Lífeyrisþegi lagði Tryggingastofnun í Hæstarétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2022 16:00 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, fagnar niðurstöðu Hæstaréttar. vísir/Vilhelm Tryggingastofnun var óheimilt að skerða greiðslur á sérstakri framfærslu uppbót, vegna búsetu erlendis. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í málinu í dag. Málið hefur þá farið í gegn um öll dómstig, og fullnaðarsigur er í höfn. Fordæmisgildið er mikið, en hér hafði einn einstaklingur sigur. Þar sem dómar Hæstaréttar eru fordæmisgefandi má ætla að hann verði grunnur fyrir fjölda annara til að sækja rétt sinn. Málið snerist um hvort TR hefði verið heimilt, á árunum 2011 til 2015, að reikna greiðslur til viðkomandi einstaklings, á sérstakri uppbót á lífeyri vegna framfærslu, í samræmi við lög um félagslega aðstoð, í samræmi við búsetu hér á landi. Lífeyrisþeginn hafði unnið málin bæði í héraði og Landsrétti áður en fullnaðarsigur vannst í Hæstarétti. Í tilkynningu frá Öryrkjabandalaginu segir að það hafi vakið athygli þegar þáverandi félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, tók þá ákvörðun að leita heimildar til að áfrýja málinu til Hæstaréttar, þrátt fyrir hvatningu frá Öryrkjabandalaginu að láta nú staðar numið. Hér væri verið að tala um þá einstaklinga sem hvað verst stæðu í þjóðfélaginu, og þeir væru skertir svo, að þeir lifðu jafnvel langt undir framfærslu viðmiðum íslenskra stjórnvalda. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir niðurstöðuna mjög ánægjulega, enda sé hér verið að tala um að þeir einstaklingar sem hafa það hvað verst í samfélaginu hafi verið skertir allt frá árinu 2009, niður fyrir þær upphæðir sem stjórnvöld sjálf hafi ákveðið að sé lágmarks framfærsla. „Niðurstaða Hæstaréttar er skýr, og ég skora á ríkisstjórnina að skýla sér nú ekki bak við einhverjar fyrningarreglur, heldur sýna þá ábyrgð að gera að fullu upp við þá, sem allar götur síðan 2009, hafa þurft að draga fram lífið á upphæðum sem ná ekki lágmarks framfærslu. Afleiðingin er í raun er að þeir hafa búið öll þessi ár við sára fátækt. Þessi málarekstur hefur tekið um 6 ár og því miður lifði viðkomandi ekki þann dag að bið hans eftir réttlætinu tæki enda,“ segir Þuríður Harpa. Í dómi Hæstaréttar er vísað til þess að í lögum um félagslega aðstoð, nr 99/2007, sé að finna heimild fyrir ráðherra til að setja í reglugerð nánari fyrirmæli um uppbætur á lífeyri, meðal annars um tekju og eignarmörk. Samkvæmt lögunum sé heimilt að greiða lífeyrisþega sérstaka uppbót á lífeyri, ef sýnt sé að viðkomandi geti ekki framfleytt sér án þess, og þar sé að finna mörk tekna sem miðað skyldi við. Hæstiréttur tekur fram að með því að binda fjárhæð þessarar uppbótar við búsetu hér á landi, eins og gert var með reglugerð 1052/2009, gæti komið til þess að fjárhæðin skerðist þannig að hún nái ekki þeirri fjárhæð sem miðað væri við í lögunum. Hæstiréttur telur áskilnað um búsetutíma hér á landi sem skilyrði fyrir uppbótinni ekki samræmast tilgangi laga um félagslega aðstoð, og að umdeildur áskilnaður eigi sér aðeins stoð í reglugerð, en ekki lögum. Því sé ekki fullnægt þeirri kröfu lögmætisreglunnar, að almenn fyrirmæli stjórnvalda eigi sér stoð í lögum. „Að stjórnlögum gildir sú regla að athafnir stjórnvalda þurfa að eiga sér viðhlítandi stoð í settum lögum ef þær íþyngja borgurunum eða takmarka réttindi þeirra og birtist hún meðal annars í ákvæðum stjórnarskrárinnar sem mæla fyrir um heimildir til að takmarka mannréttindi,“ segir í dómi Hæstaréttar. Í tilkynningu Öryrkjabandalagsins segir að ein af megin röksemdum Tryggingastofnunar í málinu hafi í gegnum allan málareksturinn verið að um sé að ræða heimildarákvæði sem feli þar með ekki í sér skyldu, til að greiða uppbæturnar. Því hafi skerðingin verið heimil Hæstiréttur tekur þetta sérstaklega fyrir í röksemdum sínum og segir að fyrir niðurstöðu málsins skipti engu þótt ákvæði laganna sé orðað sem heimild til að veita aðstoð, en ekki réttur einstaklingsins, „enda er ekki unnt að gættum tilgangi laganna um lágmarksframfærslu lífeyrisþega að tengja þá aðstoð við búsetutíma hér á landi ef á annað borð var ákveðið að nýta heimildina með þeim almenna hætti sem gert hefur verið allar götur frá 1. september 2008, fyrst með reglugerð nr 87/2008 og síðan á grundvelli laga nr 99/2007 eins og þeim var breytt með lögum nr. 120/2009“. Dóminn má lesa hér. Eldri borgarar Dómsmál Tryggingar Lífeyrissjóðir Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Málið hefur þá farið í gegn um öll dómstig, og fullnaðarsigur er í höfn. Fordæmisgildið er mikið, en hér hafði einn einstaklingur sigur. Þar sem dómar Hæstaréttar eru fordæmisgefandi má ætla að hann verði grunnur fyrir fjölda annara til að sækja rétt sinn. Málið snerist um hvort TR hefði verið heimilt, á árunum 2011 til 2015, að reikna greiðslur til viðkomandi einstaklings, á sérstakri uppbót á lífeyri vegna framfærslu, í samræmi við lög um félagslega aðstoð, í samræmi við búsetu hér á landi. Lífeyrisþeginn hafði unnið málin bæði í héraði og Landsrétti áður en fullnaðarsigur vannst í Hæstarétti. Í tilkynningu frá Öryrkjabandalaginu segir að það hafi vakið athygli þegar þáverandi félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, tók þá ákvörðun að leita heimildar til að áfrýja málinu til Hæstaréttar, þrátt fyrir hvatningu frá Öryrkjabandalaginu að láta nú staðar numið. Hér væri verið að tala um þá einstaklinga sem hvað verst stæðu í þjóðfélaginu, og þeir væru skertir svo, að þeir lifðu jafnvel langt undir framfærslu viðmiðum íslenskra stjórnvalda. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir niðurstöðuna mjög ánægjulega, enda sé hér verið að tala um að þeir einstaklingar sem hafa það hvað verst í samfélaginu hafi verið skertir allt frá árinu 2009, niður fyrir þær upphæðir sem stjórnvöld sjálf hafi ákveðið að sé lágmarks framfærsla. „Niðurstaða Hæstaréttar er skýr, og ég skora á ríkisstjórnina að skýla sér nú ekki bak við einhverjar fyrningarreglur, heldur sýna þá ábyrgð að gera að fullu upp við þá, sem allar götur síðan 2009, hafa þurft að draga fram lífið á upphæðum sem ná ekki lágmarks framfærslu. Afleiðingin er í raun er að þeir hafa búið öll þessi ár við sára fátækt. Þessi málarekstur hefur tekið um 6 ár og því miður lifði viðkomandi ekki þann dag að bið hans eftir réttlætinu tæki enda,“ segir Þuríður Harpa. Í dómi Hæstaréttar er vísað til þess að í lögum um félagslega aðstoð, nr 99/2007, sé að finna heimild fyrir ráðherra til að setja í reglugerð nánari fyrirmæli um uppbætur á lífeyri, meðal annars um tekju og eignarmörk. Samkvæmt lögunum sé heimilt að greiða lífeyrisþega sérstaka uppbót á lífeyri, ef sýnt sé að viðkomandi geti ekki framfleytt sér án þess, og þar sé að finna mörk tekna sem miðað skyldi við. Hæstiréttur tekur fram að með því að binda fjárhæð þessarar uppbótar við búsetu hér á landi, eins og gert var með reglugerð 1052/2009, gæti komið til þess að fjárhæðin skerðist þannig að hún nái ekki þeirri fjárhæð sem miðað væri við í lögunum. Hæstiréttur telur áskilnað um búsetutíma hér á landi sem skilyrði fyrir uppbótinni ekki samræmast tilgangi laga um félagslega aðstoð, og að umdeildur áskilnaður eigi sér aðeins stoð í reglugerð, en ekki lögum. Því sé ekki fullnægt þeirri kröfu lögmætisreglunnar, að almenn fyrirmæli stjórnvalda eigi sér stoð í lögum. „Að stjórnlögum gildir sú regla að athafnir stjórnvalda þurfa að eiga sér viðhlítandi stoð í settum lögum ef þær íþyngja borgurunum eða takmarka réttindi þeirra og birtist hún meðal annars í ákvæðum stjórnarskrárinnar sem mæla fyrir um heimildir til að takmarka mannréttindi,“ segir í dómi Hæstaréttar. Í tilkynningu Öryrkjabandalagsins segir að ein af megin röksemdum Tryggingastofnunar í málinu hafi í gegnum allan málareksturinn verið að um sé að ræða heimildarákvæði sem feli þar með ekki í sér skyldu, til að greiða uppbæturnar. Því hafi skerðingin verið heimil Hæstiréttur tekur þetta sérstaklega fyrir í röksemdum sínum og segir að fyrir niðurstöðu málsins skipti engu þótt ákvæði laganna sé orðað sem heimild til að veita aðstoð, en ekki réttur einstaklingsins, „enda er ekki unnt að gættum tilgangi laganna um lágmarksframfærslu lífeyrisþega að tengja þá aðstoð við búsetutíma hér á landi ef á annað borð var ákveðið að nýta heimildina með þeim almenna hætti sem gert hefur verið allar götur frá 1. september 2008, fyrst með reglugerð nr 87/2008 og síðan á grundvelli laga nr 99/2007 eins og þeim var breytt með lögum nr. 120/2009“. Dóminn má lesa hér.
Eldri borgarar Dómsmál Tryggingar Lífeyrissjóðir Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira