Fær 21 milljón frá Sjóvá eftir bílslys Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. apríl 2022 21:01 Konan fær 21 milljón króna í bætur frá Sjóvá. Vísir/Vilhelm Sjóvá hefur verið dæmt að greiða konu, sem lenti í árekstri árið 2017, 21 milljón króna í bætur. Konan varð fyrir töluverðu líkamstjóni, varanlegur miski hennar metinn 20 stig og varanleg örorka hennar 15 prósent. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var upp kveðinn 31. mars, að konan hafi í júní 2020 krafist þess að Sjóvá greiddi henni tilteknar skaðabætur í samræmi við niðurstöður matsmanna. Meðal þess sem hún krafðist var að uppgjör sakaðbóta fyrir varanlega örorku tækju mið af meðallaunum félagsmanna í ákveðinni starfsgrein, sem ekki er nánar tiltekin, sem lokið hefðu grunnnámi. Konan hafði verið í námi árin 2014 og 2015 og taldi hún því ekki að hægt væri að meta árslaun hennar út frá síðustu þremur árum fyrir slysið. Sjóvá sendi lögmanni konunnar tillögu að uppgjöri í júlí 2020 þar sem fallist var á kröfu um árslaunaviðmið að öðru leyti en því að það var lækkað um 10% þar sem konan hafði aðeins haft 90% vinnugetu fyrir slysið. Ástæða þess var sú að konan hafði lent í öðru umferðarslysi árið 2009 og var varanlegur miski vegna þess metinn 10 stig og varanleg örorka 10%. Konan taldi það ekki eiga stoð eða heimild í skaðabótalögum og benti á að langur tími hafi liðið milli slysanna tveggja. Hún hafi í millitíðinni lokið stúdentsprófi og BS gráðu og unnið ýmis störf. Ekkert benti til að umferðarslysið 2009 kæmi til með að hafa áhrif á að tekjur hennar yrðu 10% lægri eins og Sjóvá vildi meina. Vann með námi og var í fullu starfi þrátt fyrir örorku Þá benti hún á að í matsgerð matsmanna frá júní 2020 er sérstaklega tekið tillit til afleiðinga fyrra slyssins við mat á varanlegri örorku hennar af völdum slyssins 2017. Þar komi fram að slysið árið 2017 hefði ekki komið til hefði konan nýtt vinnugetu sína til starfa á vinnumarkaði en horft sé til þþess að hún hafi skerta vinnugetu sem nemi meintum afleiðingum fyrra slyssins. Matsmenn hafi þar með haft hliðsjón af skertri starfsgetu hennar þegar þeir lögðu mat á varanlega örorku hennar af völdum umferðarslyssins 2017. Afleiðingar fyrra slyssins hafi því ekki haft áhrif á umfang metinnar varanlegrar örorku og ákvörðun árslauna við mat á uppgjöri skaðabóta vegna seinna slyssins. Tekið er fram í niðurstöðu dómsins að á milli fyrra og seinna slyssins hafi konan lokið stúdenstprófi og BS-gráðu og hafi hún unnið samhliða námi og í fullu starfi á tíabilinu. Að mati dómsins sé ósannað að afleiðingar slyssins árið 2009 hafi hamlað vinnufærni hennar þegar slysið varð árið 2017 svo að draga beri frá launaviðmiði 10% vegna áður metinnar örorku. Dómurinn féllst því á það að rétt sé að viðmiðunarlaun til útreiknings skaðabótum í málinu verðu óskert meðallaun félagsmanna í starfsgrein hennar árið 2017 sem lokið hefðu grunnnámi. Þá hafnar dómurinn því að konan hafi ekki sýnt fram á að þau viðmiðunarlaun séu réttari mælikvarði á líklegar framtíðartekjur stefnanda en það viðmið sem Sjóvá vildi notast við. Dómsmál Tryggingar Samgönguslys Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var upp kveðinn 31. mars, að konan hafi í júní 2020 krafist þess að Sjóvá greiddi henni tilteknar skaðabætur í samræmi við niðurstöður matsmanna. Meðal þess sem hún krafðist var að uppgjör sakaðbóta fyrir varanlega örorku tækju mið af meðallaunum félagsmanna í ákveðinni starfsgrein, sem ekki er nánar tiltekin, sem lokið hefðu grunnnámi. Konan hafði verið í námi árin 2014 og 2015 og taldi hún því ekki að hægt væri að meta árslaun hennar út frá síðustu þremur árum fyrir slysið. Sjóvá sendi lögmanni konunnar tillögu að uppgjöri í júlí 2020 þar sem fallist var á kröfu um árslaunaviðmið að öðru leyti en því að það var lækkað um 10% þar sem konan hafði aðeins haft 90% vinnugetu fyrir slysið. Ástæða þess var sú að konan hafði lent í öðru umferðarslysi árið 2009 og var varanlegur miski vegna þess metinn 10 stig og varanleg örorka 10%. Konan taldi það ekki eiga stoð eða heimild í skaðabótalögum og benti á að langur tími hafi liðið milli slysanna tveggja. Hún hafi í millitíðinni lokið stúdentsprófi og BS gráðu og unnið ýmis störf. Ekkert benti til að umferðarslysið 2009 kæmi til með að hafa áhrif á að tekjur hennar yrðu 10% lægri eins og Sjóvá vildi meina. Vann með námi og var í fullu starfi þrátt fyrir örorku Þá benti hún á að í matsgerð matsmanna frá júní 2020 er sérstaklega tekið tillit til afleiðinga fyrra slyssins við mat á varanlegri örorku hennar af völdum slyssins 2017. Þar komi fram að slysið árið 2017 hefði ekki komið til hefði konan nýtt vinnugetu sína til starfa á vinnumarkaði en horft sé til þþess að hún hafi skerta vinnugetu sem nemi meintum afleiðingum fyrra slyssins. Matsmenn hafi þar með haft hliðsjón af skertri starfsgetu hennar þegar þeir lögðu mat á varanlega örorku hennar af völdum umferðarslyssins 2017. Afleiðingar fyrra slyssins hafi því ekki haft áhrif á umfang metinnar varanlegrar örorku og ákvörðun árslauna við mat á uppgjöri skaðabóta vegna seinna slyssins. Tekið er fram í niðurstöðu dómsins að á milli fyrra og seinna slyssins hafi konan lokið stúdenstprófi og BS-gráðu og hafi hún unnið samhliða námi og í fullu starfi á tíabilinu. Að mati dómsins sé ósannað að afleiðingar slyssins árið 2009 hafi hamlað vinnufærni hennar þegar slysið varð árið 2017 svo að draga beri frá launaviðmiði 10% vegna áður metinnar örorku. Dómurinn féllst því á það að rétt sé að viðmiðunarlaun til útreiknings skaðabótum í málinu verðu óskert meðallaun félagsmanna í starfsgrein hennar árið 2017 sem lokið hefðu grunnnámi. Þá hafnar dómurinn því að konan hafi ekki sýnt fram á að þau viðmiðunarlaun séu réttari mælikvarði á líklegar framtíðartekjur stefnanda en það viðmið sem Sjóvá vildi notast við.
Dómsmál Tryggingar Samgönguslys Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira