Innviðaráðuneytið í hart við borgina vegna Skerjafjarðar Kristján Már Unnarsson skrifar 4. apríl 2022 22:44 Flugvallarsamkomulagið handsalað í nóvember 2019. Það gerir ráð fyrir því að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar skuli tryggt á meðan nýtt flugvallarstæði í Hvassahrauni er kannað. Skjáskot/Stöð 2 Innviðaráðuneytið hefur vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði tilkynnt borgarstjóra að hverskyns aðgerðir af hálfu borgarinnar sem skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar séu í andstöðu við tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag samgönguráðherra og borgarstjóra vegna Hvassahrauns. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að borgin áformi að hefja framkvæmdir við nýtt íbúðahverfi í svonefndum Nýja-Skerjafirði í sumar á landi sem fram til þessa hefur heyrt undir flugvöllinn. Áður en það getur gerst þarf að færa flugvallargirðinguna. En miðað við tóninn sem birtist í bréfi innviðaráðuneytis til Reykjavíkurborgar í síðasta mánuði virðist það ekki ætla að gerast átakalaust. Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna hafði áður komið þeim sjónarmiðum á framfæri við bæði ríki og borg að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði gætu ógnað öryggi flugvéla með ókyrrð og sviptivindum og fékk Isavia hollensku geimferðastofnunina NLR til að gera úttekt á málinu. Flugvél Icelandair á leið til Egilsstaða í dag hefur sig til flugs af Reykjavíkurflugvelli. Í baksýn er svæðið í Skerjafirði sem borgin hefur skipulagt undir fjölbýlishúsahverfi.Arnar Halldórsson Í fréttum Stöðvar 2 í byrjun janúar vitnaði Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlands, til niðurstöðu Hollendinganna þegar hún lýsti áhyggjum um að framkvæmdirnar myndu skerða rekstraröryggi flugvallarins. Isavia sendi svo formlegt erindi til innviðaráðuneytis þess efnis í lok janúar. Minnisblað_Isavia_um_flugöryggi_Reykjavíkurflugvallar_frá_21PDF123KBSækja skjal Ráðuneytið brást við með formlegu bréfi til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í byrjun marsmánaðar þar sem vísað er til minnisblaðs Isavia sem og samkomulags samgönguráðherra og borgarstjóra frá 28. nóvember 2019 um að á meðan nýtt flugvallarstæði væri kannað í Hvassahrauni skyldi rekstraröryggi tryggt á Reykjavíkurflugvelli. Bréf_innviðaráðuneytis_til_borgarstjóra_2PDF92KBSækja skjal Í bréfinu til borgarstjóra segir ráðuneytið að það sé engum vafa undirorpið að hverskyns framkvæmdir eða aðrar aðgerðir af hálfu Reykjavíkurborgar sem skerða rekstraröryggi flugvallarins séu í andstöðu við framangreint samkomulag. Séð yfir svæðið í Skerjafirði sem borgin áformar að leggja undir húsbyggingar. Óskar ráðuneytið eftir því að Reykjavíkurborg upplýsi með hvaða hætti borgin hyggist tryggja að framkvæmdir á svæðinu hafi hvorki áhrif á flugöryggi né rekstraröryggi vallarins. Þá stöðvi borgin allar slíkar framkvæmdir þar til staðfest sé að öryggi vallarins sé tryggt. Óskaði ráðuneytið fyrir hönd Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra eftir svari fyrir 25. mars. Borgin fór fram á lengri tíma til að undirbúa svar sitt og var fresturinn framlengdur til og með þriðjudagsins 5. apríl, sem er á morgun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. 16. febrúar 2022 21:20 Segir nýtt íbúðahverfi skerða rekstraröryggi flugvallarins Óvíst er hvort Isavia muni afhenda Reykjavíkurborg svæði í Skerjafirði í vor til byggingar nýs íbúðahverfis án frekari rannsókna. Framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia segir húsbyggingar þar hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 3. janúar 2022 21:53 Borgin tekur tvær sneiðar til viðbótar af flugvellinum Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að tvær sneiðar verði skornar af Reykjavíkurflugvelli á næstu þremur árum og að vellinum verði svo endanlega lokað eftir áratug, árið 2032. 30. desember 2021 22:22 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að borgin áformi að hefja framkvæmdir við nýtt íbúðahverfi í svonefndum Nýja-Skerjafirði í sumar á landi sem fram til þessa hefur heyrt undir flugvöllinn. Áður en það getur gerst þarf að færa flugvallargirðinguna. En miðað við tóninn sem birtist í bréfi innviðaráðuneytis til Reykjavíkurborgar í síðasta mánuði virðist það ekki ætla að gerast átakalaust. Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna hafði áður komið þeim sjónarmiðum á framfæri við bæði ríki og borg að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði gætu ógnað öryggi flugvéla með ókyrrð og sviptivindum og fékk Isavia hollensku geimferðastofnunina NLR til að gera úttekt á málinu. Flugvél Icelandair á leið til Egilsstaða í dag hefur sig til flugs af Reykjavíkurflugvelli. Í baksýn er svæðið í Skerjafirði sem borgin hefur skipulagt undir fjölbýlishúsahverfi.Arnar Halldórsson Í fréttum Stöðvar 2 í byrjun janúar vitnaði Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlands, til niðurstöðu Hollendinganna þegar hún lýsti áhyggjum um að framkvæmdirnar myndu skerða rekstraröryggi flugvallarins. Isavia sendi svo formlegt erindi til innviðaráðuneytis þess efnis í lok janúar. Minnisblað_Isavia_um_flugöryggi_Reykjavíkurflugvallar_frá_21PDF123KBSækja skjal Ráðuneytið brást við með formlegu bréfi til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í byrjun marsmánaðar þar sem vísað er til minnisblaðs Isavia sem og samkomulags samgönguráðherra og borgarstjóra frá 28. nóvember 2019 um að á meðan nýtt flugvallarstæði væri kannað í Hvassahrauni skyldi rekstraröryggi tryggt á Reykjavíkurflugvelli. Bréf_innviðaráðuneytis_til_borgarstjóra_2PDF92KBSækja skjal Í bréfinu til borgarstjóra segir ráðuneytið að það sé engum vafa undirorpið að hverskyns framkvæmdir eða aðrar aðgerðir af hálfu Reykjavíkurborgar sem skerða rekstraröryggi flugvallarins séu í andstöðu við framangreint samkomulag. Séð yfir svæðið í Skerjafirði sem borgin áformar að leggja undir húsbyggingar. Óskar ráðuneytið eftir því að Reykjavíkurborg upplýsi með hvaða hætti borgin hyggist tryggja að framkvæmdir á svæðinu hafi hvorki áhrif á flugöryggi né rekstraröryggi vallarins. Þá stöðvi borgin allar slíkar framkvæmdir þar til staðfest sé að öryggi vallarins sé tryggt. Óskaði ráðuneytið fyrir hönd Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra eftir svari fyrir 25. mars. Borgin fór fram á lengri tíma til að undirbúa svar sitt og var fresturinn framlengdur til og með þriðjudagsins 5. apríl, sem er á morgun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. 16. febrúar 2022 21:20 Segir nýtt íbúðahverfi skerða rekstraröryggi flugvallarins Óvíst er hvort Isavia muni afhenda Reykjavíkurborg svæði í Skerjafirði í vor til byggingar nýs íbúðahverfis án frekari rannsókna. Framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia segir húsbyggingar þar hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 3. janúar 2022 21:53 Borgin tekur tvær sneiðar til viðbótar af flugvellinum Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að tvær sneiðar verði skornar af Reykjavíkurflugvelli á næstu þremur árum og að vellinum verði svo endanlega lokað eftir áratug, árið 2032. 30. desember 2021 22:22 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. 16. febrúar 2022 21:20
Segir nýtt íbúðahverfi skerða rekstraröryggi flugvallarins Óvíst er hvort Isavia muni afhenda Reykjavíkurborg svæði í Skerjafirði í vor til byggingar nýs íbúðahverfis án frekari rannsókna. Framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia segir húsbyggingar þar hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 3. janúar 2022 21:53
Borgin tekur tvær sneiðar til viðbótar af flugvellinum Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að tvær sneiðar verði skornar af Reykjavíkurflugvelli á næstu þremur árum og að vellinum verði svo endanlega lokað eftir áratug, árið 2032. 30. desember 2021 22:22