Líkir Benzema við gott rauðvín: „Verður bara betri með aldrinum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. apríl 2022 09:32 Karim Benzema er allt í öllu hjá Real. EPA-EFE/NEIL HALL Hinn 34 ára gamli Karim Benzema skoraði öll þrjú mörk Real Madríd er liðið lagði Chelsea 3-1 á Brúnni í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hann skoraði einnig þrennu gegn París Saint-Germain í 16-liða úrslitum og má með sanni segja að hann verði betri eftir því sem hann verður eldri. Benzema skoraði tvö stórglæsileg skallamörk sem komu Real 2-0 yfir í Lundúnum. Hann fullkomnaði svo þrennu sína í upphafi síðari hálfleiks eftir skelfileg mistök Edouard Mendy, markvarðar Chelsea. Karim Benzema scores back-to-back hat tricks in the Champions League pic.twitter.com/6dbxizTqH4— B/R Football (@brfootball) April 6, 2022 Franski framherjinn hefur verið hreint út sagt stórkostlegur í vetur. Hann er kominn með 11 mörk í Meistaradeildinni og 37 mörk alls í öllum keppnum. Þá hefur hann gefið 13 stoðsendingar. Hreint út sagt mögnuð tölfræði hjá leikmanni sem var mikið gagnrýndur á sínum tíma er Cristiano Ronaldo sá um að skora mörk Real-liðsins. „Hann er að nálgast lok ferilsins en hann er enn að skora mörk. Hann hefur skotið liði sínu á toppinn, þeir eru á fleygiferð og hann er lestarstjórinn. Þegar Ronaldo var hjá Real var Benzema nógu auðmjúkur til að leyfa Cristiano að einoka fyrirsagnirnar því hann vissi að það væri best fyrir liðið,“ sagði Rio Ferdinand, fyrrverandi miðvörður Manchester United og enska landsliðsins, en hann var meðal sérfræðinga yfir leik Chelsea og Real. „Nú er hann hins vegar kominn út úr skugganum. Benzema er 34 ára gamall og er besta 9an í heiminum í dag,“ bætti hinn yfirlýsingaglaði Ferdinand við. Joe Cole, fyrrverandi miðjumaður West Ham United og Chelsea meðal annars, tók í sama streng. „Hann verður bara betri eftir því sem hann verður eldri. Eins og staðan er núna gæti hann unnið Ballon d‘Or á næsta ári. Það er ótrúlegt hvernig hann stýrir allt og öllu á þessum kafla ferilsins. Benzema er kórstjórinn og allt fer í gegnum hann, hann er magnaður fótboltamaður.“ What a player! @Benzema pic.twitter.com/iiDp1sCJGR— Luka Modri (@lukamodric10) April 6, 2022 Real Madríd mætir Chelsea í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 11. apríl næstkomandi. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Benzema skoraði tvö stórglæsileg skallamörk sem komu Real 2-0 yfir í Lundúnum. Hann fullkomnaði svo þrennu sína í upphafi síðari hálfleiks eftir skelfileg mistök Edouard Mendy, markvarðar Chelsea. Karim Benzema scores back-to-back hat tricks in the Champions League pic.twitter.com/6dbxizTqH4— B/R Football (@brfootball) April 6, 2022 Franski framherjinn hefur verið hreint út sagt stórkostlegur í vetur. Hann er kominn með 11 mörk í Meistaradeildinni og 37 mörk alls í öllum keppnum. Þá hefur hann gefið 13 stoðsendingar. Hreint út sagt mögnuð tölfræði hjá leikmanni sem var mikið gagnrýndur á sínum tíma er Cristiano Ronaldo sá um að skora mörk Real-liðsins. „Hann er að nálgast lok ferilsins en hann er enn að skora mörk. Hann hefur skotið liði sínu á toppinn, þeir eru á fleygiferð og hann er lestarstjórinn. Þegar Ronaldo var hjá Real var Benzema nógu auðmjúkur til að leyfa Cristiano að einoka fyrirsagnirnar því hann vissi að það væri best fyrir liðið,“ sagði Rio Ferdinand, fyrrverandi miðvörður Manchester United og enska landsliðsins, en hann var meðal sérfræðinga yfir leik Chelsea og Real. „Nú er hann hins vegar kominn út úr skugganum. Benzema er 34 ára gamall og er besta 9an í heiminum í dag,“ bætti hinn yfirlýsingaglaði Ferdinand við. Joe Cole, fyrrverandi miðjumaður West Ham United og Chelsea meðal annars, tók í sama streng. „Hann verður bara betri eftir því sem hann verður eldri. Eins og staðan er núna gæti hann unnið Ballon d‘Or á næsta ári. Það er ótrúlegt hvernig hann stýrir allt og öllu á þessum kafla ferilsins. Benzema er kórstjórinn og allt fer í gegnum hann, hann er magnaður fótboltamaður.“ What a player! @Benzema pic.twitter.com/iiDp1sCJGR— Luka Modri (@lukamodric10) April 6, 2022 Real Madríd mætir Chelsea í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 11. apríl næstkomandi. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira