Sindri þekkti bæjarstjórann sem Rússar skutu: Þetta hefðu getað verið við Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. apríl 2022 12:01 Hér til vinstri sést Sindri ásamt úkraínskri konu sinni á flótta frá landinu en hægra megin er mynd sem hefur farið víða í erlendum fjölmiðlum af gröf bæjarstjórans í Motishin. aðsend/ap/Efrem Lukatsky Íslenskur maður sem flúði Kænugarð segir mikla heppni að hann hafi ekki verið fluttur inn í hús sem hann var að byggja í bænum Motishin. Hann þekkti bæjarstjórann þar vel sem fannst í gær látin ásamt eiginmanni sínum og syni. Þau höfðu verið skotin af Rússum. Sindri Björnsson hefur búið í Úkraínu ásamt úkraínskri konu sinni og tveimur börnum í um þrjú ar. Þau bjuggu í úthverfi Kænugarðs en voru að byggja sér hús í litlum bæ, Motishin, skammt frá höfuðborginni. Gekk fram hjá húsinu okkar daglega Það er einn þeirra bæja sem Rússar hafa horfið frá og greindu fjölmiðlar frá því í gær að borgarstjórinn, Olga, hefði fundist þar látin ásamt fjölskyldu sinni. „Þessi Olga heitin hún var að hjálpa okkur mikið með alla pappírsvinnu, og ganga frá öllu og gekk fram hjá húsinu okkar daglega kvölds og morgna þegar hún fór í og úr vinnu. Þannig að við heilsuðum henni alla daga sem við hittum hana þarna,“ segir Sindri. Hann kemur varla orðum að því hversu sárar fréttir síðustu daga hafa verið en þau hjónin fóru gjarnan til bæjarins Bucha og versluðu þar. Þar hefur fjöldi almennra borgara fundist látinn eftir hernám Rússa. „Þetta er í raun og veru ólýsanlegt. Maður trúir því bara ekki að mannvonskan sé svona,“ segir Sindri. Þau hjónin flúðu Kænugarð á fyrstu dögum stríðsins og komu til Íslands eftir um mánaðarlangt ferðalag. Við ræddum við Sindra á fyrstu dögum stríðsins þegar þau voru að koma sér frá Úkraínu: Sindri segir mikla mildi að þau hafi ekki verið flutt inn í hús sitt í Motishin því þá hefðu þau ólíklega flúið land. Bærinn er pínulítill og var ekki hertekinn strax. Þau hefðu talið bæinn öruggan stað. Telur að þau hefðu sjálf verið á meðal fórnarlamba „Og lukkan okkar, segi ég, við ætluðum að vera flutt þarna í desember í þorpið. Svo varð svona hökt á framkvæmdum þannig við vorum ekki flutt,“ segir Sindri sem telur líklegt að þau fjölskyldan væru ekki á lífi í dag ef þau hefðu flutt inn í húsið á réttum tíma. Gröf Olgu, eiginmanns hennar og sonar. Með þeim liggur annar bæjarbúi. ap/efrem lukatsky Myndir af gröf bæjarstjórans hafa birst á erlendum miðlum en fimm lík hafa fundist í bænum. „Það er náttúrulega fleira fólk en bæjarstjórinn sem þeir tóku og fóru með út í skóg og eins víst að við hefðum verið í þeim hópi því að útlendingar eru ekki vinsælir hjá þeim ef við hefðum verið þarna,“ segir Sindri. Þau hjónin búa nú á æskuslóðum hans í Mýrdal og bíða af sér hörmungarnar en eru staðráðinn í að fara aftur til Úkraínu þegar stríðinu lýkur og taka þátt í að byggja bæinn Motishin upp á ný. „Þegar stríðinu lýkur verður nú einhver bið á að það verði búið að hreinsa. Ég get ekki farið með fjölskyldu í þetta eins og þetta lítur út í dag. Við stefnum á að fara til baka og taka þátt í uppbyggingu á þorpinu og reyna að koma öllu svona í horf.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Íslendingar erlendis Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Sindri Björnsson hefur búið í Úkraínu ásamt úkraínskri konu sinni og tveimur börnum í um þrjú ar. Þau bjuggu í úthverfi Kænugarðs en voru að byggja sér hús í litlum bæ, Motishin, skammt frá höfuðborginni. Gekk fram hjá húsinu okkar daglega Það er einn þeirra bæja sem Rússar hafa horfið frá og greindu fjölmiðlar frá því í gær að borgarstjórinn, Olga, hefði fundist þar látin ásamt fjölskyldu sinni. „Þessi Olga heitin hún var að hjálpa okkur mikið með alla pappírsvinnu, og ganga frá öllu og gekk fram hjá húsinu okkar daglega kvölds og morgna þegar hún fór í og úr vinnu. Þannig að við heilsuðum henni alla daga sem við hittum hana þarna,“ segir Sindri. Hann kemur varla orðum að því hversu sárar fréttir síðustu daga hafa verið en þau hjónin fóru gjarnan til bæjarins Bucha og versluðu þar. Þar hefur fjöldi almennra borgara fundist látinn eftir hernám Rússa. „Þetta er í raun og veru ólýsanlegt. Maður trúir því bara ekki að mannvonskan sé svona,“ segir Sindri. Þau hjónin flúðu Kænugarð á fyrstu dögum stríðsins og komu til Íslands eftir um mánaðarlangt ferðalag. Við ræddum við Sindra á fyrstu dögum stríðsins þegar þau voru að koma sér frá Úkraínu: Sindri segir mikla mildi að þau hafi ekki verið flutt inn í hús sitt í Motishin því þá hefðu þau ólíklega flúið land. Bærinn er pínulítill og var ekki hertekinn strax. Þau hefðu talið bæinn öruggan stað. Telur að þau hefðu sjálf verið á meðal fórnarlamba „Og lukkan okkar, segi ég, við ætluðum að vera flutt þarna í desember í þorpið. Svo varð svona hökt á framkvæmdum þannig við vorum ekki flutt,“ segir Sindri sem telur líklegt að þau fjölskyldan væru ekki á lífi í dag ef þau hefðu flutt inn í húsið á réttum tíma. Gröf Olgu, eiginmanns hennar og sonar. Með þeim liggur annar bæjarbúi. ap/efrem lukatsky Myndir af gröf bæjarstjórans hafa birst á erlendum miðlum en fimm lík hafa fundist í bænum. „Það er náttúrulega fleira fólk en bæjarstjórinn sem þeir tóku og fóru með út í skóg og eins víst að við hefðum verið í þeim hópi því að útlendingar eru ekki vinsælir hjá þeim ef við hefðum verið þarna,“ segir Sindri. Þau hjónin búa nú á æskuslóðum hans í Mýrdal og bíða af sér hörmungarnar en eru staðráðinn í að fara aftur til Úkraínu þegar stríðinu lýkur og taka þátt í að byggja bæinn Motishin upp á ný. „Þegar stríðinu lýkur verður nú einhver bið á að það verði búið að hreinsa. Ég get ekki farið með fjölskyldu í þetta eins og þetta lítur út í dag. Við stefnum á að fara til baka og taka þátt í uppbyggingu á þorpinu og reyna að koma öllu svona í horf.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Íslendingar erlendis Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira