Gummi Ben í ham: „Þú mátt eiga þennan frakka!“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. apríl 2022 11:31 Massimiliano Irrati og Allegri komu mikið við sögu í uppbótartíma fyrri hálfleiks í leik Juventus og Inter í gær. stöð 2 sport Guðmundur Benediktsson fór á kostum þegar hann lýsti afar skrautlegum mínútum í stórleik helgarinnar í ítölsku úrvalsdeildinni, milli Juventus og Inter. Undir lok fyrri hálfleiks féll Denzel Dumfries í vítateig Juventus eftir baráttu við Álvaro Morata. Fyrst í stað dæmdi Massimiliano Irrati, dómari leiksins, ekki neitt. En eftir samtöl við félaga sína í VAR-herberginu fór hann sjálfur í skjáinn og dæmdi víti. Hakan Calhanoglu tók vítið en Wojciech Szczesny varði spyrnu hans. Eftir það hrökk boltinn í leikmenn Juventus og endaði í markinu. Irrrati dæmdi aukaspyrnu þótt enginn hafi gerst brotlegur. „Ekkert að þessu, ekkert að þessu, svo vúmm! Með hælnum, Danilo. Og hér dæmir hann strax aukaspyrnu. Irrati veit ekkert hvað hann er að gera þessa stundina. Þetta er of mikið fyrir hann, of stórt verkefni,“ sagði Gummi í lýsingu sinni á Stöð 2 Sport 2. Klippa: Ótrúleg atburðarás í leik Juventus og Inter Atvikið var skoðað og á endanum var ákveðið að endurtaka vítaspyrnuna því Matthjis de Ligt var kominn inn í teiginn þegar Calhanoglu tók spyrnuna. Tyrkinn fór aftur á punktinn og skoraði í annarri tilraun. Það reyndist eina mark leiksins. Massimiliano Allegri, knattspyrnustjóri Juventus, var æfur yfir dómnum og sýndi óánægju sína með því að klæða sig úr frakkanum sínum og kastaði honum frá sér. „Allegri karlinn er farinn úr. Þú mátt eiga þennan frakka! Þú mátt eiga hann. Gjörsamlega æfur yfir þessu og vill ekki eiga frakkann lengur,“ sagði Gummi á sinn einstaka hátt. Myndband af allri hringavitleysunni í uppbótartíma fyrri hálfleiks má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Sigurinn var afar mikilvægur fyrir Inter. Liðið er í 3. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 63 stig, þremur stigum á eftir toppliði AC Milan sem mætir Bologna á heimavelli í kvöld. Napoli er í 2. sæti með 66 stig en hefur leikið einum leik fleira en Inter og Milan. Juventus er í 4. sæti deildarinnar með 59 stig. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Ítalíumeistarar Inter höfðu betur í stórleiknum Ítalíumeistarar Inter unnu afar mikilvægan 1-0 útisigur gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Sigurmarkið kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir röð af furðulegum ákvörðunum dómara leiksins. 3. apríl 2022 20:56 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Sjá meira
Undir lok fyrri hálfleiks féll Denzel Dumfries í vítateig Juventus eftir baráttu við Álvaro Morata. Fyrst í stað dæmdi Massimiliano Irrati, dómari leiksins, ekki neitt. En eftir samtöl við félaga sína í VAR-herberginu fór hann sjálfur í skjáinn og dæmdi víti. Hakan Calhanoglu tók vítið en Wojciech Szczesny varði spyrnu hans. Eftir það hrökk boltinn í leikmenn Juventus og endaði í markinu. Irrrati dæmdi aukaspyrnu þótt enginn hafi gerst brotlegur. „Ekkert að þessu, ekkert að þessu, svo vúmm! Með hælnum, Danilo. Og hér dæmir hann strax aukaspyrnu. Irrati veit ekkert hvað hann er að gera þessa stundina. Þetta er of mikið fyrir hann, of stórt verkefni,“ sagði Gummi í lýsingu sinni á Stöð 2 Sport 2. Klippa: Ótrúleg atburðarás í leik Juventus og Inter Atvikið var skoðað og á endanum var ákveðið að endurtaka vítaspyrnuna því Matthjis de Ligt var kominn inn í teiginn þegar Calhanoglu tók spyrnuna. Tyrkinn fór aftur á punktinn og skoraði í annarri tilraun. Það reyndist eina mark leiksins. Massimiliano Allegri, knattspyrnustjóri Juventus, var æfur yfir dómnum og sýndi óánægju sína með því að klæða sig úr frakkanum sínum og kastaði honum frá sér. „Allegri karlinn er farinn úr. Þú mátt eiga þennan frakka! Þú mátt eiga hann. Gjörsamlega æfur yfir þessu og vill ekki eiga frakkann lengur,“ sagði Gummi á sinn einstaka hátt. Myndband af allri hringavitleysunni í uppbótartíma fyrri hálfleiks má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Sigurinn var afar mikilvægur fyrir Inter. Liðið er í 3. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 63 stig, þremur stigum á eftir toppliði AC Milan sem mætir Bologna á heimavelli í kvöld. Napoli er í 2. sæti með 66 stig en hefur leikið einum leik fleira en Inter og Milan. Juventus er í 4. sæti deildarinnar með 59 stig.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Ítalíumeistarar Inter höfðu betur í stórleiknum Ítalíumeistarar Inter unnu afar mikilvægan 1-0 útisigur gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Sigurmarkið kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir röð af furðulegum ákvörðunum dómara leiksins. 3. apríl 2022 20:56 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Sjá meira
Ítalíumeistarar Inter höfðu betur í stórleiknum Ítalíumeistarar Inter unnu afar mikilvægan 1-0 útisigur gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Sigurmarkið kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir röð af furðulegum ákvörðunum dómara leiksins. 3. apríl 2022 20:56