Ég biðst afsökunar…en áfram gakk og gleymum þessu nú, eins og öllu öðru! Bjarki Eiríksson skrifar 5. apríl 2022 10:01 Þær fregnir bárust nú í byrjun viku að innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hafi orðið uppvís að niðrandi ummælum um uppruna Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Fyrstu viðbrögð aðstoðarmanns Sigurðar Inga var að segja að um algjört bull væri að ræða, hún hafi staðið við hlið hans og hann hafi ekki látið ummælin falla. Það var ekki fyrr en Vigdís sjálf tjáði sig um ummæli hæstvirts ráðherra sem hann viðurkenndi að hafa gert mistök og sagt hin meiðandi orð. Þá var fokið í flest skjól og ráðherra bað Vigdísi afsökunar á orðum sínum. Í yfirlýsingu sinni segir hann meðal annars: „Í lífinu er maður alltaf að læra á sjálfan sig. Sárt er þó að sá lærdómur bitni á tilfinningum annarra.“ Nú vill svo til að ég þekki Sigurð Inga ágætlega, enda erum við báðir úr Hrunamannahrepp. Ég skráði mig m.a.s. í Framsóknarflokkinn á sínum tíma, honum til stuðnings, í prófkjöri flokksins til Alþingiskosninga, þó svo að í dag beri heldur meira á milli þeirrar pólitíkur sem hann stundar og minnar eigin. Ég veit að Ingi er hvorki rasisti né vondur maður. Mér finnst ómaklega að honum vegið í athugasemdakerfum netmiðla landsins þrátt fyrir að hann hafi gerst sekur um ægilegt dómgreindarleysi með þessum glötuðu ummælum sínum. Hins vegar er eðlilegt að almenningur spyrji sig hversu mikinn dómgreindarskort, hve mörg mistök eða yfirsjónir, dómsmál eða hvað annað sem orkar tvímælis hjá ráðamönnum þjóðarinnar eigum við landsmenn að þurfa að fyrirgefa án þess að þeir axli ábyrgð og segi af sér? Hvenær komast íslensk stjórnmál á þann stað að prinsipp, heiðarleiki og trúverðugleiki verði mikilvægari en persónur og leikendur á Alþingi? Hvenær ætlum við kjósendur að hætta að sætta okkur við þaulsetu stjórnmálamanna sem gerast sekir um dómgreindarskort, mistök eða jafnvel að brjóta eigin lög? Stjórnmálamenn í Evrópu telja sig þurfa að segja af sér þegar upp koma mál þeim tengdum sem við Íslendingar myndum ekki einu sinni kippa okkur upp við eða finnast vera tilefni til þess að skoða neitt nánar. Sylvi Listhaug (Noregi) sagði af sér vegna ummæla í Facebook færslu árið 2018, Uffe Elbæk (Danmörk) sagði af sér árið 2007 fyrir að hafa haldið nokkrar veislur hjá stofnun sem maðurinn hans vann hjá og þá sagði írski landbúnaðarráðherrann Dara Calleary af sér vegna brota á sóttvarnarreglum síðsumars 2020. Það er kominn tími til þess að við fáum meira og betra en eintómar afsökunarbeiðnir stjórnmálamanna sem gera mistök (þ.e. þeirra sem hafa þó manndóm í sér til þess að viðurkenna þau). Við eigum skilið að fá inn nýtt fólk þegar mistök eru gerð. Það er kominn tími til þess að íslenskt stjórnmálafólk axli þá ábyrgð sem völdum þeirra fylgir og segi af sér þegar það verður uppvíst að niðrandi ummælum, brjóti sóttvarnar- eða jafnréttislög eða á einn eða annan hátt varpar skugga á heilindi og trúverðugleika Alþingis. Sigurður Ingi er ekki rasisti. Hann gerði mistök í breyskleika sínum, eins og við hin getum öll gert. En vilji hann halda trúverðugleika sem stjórnmálamaður verður hann að axla þá ábyrgð sem embætti hans fylgir og segja af sér. Höfundur er nemi í miðlun og almannatengslum og áhugamaður um stjórnmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bjarki Eiríksson Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Þær fregnir bárust nú í byrjun viku að innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hafi orðið uppvís að niðrandi ummælum um uppruna Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Fyrstu viðbrögð aðstoðarmanns Sigurðar Inga var að segja að um algjört bull væri að ræða, hún hafi staðið við hlið hans og hann hafi ekki látið ummælin falla. Það var ekki fyrr en Vigdís sjálf tjáði sig um ummæli hæstvirts ráðherra sem hann viðurkenndi að hafa gert mistök og sagt hin meiðandi orð. Þá var fokið í flest skjól og ráðherra bað Vigdísi afsökunar á orðum sínum. Í yfirlýsingu sinni segir hann meðal annars: „Í lífinu er maður alltaf að læra á sjálfan sig. Sárt er þó að sá lærdómur bitni á tilfinningum annarra.“ Nú vill svo til að ég þekki Sigurð Inga ágætlega, enda erum við báðir úr Hrunamannahrepp. Ég skráði mig m.a.s. í Framsóknarflokkinn á sínum tíma, honum til stuðnings, í prófkjöri flokksins til Alþingiskosninga, þó svo að í dag beri heldur meira á milli þeirrar pólitíkur sem hann stundar og minnar eigin. Ég veit að Ingi er hvorki rasisti né vondur maður. Mér finnst ómaklega að honum vegið í athugasemdakerfum netmiðla landsins þrátt fyrir að hann hafi gerst sekur um ægilegt dómgreindarleysi með þessum glötuðu ummælum sínum. Hins vegar er eðlilegt að almenningur spyrji sig hversu mikinn dómgreindarskort, hve mörg mistök eða yfirsjónir, dómsmál eða hvað annað sem orkar tvímælis hjá ráðamönnum þjóðarinnar eigum við landsmenn að þurfa að fyrirgefa án þess að þeir axli ábyrgð og segi af sér? Hvenær komast íslensk stjórnmál á þann stað að prinsipp, heiðarleiki og trúverðugleiki verði mikilvægari en persónur og leikendur á Alþingi? Hvenær ætlum við kjósendur að hætta að sætta okkur við þaulsetu stjórnmálamanna sem gerast sekir um dómgreindarskort, mistök eða jafnvel að brjóta eigin lög? Stjórnmálamenn í Evrópu telja sig þurfa að segja af sér þegar upp koma mál þeim tengdum sem við Íslendingar myndum ekki einu sinni kippa okkur upp við eða finnast vera tilefni til þess að skoða neitt nánar. Sylvi Listhaug (Noregi) sagði af sér vegna ummæla í Facebook færslu árið 2018, Uffe Elbæk (Danmörk) sagði af sér árið 2007 fyrir að hafa haldið nokkrar veislur hjá stofnun sem maðurinn hans vann hjá og þá sagði írski landbúnaðarráðherrann Dara Calleary af sér vegna brota á sóttvarnarreglum síðsumars 2020. Það er kominn tími til þess að við fáum meira og betra en eintómar afsökunarbeiðnir stjórnmálamanna sem gera mistök (þ.e. þeirra sem hafa þó manndóm í sér til þess að viðurkenna þau). Við eigum skilið að fá inn nýtt fólk þegar mistök eru gerð. Það er kominn tími til þess að íslenskt stjórnmálafólk axli þá ábyrgð sem völdum þeirra fylgir og segi af sér þegar það verður uppvíst að niðrandi ummælum, brjóti sóttvarnar- eða jafnréttislög eða á einn eða annan hátt varpar skugga á heilindi og trúverðugleika Alþingis. Sigurður Ingi er ekki rasisti. Hann gerði mistök í breyskleika sínum, eins og við hin getum öll gert. En vilji hann halda trúverðugleika sem stjórnmálamaður verður hann að axla þá ábyrgð sem embætti hans fylgir og segja af sér. Höfundur er nemi í miðlun og almannatengslum og áhugamaður um stjórnmál.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun