Hafnaði faðmlagi Gunnars: „Þetta var frekar óheppilegt“ Atli Ísleifsson skrifar 4. apríl 2022 08:55 Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, voru í ólíku stuði þegar leiðir þeirra lágu saman í veislu Framsóknarflokksins að lokinni setningu Búnaðarþings á fimmtudagskvöldið. Vísir/Vilhelm „Þetta var frekar óheppilegt,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, um atvik þar sem Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafnaði boði Gunnars um faðmlag þegar hann mætti í móttöku Framsóknarflokksins eftir setningarathöfn Búnaðarþings síðastliðinn fimmtudag. Morgunblaðið segir frá því að Lilja hafi tekið á móti Gunnari í móttökunni með spurningunni: „Gunnar, hvað ert þú að gera hér?“. Gunnar hafi þá gert tilraun til að faðma Lilju en hún stöðvað hann. Segir hann móttökurnar hafa verið á þann veg að hann hafi ekki séð ástæðu til að vera þar áfram og haldið aftur á hótelið. Gunnar segir í samtali við blaðið að Lilja hafi með þessu í raun verið vísa sér á dyr þó að Lilja sé þessu ósammála. Segist Lilja telja að Gunnar hafi með þessu móðgast óþarflega mikið, enda hafi hún verið að grínast með viðbrögðunum þegar Gunnar mætti á staðinn. Sem kona í stjórnmálum hafi hún auk þess ekki mikinn áhuga á faðmlögum. Við DV segir Lilja að það hafi alls ekki verið hennar upplifun að soðið hafi upp úr milli sín og Gunnars. „Sannleikurinn er sá að hann var hress og vildi faðma mig, sem var ekki gagnkvæmt. Þá kom á hann og hann fór. Að sjálfsögðu var Gunnar velkominn,“ segir Lilja. Lilja og Gunnar, sem áður var formaður Sambands garðyrkjubænda, hafa síðustu misserin deilt um Garðyrkjuskólann á Reykjum. Í tíð Lilju sem menntamálaráðherra var ákveðið að færa skólann undir Landbúnaðarháskólann – nokkuð sem Gunnar var óánægður með. Gunnar segir í samtali við Vísi að atvikið á fimmtudaginn hafi verið óheppilegt en að hann vilji ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Garðyrkja Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landbúnaður Tengdar fréttir Framsýnn landbúnaður Framsýnn landbúnaður er yfirskrift Búnaðarþings sem fram fer í dag. Fyrsta búnaðarþings eftir sameiningu Bændasamtaka Íslands. Yfirskriftin rímar vel við þann tón sem ég hef þegar slegið á mínum fyrstu vikum sem matvælaráðherra. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að vita að vita hvernig við viljum haga málum til lengri tíma. 31. mars 2022 11:24 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Morgunblaðið segir frá því að Lilja hafi tekið á móti Gunnari í móttökunni með spurningunni: „Gunnar, hvað ert þú að gera hér?“. Gunnar hafi þá gert tilraun til að faðma Lilju en hún stöðvað hann. Segir hann móttökurnar hafa verið á þann veg að hann hafi ekki séð ástæðu til að vera þar áfram og haldið aftur á hótelið. Gunnar segir í samtali við blaðið að Lilja hafi með þessu í raun verið vísa sér á dyr þó að Lilja sé þessu ósammála. Segist Lilja telja að Gunnar hafi með þessu móðgast óþarflega mikið, enda hafi hún verið að grínast með viðbrögðunum þegar Gunnar mætti á staðinn. Sem kona í stjórnmálum hafi hún auk þess ekki mikinn áhuga á faðmlögum. Við DV segir Lilja að það hafi alls ekki verið hennar upplifun að soðið hafi upp úr milli sín og Gunnars. „Sannleikurinn er sá að hann var hress og vildi faðma mig, sem var ekki gagnkvæmt. Þá kom á hann og hann fór. Að sjálfsögðu var Gunnar velkominn,“ segir Lilja. Lilja og Gunnar, sem áður var formaður Sambands garðyrkjubænda, hafa síðustu misserin deilt um Garðyrkjuskólann á Reykjum. Í tíð Lilju sem menntamálaráðherra var ákveðið að færa skólann undir Landbúnaðarháskólann – nokkuð sem Gunnar var óánægður með. Gunnar segir í samtali við Vísi að atvikið á fimmtudaginn hafi verið óheppilegt en að hann vilji ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.
Garðyrkja Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landbúnaður Tengdar fréttir Framsýnn landbúnaður Framsýnn landbúnaður er yfirskrift Búnaðarþings sem fram fer í dag. Fyrsta búnaðarþings eftir sameiningu Bændasamtaka Íslands. Yfirskriftin rímar vel við þann tón sem ég hef þegar slegið á mínum fyrstu vikum sem matvælaráðherra. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að vita að vita hvernig við viljum haga málum til lengri tíma. 31. mars 2022 11:24 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Framsýnn landbúnaður Framsýnn landbúnaður er yfirskrift Búnaðarþings sem fram fer í dag. Fyrsta búnaðarþings eftir sameiningu Bændasamtaka Íslands. Yfirskriftin rímar vel við þann tón sem ég hef þegar slegið á mínum fyrstu vikum sem matvælaráðherra. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að vita að vita hvernig við viljum haga málum til lengri tíma. 31. mars 2022 11:24