„Ekki í mínu besta standi en held, vona og líður eins og ég sé ekki langt frá því“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2022 14:01 Sara Björk Gunnarsdottir með samherja sinn hjá Lyon, Catarinu Macario, á bakinu eftir sigur á Juventus í Meistaradeild Evrópu. getty/Johannes Simon Sara Björk Gunnarsdóttir segist ekki enn vera komin í sitt besta form en það styttist í það. Hún hefði viljað fá fleiri tækifæri með Lyon eftir að hún sneri aftur eftir barnsburð. Eftir rúmlega árs fjarveru var Sara valin aftur í íslenska landsliðið sem mætir Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM á næstu dögum. Hún hefur ekki leikið landsleik síðan 1. desember. Ísland tryggði sér þá sæti á EM með 0-1 útisigri á Ungverjalandi. Sara eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember og sneri aftur á völlinn í síðasta mánuði. Hún hefur komið við sögu í þremur leikjum með Lyon, tveimur í frönsku úrvalsdeildinni og einum í Meistaradeild Evrópu. „Það er stór pakki núna,“ sagði Sara á blaðamannafundi landsliðsins í dag. „Í fyrsta lagi er ótrúlega gaman að vera komin til baka með Lyon og vera komin aftur í landsliðið að hitta stelpurnar. Að koma til baka á þessum tímapunkti er ótrúlega skemmtilegt.“ Sara hefur ekki leikið landsleik síðan í lok árs 2020.vísir/vilhelm Sara segist allt eins hafa átt von á því að Þorsteinn Halldórsson myndi velja hana í landsliðið að þessu sinni. „Já og nei. Ég átti von á einhverju samtali við Steina. Hann hringdi í mig og spurði hvernig staðan væri á mér. Ég sagði að hún væri góð þrátt fyrir að hafa ekki fengið mikið af mínútum. Þetta var ákvörðun hans að velja mig. Hann tók mig inn í hópinn og ég var ánægð með það,“ sagði Sara. Ekkert ákveðið með spiltíma Hún sagði að ekkert hefði verið ákveðið hvað hún myndi spila mikið í landsleikjunum tveimur sem framundan eru og benti á landsliðsþjálfarann. „Nei, að hefur ekki verið rætt neitt. Þetta er fyrsti dagurinn og við eigum eftir að tala um það. Það kemur bara í ljós. Það verður að spyrja Steina að því,“ sagði Sara. Hún segist vera í góðu líkamlegu formi en neitar því ekki að hún hefði viljað fá fleiri mínútur með Lyon að undanförnu. Sara varð Evrópumeistari með Lyon 2020.getty/Tullio Puglia „Ég er búin að vera æfa ótrúlega vel með Lyon. Ég hef kannski ekki fengið þær mínútur sem ég vildi. Ég er búin að spila mest 45 mínútur og einhverjar fimm og tíu mínútur. Ég er ekki í mínu besta standi, það er alveg á hreinu en ég held, vona og líður eins og ég sé ekki langt frá því,“ sagði Sara sem er leikjahæst í sögu íslenska landsliðsins með 136 leiki. Ekkert varðandi óléttuna sem kom í veg fyrir að ég myndi byrja að æfa Hún segist ekki hafa átt von á því að koma jafn snemma til baka eftir barnsburð og raun bar vitni. „Tilfinningin er góð. Ég bjóst kannski ekki við því að koma svona fljótt til baka. Ég var með það markmið að byrja að æfa með liðinu í febrúar eða mars. Það kom mér á óvart hversu fljótt líkaminn aðlagaðist æfingaálaginu,“ sagði Sara. „Ég fann í raun ekki fyrir því að óléttan hafi stoppað mig í að koma til baka. Ég tognaði einu sinni í kálfa eftir tvær vikur af æfingum. Það var ekkert varðandi óléttuna sem kom í veg fyrir að ég myndi byrja að æfa. Það er góð tilfinning að vera komin aftur inn í klefa og í mitt umhverfi.“ Franski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Í beinni: Roma - Fiorentina | Albert í Rómarborg Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Sjá meira
Eftir rúmlega árs fjarveru var Sara valin aftur í íslenska landsliðið sem mætir Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM á næstu dögum. Hún hefur ekki leikið landsleik síðan 1. desember. Ísland tryggði sér þá sæti á EM með 0-1 útisigri á Ungverjalandi. Sara eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember og sneri aftur á völlinn í síðasta mánuði. Hún hefur komið við sögu í þremur leikjum með Lyon, tveimur í frönsku úrvalsdeildinni og einum í Meistaradeild Evrópu. „Það er stór pakki núna,“ sagði Sara á blaðamannafundi landsliðsins í dag. „Í fyrsta lagi er ótrúlega gaman að vera komin til baka með Lyon og vera komin aftur í landsliðið að hitta stelpurnar. Að koma til baka á þessum tímapunkti er ótrúlega skemmtilegt.“ Sara hefur ekki leikið landsleik síðan í lok árs 2020.vísir/vilhelm Sara segist allt eins hafa átt von á því að Þorsteinn Halldórsson myndi velja hana í landsliðið að þessu sinni. „Já og nei. Ég átti von á einhverju samtali við Steina. Hann hringdi í mig og spurði hvernig staðan væri á mér. Ég sagði að hún væri góð þrátt fyrir að hafa ekki fengið mikið af mínútum. Þetta var ákvörðun hans að velja mig. Hann tók mig inn í hópinn og ég var ánægð með það,“ sagði Sara. Ekkert ákveðið með spiltíma Hún sagði að ekkert hefði verið ákveðið hvað hún myndi spila mikið í landsleikjunum tveimur sem framundan eru og benti á landsliðsþjálfarann. „Nei, að hefur ekki verið rætt neitt. Þetta er fyrsti dagurinn og við eigum eftir að tala um það. Það kemur bara í ljós. Það verður að spyrja Steina að því,“ sagði Sara. Hún segist vera í góðu líkamlegu formi en neitar því ekki að hún hefði viljað fá fleiri mínútur með Lyon að undanförnu. Sara varð Evrópumeistari með Lyon 2020.getty/Tullio Puglia „Ég er búin að vera æfa ótrúlega vel með Lyon. Ég hef kannski ekki fengið þær mínútur sem ég vildi. Ég er búin að spila mest 45 mínútur og einhverjar fimm og tíu mínútur. Ég er ekki í mínu besta standi, það er alveg á hreinu en ég held, vona og líður eins og ég sé ekki langt frá því,“ sagði Sara sem er leikjahæst í sögu íslenska landsliðsins með 136 leiki. Ekkert varðandi óléttuna sem kom í veg fyrir að ég myndi byrja að æfa Hún segist ekki hafa átt von á því að koma jafn snemma til baka eftir barnsburð og raun bar vitni. „Tilfinningin er góð. Ég bjóst kannski ekki við því að koma svona fljótt til baka. Ég var með það markmið að byrja að æfa með liðinu í febrúar eða mars. Það kom mér á óvart hversu fljótt líkaminn aðlagaðist æfingaálaginu,“ sagði Sara. „Ég fann í raun ekki fyrir því að óléttan hafi stoppað mig í að koma til baka. Ég tognaði einu sinni í kálfa eftir tvær vikur af æfingum. Það var ekkert varðandi óléttuna sem kom í veg fyrir að ég myndi byrja að æfa. Það er góð tilfinning að vera komin aftur inn í klefa og í mitt umhverfi.“
Franski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Í beinni: Roma - Fiorentina | Albert í Rómarborg Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Sjá meira