Kallar Pútín stríðsglæpamann en telur ekki að um þjóðarmorð sé að ræða Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. apríl 2022 15:47 President Joe Biden arrives at Fort Lesley J. McNair, Monday, April 4, 2022, as he returns to Washington and the White House after spending the weekend in Wilmington, Del. (AP Photo/Andrew Harnik) AP/Andrew Harnik Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur farið fram á það að Vladímír Pútín Rússlandsforseti verði sóttur til saka fyrir stríðsglæpi sína í Úkraínu og fordæmdi fjöldamorðið í bænum Bucha. Forseti Úkraínu sakar Rússa um þjóðarmorð í bænum en Biden tekur ekki undir það. Í samtali við blaðamenn í dag sagði Biden mikilvægt að sannanir verði færðar fyrir ásökunum til að hægt verði að sakfella í málinu. Aðspurður um hvort hann teldi voðaverkin í Bucha teljast til þjóðarmorðs svaraði Biden þó neitandi, hann teldi að um stríðsglæp væri að ræða. Sjálfur hefur hann ítrekið gefið það út að hann telji Rússa og Pútín hafa gerst seka um stríðsglæpi og hafa Bandaríkin formlega sakað Rússa um stríðsglæpi. Þá munu Bandaríkin beita Rússa frekari refsiaðgerðum sem er verið að undirbúa, að sögn Bidens. Sífellt erfiðara að semja við Rússa Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fór til Bucha í morgun og ræddi við íbúa. „Þetta eru stríðsglæpir og verður viðurkennt af alþjóðasamfélaginu sem þjóðarmorð,“ sagði Selenskí í samtali við blaðamenn í bænum. Hann minntist á það við blaðamenn að þrátt fyrir allan hryllinginn passa íbúar Bucha til að mynda upp á það að heimilislaus dýr fái að borða. Hann sagði það einkennandi fyrir Úkraínumenn, að þau komi fram við dýr eins og þau vilja að það sé komið fram við þau, annað en Rússar. Selenskí var niðurlútur þegar hann ræddi við blaðamenn í bænum Bucha í morgun. Getty/Metin Aktas „Þið sjáið hvað hefur verið gert við þennan nútímabæ. Það er einkennandi fyrir rússneska hermenn, að koma verr fram við fólk heldur en dýr,“ sagði Selenskí. Þá sagði Selenskí að hann væri enn opinn fyrir friðaviðræðum með Rússum en að það væri sífellt erfiðara að semja við þá í ljósi áframhaldandi glæpa þeirra. „Við vitum af þúsundum manna sem hafa verið drepnir og pyntaðir, með afskorna útlimi, konum sem hefur verið nauðgað og börnum sem hafa verið myrt,“ sagði Selenskí. Senda inn teymi til að rannsaka glæpi Rússa Evrópusambandið hefur í samráði við Úkraínu skipað teymi til að rannsaka stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu af hálfu Rússa en Didier Reynders, framkvæmdastjóri dómsmála hjá Evrópusambandinu, greindi frá þessu fyrr í dag. Teymið mun sjá um að safna sönnunargögnum um glæpi Rússa, meðal annars í Bucha. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ræddi símleiðis við Selenskí í dag en leiðtogarnir ræddu meðal annars fjöldamorðin í Bucha. Von der Leyen sagði að Evrópusambandið væri tilbúið að senda rannsakendur á svæðið til að safna sönnunargögnum um mögulega stríðsglæpi. Lík manns liggur á jörðinni í Bucha. Hendur hans hafa verið bundnar fyrir aftan bak áður en hann var skotinn í höfuðið.AP/Vadim Ghirda Þá hefur verið kallað eftir því að Rússum verði vikið úr mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna en Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði við blaðamenn í Rúmeníu í dag að Bandaríkin munu fara fram á það við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Hún sagði þátttöku Rússa í ráðinu á þessum tímapunkti vera farsa og að tími sé kominn til að fjarlægja þá. Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, hefur tekið undir með kröfu Thomas-Greenfield. Við fylgjumst ítarlega með stöðu mála í Úkraínuvaktinni hér á Vísi. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Joe Biden Úkraína Tengdar fréttir Rússneska sendiráðið á Íslandi tekur undir með Moskvu en hvað er rétt? Talsmenn sendiráðs Rússlands á Íslandi hafa tjáð sig um hroðaverkin í Bucha og endurtaka þá línu frá Moskvu að um sé að ræða „ögrun“ af hálfu Úkraínustjórnar. 4. apríl 2022 12:59 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Sjá meira
Í samtali við blaðamenn í dag sagði Biden mikilvægt að sannanir verði færðar fyrir ásökunum til að hægt verði að sakfella í málinu. Aðspurður um hvort hann teldi voðaverkin í Bucha teljast til þjóðarmorðs svaraði Biden þó neitandi, hann teldi að um stríðsglæp væri að ræða. Sjálfur hefur hann ítrekið gefið það út að hann telji Rússa og Pútín hafa gerst seka um stríðsglæpi og hafa Bandaríkin formlega sakað Rússa um stríðsglæpi. Þá munu Bandaríkin beita Rússa frekari refsiaðgerðum sem er verið að undirbúa, að sögn Bidens. Sífellt erfiðara að semja við Rússa Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fór til Bucha í morgun og ræddi við íbúa. „Þetta eru stríðsglæpir og verður viðurkennt af alþjóðasamfélaginu sem þjóðarmorð,“ sagði Selenskí í samtali við blaðamenn í bænum. Hann minntist á það við blaðamenn að þrátt fyrir allan hryllinginn passa íbúar Bucha til að mynda upp á það að heimilislaus dýr fái að borða. Hann sagði það einkennandi fyrir Úkraínumenn, að þau komi fram við dýr eins og þau vilja að það sé komið fram við þau, annað en Rússar. Selenskí var niðurlútur þegar hann ræddi við blaðamenn í bænum Bucha í morgun. Getty/Metin Aktas „Þið sjáið hvað hefur verið gert við þennan nútímabæ. Það er einkennandi fyrir rússneska hermenn, að koma verr fram við fólk heldur en dýr,“ sagði Selenskí. Þá sagði Selenskí að hann væri enn opinn fyrir friðaviðræðum með Rússum en að það væri sífellt erfiðara að semja við þá í ljósi áframhaldandi glæpa þeirra. „Við vitum af þúsundum manna sem hafa verið drepnir og pyntaðir, með afskorna útlimi, konum sem hefur verið nauðgað og börnum sem hafa verið myrt,“ sagði Selenskí. Senda inn teymi til að rannsaka glæpi Rússa Evrópusambandið hefur í samráði við Úkraínu skipað teymi til að rannsaka stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu af hálfu Rússa en Didier Reynders, framkvæmdastjóri dómsmála hjá Evrópusambandinu, greindi frá þessu fyrr í dag. Teymið mun sjá um að safna sönnunargögnum um glæpi Rússa, meðal annars í Bucha. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ræddi símleiðis við Selenskí í dag en leiðtogarnir ræddu meðal annars fjöldamorðin í Bucha. Von der Leyen sagði að Evrópusambandið væri tilbúið að senda rannsakendur á svæðið til að safna sönnunargögnum um mögulega stríðsglæpi. Lík manns liggur á jörðinni í Bucha. Hendur hans hafa verið bundnar fyrir aftan bak áður en hann var skotinn í höfuðið.AP/Vadim Ghirda Þá hefur verið kallað eftir því að Rússum verði vikið úr mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna en Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði við blaðamenn í Rúmeníu í dag að Bandaríkin munu fara fram á það við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Hún sagði þátttöku Rússa í ráðinu á þessum tímapunkti vera farsa og að tími sé kominn til að fjarlægja þá. Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, hefur tekið undir með kröfu Thomas-Greenfield. Við fylgjumst ítarlega með stöðu mála í Úkraínuvaktinni hér á Vísi.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Joe Biden Úkraína Tengdar fréttir Rússneska sendiráðið á Íslandi tekur undir með Moskvu en hvað er rétt? Talsmenn sendiráðs Rússlands á Íslandi hafa tjáð sig um hroðaverkin í Bucha og endurtaka þá línu frá Moskvu að um sé að ræða „ögrun“ af hálfu Úkraínustjórnar. 4. apríl 2022 12:59 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Sjá meira
Rússneska sendiráðið á Íslandi tekur undir með Moskvu en hvað er rétt? Talsmenn sendiráðs Rússlands á Íslandi hafa tjáð sig um hroðaverkin í Bucha og endurtaka þá línu frá Moskvu að um sé að ræða „ögrun“ af hálfu Úkraínustjórnar. 4. apríl 2022 12:59