Atvinnumál í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 7. apríl 2022 12:01 „Við viljum leggja okkar að mörkum til að laða að nýjan rekstur í sveitarfélagi“, „renna sterkari stoðum undir fjölbreyttan rekstur í sveitarfélaginu“, „fjölga nýsköpunarfyrirtækjum í sveitarfélaginu“. Ef þessi orð hljóma kunnulega, þá kemur það ekki á óvart. Allt eru þetta tilvitnanir í stefnuskrár hinna ýmsu flokka í hinum ýmsu sveitarfélögum varðandi atvinnumál í gegnum árin. Óneitanlega er öflugt og fjölbreytt atvinnulíf ein af undirstöðum þess að samfélag geti verið blómlegt og dafnað og þar að leiðandi ekki furða að þeir sem sækjast eftir setu í sveitarstjórnum víðs vegar um landið vilji leggja áherslu á þann risastóra málaflokk sem atvinnumálin eru. En hvernig má ná markmiðum í atvinnumálum? Hvernig fáum við nýjan rekstur í sveitarfélagið? Sterkari stoðir? Nýsköpunarfyrirtæki? Án efa koma upp í hugann hlutir eins og framboð atvinnulóða, hófleg fasteignagjöld o.s.frv, en það er eitt sem virðist oft gleymast í umræðunni um atvinnumál og það er hverjir standa á bakvið atvinnulífið. Á bak við blómlegt atvinnulíf stendur fólk. Á bak við allan þann fjölbreytta rekstur og nýsköpunarfyrirtæki er fólk eins og ég og þú. Fólkið sem er í rekstri er ekkert öðruvísi en aðrir. Fólk vill barnvænt samfélag, fólk vill trausta innviði, fólk vill öflugt íþróttalíf og fólk vill fjölskylduvænt samfélag. Að efla atvinnulífið felst í því að ráðast að rótunum. Það er röng nálgun stjórnmálamanna að horfa á það hvernig megi laða fyrirtæki í sveitarfélagið. Það er rétt nálgun að horfa á það hvernig megi laða fólk í sveitarfélagið. Forsenda öflugs atvinnulífs er fjölskylduvænt samfélag þar sem fólk vill búa. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sósíalistaflokkurinn Vinnumarkaður Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
„Við viljum leggja okkar að mörkum til að laða að nýjan rekstur í sveitarfélagi“, „renna sterkari stoðum undir fjölbreyttan rekstur í sveitarfélaginu“, „fjölga nýsköpunarfyrirtækjum í sveitarfélaginu“. Ef þessi orð hljóma kunnulega, þá kemur það ekki á óvart. Allt eru þetta tilvitnanir í stefnuskrár hinna ýmsu flokka í hinum ýmsu sveitarfélögum varðandi atvinnumál í gegnum árin. Óneitanlega er öflugt og fjölbreytt atvinnulíf ein af undirstöðum þess að samfélag geti verið blómlegt og dafnað og þar að leiðandi ekki furða að þeir sem sækjast eftir setu í sveitarstjórnum víðs vegar um landið vilji leggja áherslu á þann risastóra málaflokk sem atvinnumálin eru. En hvernig má ná markmiðum í atvinnumálum? Hvernig fáum við nýjan rekstur í sveitarfélagið? Sterkari stoðir? Nýsköpunarfyrirtæki? Án efa koma upp í hugann hlutir eins og framboð atvinnulóða, hófleg fasteignagjöld o.s.frv, en það er eitt sem virðist oft gleymast í umræðunni um atvinnumál og það er hverjir standa á bakvið atvinnulífið. Á bak við blómlegt atvinnulíf stendur fólk. Á bak við allan þann fjölbreytta rekstur og nýsköpunarfyrirtæki er fólk eins og ég og þú. Fólkið sem er í rekstri er ekkert öðruvísi en aðrir. Fólk vill barnvænt samfélag, fólk vill trausta innviði, fólk vill öflugt íþróttalíf og fólk vill fjölskylduvænt samfélag. Að efla atvinnulífið felst í því að ráðast að rótunum. Það er röng nálgun stjórnmálamanna að horfa á það hvernig megi laða fyrirtæki í sveitarfélagið. Það er rétt nálgun að horfa á það hvernig megi laða fólk í sveitarfélagið. Forsenda öflugs atvinnulífs er fjölskylduvænt samfélag þar sem fólk vill búa. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar