Jón Páll krafði Víkinga um 26 milljónir en þarf sjálfur að borga Sindri Sverrisson skrifar 6. apríl 2022 08:00 Jón Páll Pálmason brosti í kampinn er hann var kynntur sem þjálfari Víkings Ólafsvík. Víkingur Ólafsvík Knattspyrnudeild Víkings Ólafsvík hefur verið sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu þjálfarans Jóns Páls Pálmasonar sem krafði félagið um 26 milljónir króna auk dráttarvaxta. Jón Páll taldi uppsögn sína árið 2020 ólögmæta en samkvæmt dómi Héraðsdóms fékk hann full laun greidd frá því að vinnuframlag hans var afþakkað í júlí 2020, og fram til 1. október þegar uppsagnarákvæði í samningnum var nýtt. Niðurstaða héraðsdóms var því sú að Jón Páll þyrfti að greiða Víkingi Ólafsvík 1,5 milljón króna í málskostnað. Í samtali við Vísi kvaðst Jón Páll vera að skoða það að áfrýja dómnum en að ákvörðun um það lægi ekki fyrir. Jón Páll, sem nú þjálfar yngri flokka hjá FH, var ráðinn þjálfari karlaliðs Víkings síðla árs 2019 og tók við af Ejub Purisevic sem stýrt hafði liðinu um langt árabil. Auk þess að stýra Víkingum í 1. deildinni átti Jón Páll að hafa yfirumsjón með 2. flokki karla og gegna stöðu yfirþjálfara hjá félaginu, og var samningurinn til þriggja ára. Óánægja hjá foreldrum og vegna utanlandsferðar Störfum Jóns Páls í Ólafsvík lauk hins vegar í júlí 2020, eftir að hann hafði aðeins stýrt karlaliði Víkings í fimm deildarleikjum. Samkvæmt dómnum hafði óánægju þá gætt með störf hans, bæði hjá stjórn knattspyrnudeildar Víkings sem og hjá foreldrum iðkenda. Í því samhengi er nefnd utanlandsferð sem Jón Páll fór í án samþykkis félagsins og í máli forráðamanna þess segir að Jón Páll hafi ekki skilað sextíu klukkustunda vinnu á mánuði. Krafa Jóns Páls nam nákvæmlega 25.940.000 krónum. Hann taldi sig eiga inni 26-föld mánaðarlaun upp á 700.000 krónur, og jafnmargar greiðslur vegna íbúðarkostnaðar (80.000 krónur á mánuði), eldsneytis (30.000 krónur á mánuði) og matarúttektar (30.000 krónur á mánuði). Við það bættist krafa um bætur fyrir röskun á stöðu og högum, upp á þrjár milljónir króna, og miskabætur upp á eina milljón króna þar sem Jón Páll taldi að á hann hefðu verið bornar alvarlegar ávirðingar sem hefðu verið meiðandi og til þess fallnar að valda álitshnekki, eins og segir í dómnum. Íslenski boltinn Víkingur Ólafsvík Snæfellsbær Dómsmál Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Jón Páll taldi uppsögn sína árið 2020 ólögmæta en samkvæmt dómi Héraðsdóms fékk hann full laun greidd frá því að vinnuframlag hans var afþakkað í júlí 2020, og fram til 1. október þegar uppsagnarákvæði í samningnum var nýtt. Niðurstaða héraðsdóms var því sú að Jón Páll þyrfti að greiða Víkingi Ólafsvík 1,5 milljón króna í málskostnað. Í samtali við Vísi kvaðst Jón Páll vera að skoða það að áfrýja dómnum en að ákvörðun um það lægi ekki fyrir. Jón Páll, sem nú þjálfar yngri flokka hjá FH, var ráðinn þjálfari karlaliðs Víkings síðla árs 2019 og tók við af Ejub Purisevic sem stýrt hafði liðinu um langt árabil. Auk þess að stýra Víkingum í 1. deildinni átti Jón Páll að hafa yfirumsjón með 2. flokki karla og gegna stöðu yfirþjálfara hjá félaginu, og var samningurinn til þriggja ára. Óánægja hjá foreldrum og vegna utanlandsferðar Störfum Jóns Páls í Ólafsvík lauk hins vegar í júlí 2020, eftir að hann hafði aðeins stýrt karlaliði Víkings í fimm deildarleikjum. Samkvæmt dómnum hafði óánægju þá gætt með störf hans, bæði hjá stjórn knattspyrnudeildar Víkings sem og hjá foreldrum iðkenda. Í því samhengi er nefnd utanlandsferð sem Jón Páll fór í án samþykkis félagsins og í máli forráðamanna þess segir að Jón Páll hafi ekki skilað sextíu klukkustunda vinnu á mánuði. Krafa Jóns Páls nam nákvæmlega 25.940.000 krónum. Hann taldi sig eiga inni 26-föld mánaðarlaun upp á 700.000 krónur, og jafnmargar greiðslur vegna íbúðarkostnaðar (80.000 krónur á mánuði), eldsneytis (30.000 krónur á mánuði) og matarúttektar (30.000 krónur á mánuði). Við það bættist krafa um bætur fyrir röskun á stöðu og högum, upp á þrjár milljónir króna, og miskabætur upp á eina milljón króna þar sem Jón Páll taldi að á hann hefðu verið bornar alvarlegar ávirðingar sem hefðu verið meiðandi og til þess fallnar að valda álitshnekki, eins og segir í dómnum.
Íslenski boltinn Víkingur Ólafsvík Snæfellsbær Dómsmál Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira