að breyta þessu,“ segir Grímur.
Heilbrigðismál Mannréttindi Landspítalinn Geðheilbrigði Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira