Stefnt að einu ríki frá upphafi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 7. apríl 2022 16:00 Fyrir síðustu jól tók ný ríkisstjórn við völdum í Þýzkalandi undir forystu þýzka Jafnaðarmannaflokksins, systurflokks Samfylkingarinnar. Um samsteypustjórn er að ræða og eiga Frjálslyndir demókratar, systurflokkur Viðreisnar, einnig aðild að ríkisstjórninni auk Græningja. Á meðal þess sem fram kemur í stjórnarsáttmála flokkanna er að áfram skuli unnið að því að Evrópusambandið verði endanlega að sambandsríki eða eins og það er orðað á þýzku: „föderalen europäischen Bundesstaat“. Hefur Olaf Scholz, kanzlari Þýzkalands og leiðtogi jafnaðarmanna, lýst því yfir að um sé að ræða eitt helzta markmið stjórnarinnar. Stefna þýzku ríkisstjórnarinnar þarf ekki að koma á óvart í ljósi þess að lokamarkmið samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur frá upphafi verið að til yrði að á endanum eitt sambandsríki. Líkt og til dæmis má lesa um í endurminningum franska diplómatans Jeans Monnet sem gjarnan hefur verið nefndur faðir samrunaþróunarinnar, þá einkum af Evrópusambandssinnum, vegna lykilhlutverks hans við að koma þróuninni af stað og fylgja henni eftir fyrstu áratugina. Stefna þýzku ríkisstjórnarinnar er þannig í fullu samræmi við lokamarkmið samrunans en lykilatriðið í stefnunni er einmitt orðið „áfram“. Fyrsta skrefið í að breyta Evrópu í sambandsríki Til að mynda segir þannig í Schuman-yfirlýsingunni frá 1950, sem markaði upphaf forvera Evrópusambandsins, að þar með væri lagður grunnur að efnahagsþróun sem væri fyrsta skrefið á þeirri vegferð að breyta Evrópu í sambandsríki. Monnet lýsir því í endurminningum sínum hvernig unnið hafi verið markvisst, leynt og ljóst, skref fyrir skref, að lokamarkmiðinu um eitt ríki en til þess að styðja við þá vinnu setti hann meðal annars á laggirnar nefnd sem hann kallaði Aðgerðanefnd um Bandaríki Evrópu (e. Action Comittee for the United States of Europe) sem í sátu fulltrúar helztu stjórnmálaflokka og verkalýðsfélaga í Vestur-Evrópu. Hreinlega er leitun að pólitískum forystumönnum í ríkjum Evrópusambandsins á undanförnum áratugum, og ekki sízt hin síðari ár, sem ekki hafa lýst yfir stuðningi við lokamarkmiðið um eitt ríki. Þar á meðal allir forsetar framkvæmdastjórnar þess undanfarna áratugi og þar með talinn núverandi forseti hennar, Ursula von der Leyen. Þetta á ekki sízt við um forystumenn í þýzkum stjórnmálum en lokamarkmiðið hefur hins vegar ekki áður ratað í þarlendan stjórnarsáttmála. Samhliða því hefur Evrópusambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis og er fyrir vikið þegar orðið federalískt að stóru leyti. Þar á meðal helztu stofnanir þess. Vilja ekki ræða um lokamarkmið samrunans Fjallað var um stefnu þýzku stjórnarinnar í fjölmiðlum í kringum áramótin og tók Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, málið upp á Alþingi í kjölfarið í umræðum um störf þingsins. Kallaði hún þar eftir viðbrögðum þingmanna Samfylkingarinnar og Viðreisnar vegna stefnu ríkisstjórnar systurflokka þeirra í Þýzkalandi. Skemmzt er hins vegar frá því að segja að viðbrögðin voru sama og engin og hafa verið það síðan. Viðbrögðin, eða öllu heldur tilfinnanlegur skortur á þeim, koma þó ekki beinlínis á óvart enda hefur lengi legið fyrir að um væri að ræða afar viðkvæmt mál í röðum Evrópusambandssinna. Vert er að hafa í huga að hér eru á ferðinni sömu aðilar sem farið hafa nokkuð mikinn að undanförnu og viljað ræða Evrópusambandið. Sem er vitanlega alveg sjálfsagt. En þar hlýtur lokamarkmið samrunans innan sambandsins að vera algert lykilatriði. Hver þróunin til þessa hefur verið og hvert hún stefni. Þetta og margt fleira, eins og það að vægi ríkja innan Evrópusambandsins fari fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru samkvæmt reglum sambandsins sem auðvitað er einnig algert lykilatriði sem og skref í átt að lokamarkmiðinu, vilja þeir hins vegar alls ekki ræða. Skiljanlega. Það hentar ekki málstaðnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Fyrir síðustu jól tók ný ríkisstjórn við völdum í Þýzkalandi undir forystu þýzka Jafnaðarmannaflokksins, systurflokks Samfylkingarinnar. Um samsteypustjórn er að ræða og eiga Frjálslyndir demókratar, systurflokkur Viðreisnar, einnig aðild að ríkisstjórninni auk Græningja. Á meðal þess sem fram kemur í stjórnarsáttmála flokkanna er að áfram skuli unnið að því að Evrópusambandið verði endanlega að sambandsríki eða eins og það er orðað á þýzku: „föderalen europäischen Bundesstaat“. Hefur Olaf Scholz, kanzlari Þýzkalands og leiðtogi jafnaðarmanna, lýst því yfir að um sé að ræða eitt helzta markmið stjórnarinnar. Stefna þýzku ríkisstjórnarinnar þarf ekki að koma á óvart í ljósi þess að lokamarkmið samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur frá upphafi verið að til yrði að á endanum eitt sambandsríki. Líkt og til dæmis má lesa um í endurminningum franska diplómatans Jeans Monnet sem gjarnan hefur verið nefndur faðir samrunaþróunarinnar, þá einkum af Evrópusambandssinnum, vegna lykilhlutverks hans við að koma þróuninni af stað og fylgja henni eftir fyrstu áratugina. Stefna þýzku ríkisstjórnarinnar er þannig í fullu samræmi við lokamarkmið samrunans en lykilatriðið í stefnunni er einmitt orðið „áfram“. Fyrsta skrefið í að breyta Evrópu í sambandsríki Til að mynda segir þannig í Schuman-yfirlýsingunni frá 1950, sem markaði upphaf forvera Evrópusambandsins, að þar með væri lagður grunnur að efnahagsþróun sem væri fyrsta skrefið á þeirri vegferð að breyta Evrópu í sambandsríki. Monnet lýsir því í endurminningum sínum hvernig unnið hafi verið markvisst, leynt og ljóst, skref fyrir skref, að lokamarkmiðinu um eitt ríki en til þess að styðja við þá vinnu setti hann meðal annars á laggirnar nefnd sem hann kallaði Aðgerðanefnd um Bandaríki Evrópu (e. Action Comittee for the United States of Europe) sem í sátu fulltrúar helztu stjórnmálaflokka og verkalýðsfélaga í Vestur-Evrópu. Hreinlega er leitun að pólitískum forystumönnum í ríkjum Evrópusambandsins á undanförnum áratugum, og ekki sízt hin síðari ár, sem ekki hafa lýst yfir stuðningi við lokamarkmiðið um eitt ríki. Þar á meðal allir forsetar framkvæmdastjórnar þess undanfarna áratugi og þar með talinn núverandi forseti hennar, Ursula von der Leyen. Þetta á ekki sízt við um forystumenn í þýzkum stjórnmálum en lokamarkmiðið hefur hins vegar ekki áður ratað í þarlendan stjórnarsáttmála. Samhliða því hefur Evrópusambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis og er fyrir vikið þegar orðið federalískt að stóru leyti. Þar á meðal helztu stofnanir þess. Vilja ekki ræða um lokamarkmið samrunans Fjallað var um stefnu þýzku stjórnarinnar í fjölmiðlum í kringum áramótin og tók Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, málið upp á Alþingi í kjölfarið í umræðum um störf þingsins. Kallaði hún þar eftir viðbrögðum þingmanna Samfylkingarinnar og Viðreisnar vegna stefnu ríkisstjórnar systurflokka þeirra í Þýzkalandi. Skemmzt er hins vegar frá því að segja að viðbrögðin voru sama og engin og hafa verið það síðan. Viðbrögðin, eða öllu heldur tilfinnanlegur skortur á þeim, koma þó ekki beinlínis á óvart enda hefur lengi legið fyrir að um væri að ræða afar viðkvæmt mál í röðum Evrópusambandssinna. Vert er að hafa í huga að hér eru á ferðinni sömu aðilar sem farið hafa nokkuð mikinn að undanförnu og viljað ræða Evrópusambandið. Sem er vitanlega alveg sjálfsagt. En þar hlýtur lokamarkmið samrunans innan sambandsins að vera algert lykilatriði. Hver þróunin til þessa hefur verið og hvert hún stefni. Þetta og margt fleira, eins og það að vægi ríkja innan Evrópusambandsins fari fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru samkvæmt reglum sambandsins sem auðvitað er einnig algert lykilatriði sem og skref í átt að lokamarkmiðinu, vilja þeir hins vegar alls ekki ræða. Skiljanlega. Það hentar ekki málstaðnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun