Birti vændisauglýsingu í nafni fyrrverandi sambýliskonu og hótaði henni lífláti Fanndís Birna Logadóttir skrifar 6. apríl 2022 10:34 Maðurinn stofnaði meðal annars Facebook aðgang í nafni konunnar og dreifði þar vændisauglýsingu í hennar nafni. Getty Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfelldar ærumeiðingar og hótanir í garð fyrrverandi sambýliskonu sinna. Maðurinn útbjó og birti meðal annars vændisauglýsingar í nafni konunnar, þar sem símanúmer og heimilisfang hennar kom fram, auk þess sem hann hótaði henni lífláti og að hann myndi eyðileggja líf hennar. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær en maðurinn var ákærður í tveimur liðum. Í þeim fyrsta var hann ákærður fyrir stórfelldar ærumeiðingar með því að hafa á tímabilinu nóvember 2019 til desember 2020 útbúið, birt og dreift Facebook aðgang og vændisauglýsingu í nafni konunnar. Var það gert í heimildarleysi og gegn vilja konunnar en í auglýsingunni kom fram mynd af henni, nafn, símanúmer og heimilisfang hennar. Að því er kemur fram í dómi héraðsdóms var þessi háttsæmi móðgandi og smánandi fyrir konuna. Mundu það. ÉG KEM. Ítrekaðar hótanir í skilaboðum og símtölum Í seinni liðnum er fjallað um hótanir mannsins í garð konunnar á sama tímabili þar sem hann hótaði henni meðal annars ítrekað lífláti og að eyðileggja líf hennar og var sú háttsemi fallin til að valda konunni ótta um líf, heilbrigði og velferð sína. Í ákærunni er vísað til skilaboða mannsins til konunnar þar sem hann sagði meðal annars að mynd af henni yrði dreift víða til vændis, uppnefndi hana þjóf, og sagði að hún „fengi það sem hún ætti skilið.“ Einnig var vísað til símtala mannsins við konuna þann 8. desember 2020 þar sem hann lét eftirfarandi ummæli falla: „Þú mátt alveg búast við mér í heimsókn. Það stoppar mig ekkert þegar ég fer í ham. Ég næ þér hafðu engar áhyggjur.“ „...Njóttu þess sem þú átt eftir. Ég mun njóta mín alveg í botn, þegar ég hitti þig. Mundu það. ÉG KEM.“ „Ég er búinn að heita mér því að ég mun ekki una mér hvíldar fyrr en ég er búinn að negla þig. Mundu það. Mundu þessi orð.” „Láttu þér ekki dreyma um að þú haldir jólin. Mundu það. Mundu þessi orð. Þú skalt ekki láta þig dreyma um það og hvað þá áramótin.” Játaði skýlaust Maðurinn játaði skýlaust fyrir dómi og var það því tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að saksóknari og verjandi mannsins hafði verið gefinn kostur að tjá sig.Þar sem maðurinn hafði ekki áður sætt refsingu var ákveðið að fresta fullnustu refsingarinnar í tvö ár. Engan sakarkostnað leiddi af málinu. Dómsmál Reykjanesbær Vændi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær en maðurinn var ákærður í tveimur liðum. Í þeim fyrsta var hann ákærður fyrir stórfelldar ærumeiðingar með því að hafa á tímabilinu nóvember 2019 til desember 2020 útbúið, birt og dreift Facebook aðgang og vændisauglýsingu í nafni konunnar. Var það gert í heimildarleysi og gegn vilja konunnar en í auglýsingunni kom fram mynd af henni, nafn, símanúmer og heimilisfang hennar. Að því er kemur fram í dómi héraðsdóms var þessi háttsæmi móðgandi og smánandi fyrir konuna. Mundu það. ÉG KEM. Ítrekaðar hótanir í skilaboðum og símtölum Í seinni liðnum er fjallað um hótanir mannsins í garð konunnar á sama tímabili þar sem hann hótaði henni meðal annars ítrekað lífláti og að eyðileggja líf hennar og var sú háttsemi fallin til að valda konunni ótta um líf, heilbrigði og velferð sína. Í ákærunni er vísað til skilaboða mannsins til konunnar þar sem hann sagði meðal annars að mynd af henni yrði dreift víða til vændis, uppnefndi hana þjóf, og sagði að hún „fengi það sem hún ætti skilið.“ Einnig var vísað til símtala mannsins við konuna þann 8. desember 2020 þar sem hann lét eftirfarandi ummæli falla: „Þú mátt alveg búast við mér í heimsókn. Það stoppar mig ekkert þegar ég fer í ham. Ég næ þér hafðu engar áhyggjur.“ „...Njóttu þess sem þú átt eftir. Ég mun njóta mín alveg í botn, þegar ég hitti þig. Mundu það. ÉG KEM.“ „Ég er búinn að heita mér því að ég mun ekki una mér hvíldar fyrr en ég er búinn að negla þig. Mundu það. Mundu þessi orð.” „Láttu þér ekki dreyma um að þú haldir jólin. Mundu það. Mundu þessi orð. Þú skalt ekki láta þig dreyma um það og hvað þá áramótin.” Játaði skýlaust Maðurinn játaði skýlaust fyrir dómi og var það því tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að saksóknari og verjandi mannsins hafði verið gefinn kostur að tjá sig.Þar sem maðurinn hafði ekki áður sætt refsingu var ákveðið að fresta fullnustu refsingarinnar í tvö ár. Engan sakarkostnað leiddi af málinu.
Dómsmál Reykjanesbær Vændi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira