Engar efndir, en nóg af loforðum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 5. apríl 2022 10:30 Í ævintýrinu um Nýju fötin keisarans, þá var það barnið sem þorði að segja: „Nú, hann er þá ekki í neinu!”. Sú saga kemur upp í hugann, þegar lesið var viðtal við bæjarstjóra Hafnarfjarðar í Morgunblaðinu. Þar segir hún að mikið uppbyggingarskeið framundan í Hafnarfirði og tilgreindi nokkur svæði þar sem uppbyggingin á að fara fram. Ekkert hafi verið gert í þessum málum s.l. átta ár vegna þess að háspennulínur hafi hamlað á örlitlu svæði alls byggingarlandsins. Líkir bæjarstjórinn þessu við "hamfarir" í löngu máli þar sem reynt er að afsaka klúðrið. Þær hamfarir, þau mistök voru hins vegar alfarið í ráðhúsi bæjarins, hjá meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Þau brugðust ekki við, höfðu engar aðrar áætlanir, en biðu þess er verða vildi í átta ár og lítið sem ekkert gerðist. Keisarinn var þá ekki í neinu, hann var allsber, eins og segir í ævintýrinu góða. Íbúum fækkaði í fyrsta skipti í 80 ár Afleiðingarnar blasa við í talningu Samtaka iðnaðarins, sem sýnir að minnst er byggt í Hafnarfirði miðað við nágrannasveitarfélögin. Það þýðir að fjölgun íbúa er langt undir áætlunum bæjarins. Á síðasta ári fjölgaði íbúum Hafnarfjarðar aðeins um 0,25% og árið 2020 fækkaði þeim í fyrsta skiptið í 80 ár. Þetta er uppskera Sjálfstæðisflokksins eftir átta ár í meirihluta. Samkvæmt miðspá húsnæðisáætlunar Hafnarfjarðarbæjar er einungis gert ráð fyrir 152 nýjum íbúðum á þessu ári. Er það hin gríðarlega mikla uppbygging sem bæjarstjórinn talar um? Þá hafa færri íbúðir verið keyptar af bænum inn í félagslega kerfið og ekki nýttar fjárheimildir til þess í fjárhagsáætlun. Það hefur laskað verulega félagslega þjónustu við þá sem minnst mega sín og biðlistarnir lengjast. Allt þetta kjörtímabil höfum við í Samfylkingunni bent á þá alvarlegu stöðu sem er í Hafnarfirði vegna hægrar uppbyggingar nýs húsnæðis. Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hefur kosið að stinga hausnum í sandinn í stað þess að horfast í augu við staðreyndir og ráðast með okkur í átak í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Það drukknar allt í orðagjálfri. Eina sem kemur svo frá meirihlutanum er að framundan er mikil uppbygging, einhvern tíma. Hvað á að segja það lengi? Innantóm orð en engar framkvæmdir Það stendur ekki á loforðum og allskonar fagurgala. Þannig hefur það verið allt kjörtímabilið og lengur. Fyrir síðustu kosningar, fyrir fjórum árum, voru sýndar fallegar myndir af svonefndu 5 mínútna hverfi uppi á Hrauni, sem átti að vera stóra málið í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á yfirstandandi kjörtímabili. Þar hefur ekki skóflu verið stungið í jörð ennþá - engin hreyfing. Öll uppbyggingarsvæðin sem bæjarstjórinn talar um eru lítið annað en hugmyndir á blaði, enda eru engar lóðir til í Hafnarfirði. Það sagði bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Hafnarfirði í ræðu á Alþingi og ber sjálfur ábyrgð á ófremdarástandinu með Sjálfstæðisflokknum. Uppbygging íbúðarhúsnæðis og húsnæðismál eru velferðarmál. Afleiðing hægrar uppbyggingar eru að eftirspurn eykst og verð hækkar, sem lendir verst á fjölskyldufólki og fyrstu kaupendum. Nýr meirihluti jafnaðarmanna forsenda bjartra tíma Það er því rétt að framtíðin er björt í Hafnarfirði, en hjá nýjum meirihluta, nýjum stjórnendum í Hafnarfirði undir forystu jafnaðarmanna eftir bæjarstjórnarkosningarnar 14. maí. Þá verður ráðist í raunverulegt stórátak í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, m.a. með samstarfi við óhagnaðardrifin leigufélög, verktaka og einstaklinga þar sem áhersla verður lögð á fjölbreytt og hentugt húsnæði fyrir alla. Hér þarf skýra framtíðarsýn og að láta verkin tala. Tökum höndum saman um það. Höfundur skipar 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði til bæjarstjórnarkosninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Stefán Már Gunnlaugsson Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Í ævintýrinu um Nýju fötin keisarans, þá var það barnið sem þorði að segja: „Nú, hann er þá ekki í neinu!”. Sú saga kemur upp í hugann, þegar lesið var viðtal við bæjarstjóra Hafnarfjarðar í Morgunblaðinu. Þar segir hún að mikið uppbyggingarskeið framundan í Hafnarfirði og tilgreindi nokkur svæði þar sem uppbyggingin á að fara fram. Ekkert hafi verið gert í þessum málum s.l. átta ár vegna þess að háspennulínur hafi hamlað á örlitlu svæði alls byggingarlandsins. Líkir bæjarstjórinn þessu við "hamfarir" í löngu máli þar sem reynt er að afsaka klúðrið. Þær hamfarir, þau mistök voru hins vegar alfarið í ráðhúsi bæjarins, hjá meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Þau brugðust ekki við, höfðu engar aðrar áætlanir, en biðu þess er verða vildi í átta ár og lítið sem ekkert gerðist. Keisarinn var þá ekki í neinu, hann var allsber, eins og segir í ævintýrinu góða. Íbúum fækkaði í fyrsta skipti í 80 ár Afleiðingarnar blasa við í talningu Samtaka iðnaðarins, sem sýnir að minnst er byggt í Hafnarfirði miðað við nágrannasveitarfélögin. Það þýðir að fjölgun íbúa er langt undir áætlunum bæjarins. Á síðasta ári fjölgaði íbúum Hafnarfjarðar aðeins um 0,25% og árið 2020 fækkaði þeim í fyrsta skiptið í 80 ár. Þetta er uppskera Sjálfstæðisflokksins eftir átta ár í meirihluta. Samkvæmt miðspá húsnæðisáætlunar Hafnarfjarðarbæjar er einungis gert ráð fyrir 152 nýjum íbúðum á þessu ári. Er það hin gríðarlega mikla uppbygging sem bæjarstjórinn talar um? Þá hafa færri íbúðir verið keyptar af bænum inn í félagslega kerfið og ekki nýttar fjárheimildir til þess í fjárhagsáætlun. Það hefur laskað verulega félagslega þjónustu við þá sem minnst mega sín og biðlistarnir lengjast. Allt þetta kjörtímabil höfum við í Samfylkingunni bent á þá alvarlegu stöðu sem er í Hafnarfirði vegna hægrar uppbyggingar nýs húsnæðis. Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hefur kosið að stinga hausnum í sandinn í stað þess að horfast í augu við staðreyndir og ráðast með okkur í átak í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Það drukknar allt í orðagjálfri. Eina sem kemur svo frá meirihlutanum er að framundan er mikil uppbygging, einhvern tíma. Hvað á að segja það lengi? Innantóm orð en engar framkvæmdir Það stendur ekki á loforðum og allskonar fagurgala. Þannig hefur það verið allt kjörtímabilið og lengur. Fyrir síðustu kosningar, fyrir fjórum árum, voru sýndar fallegar myndir af svonefndu 5 mínútna hverfi uppi á Hrauni, sem átti að vera stóra málið í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á yfirstandandi kjörtímabili. Þar hefur ekki skóflu verið stungið í jörð ennþá - engin hreyfing. Öll uppbyggingarsvæðin sem bæjarstjórinn talar um eru lítið annað en hugmyndir á blaði, enda eru engar lóðir til í Hafnarfirði. Það sagði bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Hafnarfirði í ræðu á Alþingi og ber sjálfur ábyrgð á ófremdarástandinu með Sjálfstæðisflokknum. Uppbygging íbúðarhúsnæðis og húsnæðismál eru velferðarmál. Afleiðing hægrar uppbyggingar eru að eftirspurn eykst og verð hækkar, sem lendir verst á fjölskyldufólki og fyrstu kaupendum. Nýr meirihluti jafnaðarmanna forsenda bjartra tíma Það er því rétt að framtíðin er björt í Hafnarfirði, en hjá nýjum meirihluta, nýjum stjórnendum í Hafnarfirði undir forystu jafnaðarmanna eftir bæjarstjórnarkosningarnar 14. maí. Þá verður ráðist í raunverulegt stórátak í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, m.a. með samstarfi við óhagnaðardrifin leigufélög, verktaka og einstaklinga þar sem áhersla verður lögð á fjölbreytt og hentugt húsnæði fyrir alla. Hér þarf skýra framtíðarsýn og að láta verkin tala. Tökum höndum saman um það. Höfundur skipar 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði til bæjarstjórnarkosninga.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun