Innviðaráðuneytið í hart við borgina vegna Skerjafjarðar Kristján Már Unnarsson skrifar 4. apríl 2022 22:44 Flugvallarsamkomulagið handsalað í nóvember 2019. Það gerir ráð fyrir því að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar skuli tryggt á meðan nýtt flugvallarstæði í Hvassahrauni er kannað. Skjáskot/Stöð 2 Innviðaráðuneytið hefur vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði tilkynnt borgarstjóra að hverskyns aðgerðir af hálfu borgarinnar sem skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar séu í andstöðu við tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag samgönguráðherra og borgarstjóra vegna Hvassahrauns. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að borgin áformi að hefja framkvæmdir við nýtt íbúðahverfi í svonefndum Nýja-Skerjafirði í sumar á landi sem fram til þessa hefur heyrt undir flugvöllinn. Áður en það getur gerst þarf að færa flugvallargirðinguna. En miðað við tóninn sem birtist í bréfi innviðaráðuneytis til Reykjavíkurborgar í síðasta mánuði virðist það ekki ætla að gerast átakalaust. Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna hafði áður komið þeim sjónarmiðum á framfæri við bæði ríki og borg að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði gætu ógnað öryggi flugvéla með ókyrrð og sviptivindum og fékk Isavia hollensku geimferðastofnunina NLR til að gera úttekt á málinu. Flugvél Icelandair á leið til Egilsstaða í dag hefur sig til flugs af Reykjavíkurflugvelli. Í baksýn er svæðið í Skerjafirði sem borgin hefur skipulagt undir fjölbýlishúsahverfi.Arnar Halldórsson Í fréttum Stöðvar 2 í byrjun janúar vitnaði Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlands, til niðurstöðu Hollendinganna þegar hún lýsti áhyggjum um að framkvæmdirnar myndu skerða rekstraröryggi flugvallarins. Isavia sendi svo formlegt erindi til innviðaráðuneytis þess efnis í lok janúar. Minnisblað_Isavia_um_flugöryggi_Reykjavíkurflugvallar_frá_21PDF123KBSækja skjal Ráðuneytið brást við með formlegu bréfi til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í byrjun marsmánaðar þar sem vísað er til minnisblaðs Isavia sem og samkomulags samgönguráðherra og borgarstjóra frá 28. nóvember 2019 um að á meðan nýtt flugvallarstæði væri kannað í Hvassahrauni skyldi rekstraröryggi tryggt á Reykjavíkurflugvelli. Bréf_innviðaráðuneytis_til_borgarstjóra_2PDF92KBSækja skjal Í bréfinu til borgarstjóra segir ráðuneytið að það sé engum vafa undirorpið að hverskyns framkvæmdir eða aðrar aðgerðir af hálfu Reykjavíkurborgar sem skerða rekstraröryggi flugvallarins séu í andstöðu við framangreint samkomulag. Séð yfir svæðið í Skerjafirði sem borgin áformar að leggja undir húsbyggingar. Óskar ráðuneytið eftir því að Reykjavíkurborg upplýsi með hvaða hætti borgin hyggist tryggja að framkvæmdir á svæðinu hafi hvorki áhrif á flugöryggi né rekstraröryggi vallarins. Þá stöðvi borgin allar slíkar framkvæmdir þar til staðfest sé að öryggi vallarins sé tryggt. Óskaði ráðuneytið fyrir hönd Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra eftir svari fyrir 25. mars. Borgin fór fram á lengri tíma til að undirbúa svar sitt og var fresturinn framlengdur til og með þriðjudagsins 5. apríl, sem er á morgun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. 16. febrúar 2022 21:20 Segir nýtt íbúðahverfi skerða rekstraröryggi flugvallarins Óvíst er hvort Isavia muni afhenda Reykjavíkurborg svæði í Skerjafirði í vor til byggingar nýs íbúðahverfis án frekari rannsókna. Framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia segir húsbyggingar þar hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 3. janúar 2022 21:53 Borgin tekur tvær sneiðar til viðbótar af flugvellinum Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að tvær sneiðar verði skornar af Reykjavíkurflugvelli á næstu þremur árum og að vellinum verði svo endanlega lokað eftir áratug, árið 2032. 30. desember 2021 22:22 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að borgin áformi að hefja framkvæmdir við nýtt íbúðahverfi í svonefndum Nýja-Skerjafirði í sumar á landi sem fram til þessa hefur heyrt undir flugvöllinn. Áður en það getur gerst þarf að færa flugvallargirðinguna. En miðað við tóninn sem birtist í bréfi innviðaráðuneytis til Reykjavíkurborgar í síðasta mánuði virðist það ekki ætla að gerast átakalaust. Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna hafði áður komið þeim sjónarmiðum á framfæri við bæði ríki og borg að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði gætu ógnað öryggi flugvéla með ókyrrð og sviptivindum og fékk Isavia hollensku geimferðastofnunina NLR til að gera úttekt á málinu. Flugvél Icelandair á leið til Egilsstaða í dag hefur sig til flugs af Reykjavíkurflugvelli. Í baksýn er svæðið í Skerjafirði sem borgin hefur skipulagt undir fjölbýlishúsahverfi.Arnar Halldórsson Í fréttum Stöðvar 2 í byrjun janúar vitnaði Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlands, til niðurstöðu Hollendinganna þegar hún lýsti áhyggjum um að framkvæmdirnar myndu skerða rekstraröryggi flugvallarins. Isavia sendi svo formlegt erindi til innviðaráðuneytis þess efnis í lok janúar. Minnisblað_Isavia_um_flugöryggi_Reykjavíkurflugvallar_frá_21PDF123KBSækja skjal Ráðuneytið brást við með formlegu bréfi til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í byrjun marsmánaðar þar sem vísað er til minnisblaðs Isavia sem og samkomulags samgönguráðherra og borgarstjóra frá 28. nóvember 2019 um að á meðan nýtt flugvallarstæði væri kannað í Hvassahrauni skyldi rekstraröryggi tryggt á Reykjavíkurflugvelli. Bréf_innviðaráðuneytis_til_borgarstjóra_2PDF92KBSækja skjal Í bréfinu til borgarstjóra segir ráðuneytið að það sé engum vafa undirorpið að hverskyns framkvæmdir eða aðrar aðgerðir af hálfu Reykjavíkurborgar sem skerða rekstraröryggi flugvallarins séu í andstöðu við framangreint samkomulag. Séð yfir svæðið í Skerjafirði sem borgin áformar að leggja undir húsbyggingar. Óskar ráðuneytið eftir því að Reykjavíkurborg upplýsi með hvaða hætti borgin hyggist tryggja að framkvæmdir á svæðinu hafi hvorki áhrif á flugöryggi né rekstraröryggi vallarins. Þá stöðvi borgin allar slíkar framkvæmdir þar til staðfest sé að öryggi vallarins sé tryggt. Óskaði ráðuneytið fyrir hönd Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra eftir svari fyrir 25. mars. Borgin fór fram á lengri tíma til að undirbúa svar sitt og var fresturinn framlengdur til og með þriðjudagsins 5. apríl, sem er á morgun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. 16. febrúar 2022 21:20 Segir nýtt íbúðahverfi skerða rekstraröryggi flugvallarins Óvíst er hvort Isavia muni afhenda Reykjavíkurborg svæði í Skerjafirði í vor til byggingar nýs íbúðahverfis án frekari rannsókna. Framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia segir húsbyggingar þar hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 3. janúar 2022 21:53 Borgin tekur tvær sneiðar til viðbótar af flugvellinum Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að tvær sneiðar verði skornar af Reykjavíkurflugvelli á næstu þremur árum og að vellinum verði svo endanlega lokað eftir áratug, árið 2032. 30. desember 2021 22:22 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira
Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. 16. febrúar 2022 21:20
Segir nýtt íbúðahverfi skerða rekstraröryggi flugvallarins Óvíst er hvort Isavia muni afhenda Reykjavíkurborg svæði í Skerjafirði í vor til byggingar nýs íbúðahverfis án frekari rannsókna. Framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia segir húsbyggingar þar hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 3. janúar 2022 21:53
Borgin tekur tvær sneiðar til viðbótar af flugvellinum Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að tvær sneiðar verði skornar af Reykjavíkurflugvelli á næstu þremur árum og að vellinum verði svo endanlega lokað eftir áratug, árið 2032. 30. desember 2021 22:22