Tætti í sig golfvöll Álftnesinga á beltagröfu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2022 12:07 Á vinstri myndinni má sjá beltagröfuna á golfvellinum. Á þeirri hægri eru dæmi um ummerki. Golfklúbbur Álftaness Kylfingar á Álftanesi og nágrenni supu væntanlega margir hveljur í gær þegar þeir áttuðu sig á því að verktaki á beltagröfu væri búinn að tæta í sig golfvöllinn í plássinu. Formaður golfklúbbsins segir meðlimi þurfa að gera upp við sig hvort þeir greiði árgjaldið enda skemmdirnar á vellinum miklar. Björn Halldórsson, formaður klúbbsins, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook. Verktaki hafi ekið inn á völlinn á beltagröfu til að moka prufuholur vegna framkvæmda sem séu fyrirhugaðar á svæðinu. „Þetta kom stjórn GÁ í opna skjöldu en með fljótum viðbrögðum stjórnarmanna náðist að stöðva þessa framkvæmd. Við náðum því miður ekki að stöðva þetta nógu snemma því eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá hafði verktakinn valdið miklum skemmdum á vellinum. Helst er að nefna flatirnar á 2, 3 og fjórðu. Hann ók þvert yfir þær. Einnig var ekið niður 4 braut og sporin í viðkvæmum vellinum eru mjög djúp,“ segir Björn. Beltagrafan á golfvellinum á Álftanesi.Golfklúbbur Álftaness Björn segist hafa rætt við sveitarfélagið Garðabæ, sem Álftanes sameinaðist fyrr á öldinni, og farið fram á að bærinn lagi skemmdirnar um leið og hægt verði að fara með vélar inn á völlinn. „Þrátt fyrir það verður öllum að vera ljóst að opnun vallarins verður ekki eins falleg og við vonuðumst eftir.“ Dæmi um skemmdir á vellinum. Ekki hafi fengist neinar aðrar skýringar hjá Garðabæ en að samskiptaleysi hafi verið á milli starfsmanna Garðabæjar. „Verið er að senda út greiðsluseðla fyrir árið 2022 þessa dagana og verður fólk að meta það sjálft hvort það hafi þolinmæði í að spila völlinn í þessu ástandi en stjórn GÁ mun reyna allt til þess að raskið verði sem minnst.“ Uppfært klukkan 15:22 Björn Halldórsson, formaður Golfklúbbs Álftaness, áréttar við fréttastofu að hann hafi farið fram á að Garðabær lagi skemmdirnar en ekki krafist þess eins og eftir honum var haft í fyrri útgáfu. Þá telur hann málið ekki eiga erindi í fjölmiðla. Garðabær Golf Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Björn Halldórsson, formaður klúbbsins, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook. Verktaki hafi ekið inn á völlinn á beltagröfu til að moka prufuholur vegna framkvæmda sem séu fyrirhugaðar á svæðinu. „Þetta kom stjórn GÁ í opna skjöldu en með fljótum viðbrögðum stjórnarmanna náðist að stöðva þessa framkvæmd. Við náðum því miður ekki að stöðva þetta nógu snemma því eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá hafði verktakinn valdið miklum skemmdum á vellinum. Helst er að nefna flatirnar á 2, 3 og fjórðu. Hann ók þvert yfir þær. Einnig var ekið niður 4 braut og sporin í viðkvæmum vellinum eru mjög djúp,“ segir Björn. Beltagrafan á golfvellinum á Álftanesi.Golfklúbbur Álftaness Björn segist hafa rætt við sveitarfélagið Garðabæ, sem Álftanes sameinaðist fyrr á öldinni, og farið fram á að bærinn lagi skemmdirnar um leið og hægt verði að fara með vélar inn á völlinn. „Þrátt fyrir það verður öllum að vera ljóst að opnun vallarins verður ekki eins falleg og við vonuðumst eftir.“ Dæmi um skemmdir á vellinum. Ekki hafi fengist neinar aðrar skýringar hjá Garðabæ en að samskiptaleysi hafi verið á milli starfsmanna Garðabæjar. „Verið er að senda út greiðsluseðla fyrir árið 2022 þessa dagana og verður fólk að meta það sjálft hvort það hafi þolinmæði í að spila völlinn í þessu ástandi en stjórn GÁ mun reyna allt til þess að raskið verði sem minnst.“ Uppfært klukkan 15:22 Björn Halldórsson, formaður Golfklúbbs Álftaness, áréttar við fréttastofu að hann hafi farið fram á að Garðabær lagi skemmdirnar en ekki krafist þess eins og eftir honum var haft í fyrri útgáfu. Þá telur hann málið ekki eiga erindi í fjölmiðla.
Garðabær Golf Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira