Saka Rússa um þjóðarmorð í Bucha Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. apríl 2022 16:30 Fjöldagrafir við kirkju í miðbæ Bucha. AP Photo/Rodrigo Abd Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur sakað Rússa um þjóðarmorð eftir að Rússar yfirgáfu bæinn Bucha í útjaðri Kænugarðs fyrir helgi. Svo virðist sem tugir ef ekki fleiri almennir borgarar hafi verið teknir af lífi í bænum af Rússum og grafa hefur þurft lík þeirra í fjöldagröfum. Við vörum við öllu myndefni sem finna má í fréttinni, líka því sem fylgir samfélagsmiðlafærslum. ússneskar hersveitir hörfuðu frá Bucha á fimmtudag en höfðu haft þar viðveru frá því að innrás þeirra í Úkraínu hófst 24. febrúar. Strax og úkraínski herinn komst aftur inn í bæinn fóru myndir af líkum, sem legið hafa á strætum bæjarins, að birtast í fjölmiðlum. Myndirnar sýna meðal annars lík fólks með hendur bundnar fyrir aftan bak og fréttamenn Reuters, AP og AFP hafa greint frá því að mörg fórnarlambanna hafi verið skotin í höfuðið. Búið er að grafa fjöldagrafir við kirkju í miðborginni svo hægt sé að jarðsetja líkin. Lík liggja á víð og dreif um Bucha eftir brotthvarf Rússa. Hér má sjá lík manns sem var með hendur bundnar fyrir aftan bak þegar hann var tekinn af lífi.AP Photo/Vadim Ghirda Selenskí skrifaði á Facebook fyrr í dag að Atlantshafsbandalagið hefði getað komið í veg fyrir þetta á fundi í Búkarest fyrir fjórtán árum síðan. Rússneskar mæður hafi þá alið upp morðingja, ræningja og slátrara. Vitali Klitschko borgarstjóri Kænugarðs er þá staddur í Bucha og birti hann þaðan myndband af sér með yfirlýsingu: Þetta er þjóðarmorð. This is Genocide.#Genocide #FreeUkraine #StandWithUkraine #StopTheWar #Ukraine pic.twitter.com/NfLePlWhIl— Klitschko (@Klitschko) April 3, 2022 Fjöldi vestrænna leiðtoga hefur sakað Rússa um stríðsglæpi í Bucha. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að sjá myndir af ódæðinu hafa verið eins og að vera kýldur í magann. Utanríkisráðherrar Þýskalands, Frakklands, Bretlands og Evrópusambandsins hafa þá gagnrýnt Rússa harðlega vegna frétta frá Bucha og utanríkisráðherra Bretlands og Frakklands heitið því að lönd þeirra muni styðja við rannsókn Stríðsglæpadómstólins á meintum stríðsglæpum Rússa. One of the mass graves in Bucha. We saw civilians’ bodies littered in the streets and dumped behind buildings. Most with gunshot wounds to the head. Some with their hands tied behind their backs. Evidence of war crimes that took place during the Russian occupation of the town. pic.twitter.com/opXA7QtTg9— Simon Ostrovsky (@SimonOstrovsky) April 3, 2022 Bæjarstjóri Bucha hefur sagt að meira en 300 almennir borgarar hafi verið teknir af lífi á þeim mánuði sem Rússar höfðu yfirráð í bænum. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir úkraínska herinn bera ábyrgð á fjöldamorðunum í Bucha, bæ rétt fyrir utan Kænugarð. Rússar vilja meina að hermenn þeirra hafi ekki skaðað einn einasta almenna borgara. https://t.co/pSzLDArmPq— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) April 3, 2022 Rússar hafa haft yfirráð yfir bænum frá upphafi innrásarinnar 24. febrúar þar til á fimmtudag, 31. mars. Rússar segja að myndir af líkum almennra borgara, sem lágu á víð og dreif um bæinn, beri þess merki að þeir hafi verið myrtir eftir brotthvarf Rússa á fimmtudag. Þessi yfirlýsing er ekki sú fyrsta af þessum toga en Rússar hafa ítrekað haldið því fram að Úkraínumenn beri ábyrgð á mannfalli og árásum, sem allt bendir til að Rússar hafi framið. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Við vörum við öllu myndefni sem finna má í fréttinni, líka því sem fylgir samfélagsmiðlafærslum. ússneskar hersveitir hörfuðu frá Bucha á fimmtudag en höfðu haft þar viðveru frá því að innrás þeirra í Úkraínu hófst 24. febrúar. Strax og úkraínski herinn komst aftur inn í bæinn fóru myndir af líkum, sem legið hafa á strætum bæjarins, að birtast í fjölmiðlum. Myndirnar sýna meðal annars lík fólks með hendur bundnar fyrir aftan bak og fréttamenn Reuters, AP og AFP hafa greint frá því að mörg fórnarlambanna hafi verið skotin í höfuðið. Búið er að grafa fjöldagrafir við kirkju í miðborginni svo hægt sé að jarðsetja líkin. Lík liggja á víð og dreif um Bucha eftir brotthvarf Rússa. Hér má sjá lík manns sem var með hendur bundnar fyrir aftan bak þegar hann var tekinn af lífi.AP Photo/Vadim Ghirda Selenskí skrifaði á Facebook fyrr í dag að Atlantshafsbandalagið hefði getað komið í veg fyrir þetta á fundi í Búkarest fyrir fjórtán árum síðan. Rússneskar mæður hafi þá alið upp morðingja, ræningja og slátrara. Vitali Klitschko borgarstjóri Kænugarðs er þá staddur í Bucha og birti hann þaðan myndband af sér með yfirlýsingu: Þetta er þjóðarmorð. This is Genocide.#Genocide #FreeUkraine #StandWithUkraine #StopTheWar #Ukraine pic.twitter.com/NfLePlWhIl— Klitschko (@Klitschko) April 3, 2022 Fjöldi vestrænna leiðtoga hefur sakað Rússa um stríðsglæpi í Bucha. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að sjá myndir af ódæðinu hafa verið eins og að vera kýldur í magann. Utanríkisráðherrar Þýskalands, Frakklands, Bretlands og Evrópusambandsins hafa þá gagnrýnt Rússa harðlega vegna frétta frá Bucha og utanríkisráðherra Bretlands og Frakklands heitið því að lönd þeirra muni styðja við rannsókn Stríðsglæpadómstólins á meintum stríðsglæpum Rússa. One of the mass graves in Bucha. We saw civilians’ bodies littered in the streets and dumped behind buildings. Most with gunshot wounds to the head. Some with their hands tied behind their backs. Evidence of war crimes that took place during the Russian occupation of the town. pic.twitter.com/opXA7QtTg9— Simon Ostrovsky (@SimonOstrovsky) April 3, 2022 Bæjarstjóri Bucha hefur sagt að meira en 300 almennir borgarar hafi verið teknir af lífi á þeim mánuði sem Rússar höfðu yfirráð í bænum. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir úkraínska herinn bera ábyrgð á fjöldamorðunum í Bucha, bæ rétt fyrir utan Kænugarð. Rússar vilja meina að hermenn þeirra hafi ekki skaðað einn einasta almenna borgara. https://t.co/pSzLDArmPq— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) April 3, 2022 Rússar hafa haft yfirráð yfir bænum frá upphafi innrásarinnar 24. febrúar þar til á fimmtudag, 31. mars. Rússar segja að myndir af líkum almennra borgara, sem lágu á víð og dreif um bæinn, beri þess merki að þeir hafi verið myrtir eftir brotthvarf Rússa á fimmtudag. Þessi yfirlýsing er ekki sú fyrsta af þessum toga en Rússar hafa ítrekað haldið því fram að Úkraínumenn beri ábyrgð á mannfalli og árásum, sem allt bendir til að Rússar hafi framið.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira