Tætti í sig golfvöll Álftnesinga á beltagröfu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2022 12:07 Á vinstri myndinni má sjá beltagröfuna á golfvellinum. Á þeirri hægri eru dæmi um ummerki. Golfklúbbur Álftaness Kylfingar á Álftanesi og nágrenni supu væntanlega margir hveljur í gær þegar þeir áttuðu sig á því að verktaki á beltagröfu væri búinn að tæta í sig golfvöllinn í plássinu. Formaður golfklúbbsins segir meðlimi þurfa að gera upp við sig hvort þeir greiði árgjaldið enda skemmdirnar á vellinum miklar. Björn Halldórsson, formaður klúbbsins, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook. Verktaki hafi ekið inn á völlinn á beltagröfu til að moka prufuholur vegna framkvæmda sem séu fyrirhugaðar á svæðinu. „Þetta kom stjórn GÁ í opna skjöldu en með fljótum viðbrögðum stjórnarmanna náðist að stöðva þessa framkvæmd. Við náðum því miður ekki að stöðva þetta nógu snemma því eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá hafði verktakinn valdið miklum skemmdum á vellinum. Helst er að nefna flatirnar á 2, 3 og fjórðu. Hann ók þvert yfir þær. Einnig var ekið niður 4 braut og sporin í viðkvæmum vellinum eru mjög djúp,“ segir Björn. Beltagrafan á golfvellinum á Álftanesi.Golfklúbbur Álftaness Björn segist hafa rætt við sveitarfélagið Garðabæ, sem Álftanes sameinaðist fyrr á öldinni, og farið fram á að bærinn lagi skemmdirnar um leið og hægt verði að fara með vélar inn á völlinn. „Þrátt fyrir það verður öllum að vera ljóst að opnun vallarins verður ekki eins falleg og við vonuðumst eftir.“ Dæmi um skemmdir á vellinum. Ekki hafi fengist neinar aðrar skýringar hjá Garðabæ en að samskiptaleysi hafi verið á milli starfsmanna Garðabæjar. „Verið er að senda út greiðsluseðla fyrir árið 2022 þessa dagana og verður fólk að meta það sjálft hvort það hafi þolinmæði í að spila völlinn í þessu ástandi en stjórn GÁ mun reyna allt til þess að raskið verði sem minnst.“ Uppfært klukkan 15:22 Björn Halldórsson, formaður Golfklúbbs Álftaness, áréttar við fréttastofu að hann hafi farið fram á að Garðabær lagi skemmdirnar en ekki krafist þess eins og eftir honum var haft í fyrri útgáfu. Þá telur hann málið ekki eiga erindi í fjölmiðla. Garðabær Golf Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Björn Halldórsson, formaður klúbbsins, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook. Verktaki hafi ekið inn á völlinn á beltagröfu til að moka prufuholur vegna framkvæmda sem séu fyrirhugaðar á svæðinu. „Þetta kom stjórn GÁ í opna skjöldu en með fljótum viðbrögðum stjórnarmanna náðist að stöðva þessa framkvæmd. Við náðum því miður ekki að stöðva þetta nógu snemma því eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá hafði verktakinn valdið miklum skemmdum á vellinum. Helst er að nefna flatirnar á 2, 3 og fjórðu. Hann ók þvert yfir þær. Einnig var ekið niður 4 braut og sporin í viðkvæmum vellinum eru mjög djúp,“ segir Björn. Beltagrafan á golfvellinum á Álftanesi.Golfklúbbur Álftaness Björn segist hafa rætt við sveitarfélagið Garðabæ, sem Álftanes sameinaðist fyrr á öldinni, og farið fram á að bærinn lagi skemmdirnar um leið og hægt verði að fara með vélar inn á völlinn. „Þrátt fyrir það verður öllum að vera ljóst að opnun vallarins verður ekki eins falleg og við vonuðumst eftir.“ Dæmi um skemmdir á vellinum. Ekki hafi fengist neinar aðrar skýringar hjá Garðabæ en að samskiptaleysi hafi verið á milli starfsmanna Garðabæjar. „Verið er að senda út greiðsluseðla fyrir árið 2022 þessa dagana og verður fólk að meta það sjálft hvort það hafi þolinmæði í að spila völlinn í þessu ástandi en stjórn GÁ mun reyna allt til þess að raskið verði sem minnst.“ Uppfært klukkan 15:22 Björn Halldórsson, formaður Golfklúbbs Álftaness, áréttar við fréttastofu að hann hafi farið fram á að Garðabær lagi skemmdirnar en ekki krafist þess eins og eftir honum var haft í fyrri útgáfu. Þá telur hann málið ekki eiga erindi í fjölmiðla.
Garðabær Golf Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent