Kópavogur á að gera okkur auðveldara að lifa umhverfisvænum lífsstíl Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 4. apríl 2022 07:01 Umhverfisvitund fólks hefur vaxið hratt undanfarin ár. Við viljum gera betur í flokkun. Við viljum minnka kolefnislosun. Við viljum minnka sóun. Sveitarfélögin gegna lykilhlutverki Sveitarfélögin eru sérstaklega vel sett hvað það varðar að hjálpa okkur að ná þessum markmiðum okkar. Um næstu áramót taka gildi samræmdar reglur um flokkun sem munu gilda um landið allt. Mörg sveitarfélög eru farin að huga að því að búa til s.k. 15 mínútna hverfi. Láta skipulag bæja og hverfa vera þannig að það sé auðvelt að ganga eða hjóla, og sækja þjónustu nálægt heimili. Á höfuðborgarsvæðinu mun Borgarlínan verða mjög mikilvægt skref til að gera okkur auðveldara að fara ekki allt á einkabílnum, heldur hafa raunverulegt val. Auðveldum fólki að taka umhverfisvænar ákvarðanir Sveitarfélögin eiga með uppsetningu hleðslustöðva, eða styrkja til einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja sem vilja gera það, að stuðla að orkuskiptum. Þau eiga líka að ganga á undan með góðu fordæmi og skipta út sínum eigin kolefnisfarartækjum fyrir rafmagns. Með uppsetningu grenndargáma fyrir notaða hluti eða fatnað, inni í hverfunum í göngufæri fyrir sem flest, stuðlum við líka að minni sóun. Með ræktun og umhirðu grænna svæða og með því að bjóða íbúunum að taka þátt í hirðingu slíkra svæða gerum við bæinn fallegri og styrkjum límið í samfélaginu. Kópavogur getur ekki tekið ákvarðanir fyrir fólk. Bærinn getur hinsvegar gert fólki auðveldara að taka umhverfisvænar ákvarðanir og á að gera það. Höfundur er læknir og skipar 1. sæti á lista VG í Kópavogi við kosningarnar 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Kópavogur Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Umhverfisvitund fólks hefur vaxið hratt undanfarin ár. Við viljum gera betur í flokkun. Við viljum minnka kolefnislosun. Við viljum minnka sóun. Sveitarfélögin gegna lykilhlutverki Sveitarfélögin eru sérstaklega vel sett hvað það varðar að hjálpa okkur að ná þessum markmiðum okkar. Um næstu áramót taka gildi samræmdar reglur um flokkun sem munu gilda um landið allt. Mörg sveitarfélög eru farin að huga að því að búa til s.k. 15 mínútna hverfi. Láta skipulag bæja og hverfa vera þannig að það sé auðvelt að ganga eða hjóla, og sækja þjónustu nálægt heimili. Á höfuðborgarsvæðinu mun Borgarlínan verða mjög mikilvægt skref til að gera okkur auðveldara að fara ekki allt á einkabílnum, heldur hafa raunverulegt val. Auðveldum fólki að taka umhverfisvænar ákvarðanir Sveitarfélögin eiga með uppsetningu hleðslustöðva, eða styrkja til einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja sem vilja gera það, að stuðla að orkuskiptum. Þau eiga líka að ganga á undan með góðu fordæmi og skipta út sínum eigin kolefnisfarartækjum fyrir rafmagns. Með uppsetningu grenndargáma fyrir notaða hluti eða fatnað, inni í hverfunum í göngufæri fyrir sem flest, stuðlum við líka að minni sóun. Með ræktun og umhirðu grænna svæða og með því að bjóða íbúunum að taka þátt í hirðingu slíkra svæða gerum við bæinn fallegri og styrkjum límið í samfélaginu. Kópavogur getur ekki tekið ákvarðanir fyrir fólk. Bærinn getur hinsvegar gert fólki auðveldara að taka umhverfisvænar ákvarðanir og á að gera það. Höfundur er læknir og skipar 1. sæti á lista VG í Kópavogi við kosningarnar 14. maí.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun