Vona að allir Hagskælingar geti verið í skólanum næsta vor Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2022 16:22 Frá Hagaskóla í vesturbæ Reykjavíkur. Reykjavíkurborg Stór hluti nemenda við Hagaskóla verður við nám í bráðabirgðahúsnæði í Ármúla fram yfir næstu áramót. Stefnt er á stækkun skólans samhliða endurbótum vegna mygluvandamála. Áætlaður framkvæmdatími er þrjú ár. Borgarráð samþykkti í dag tillögu um stækkun á Hagaskóla samhliða endurnýjun á húsnæði skólans. Töluverð uppbygging er framundan í skólahverfinu og er búist við áframhaldandi fjölgun nemenda í skólanum á næstu árum. Áætlaður framkvæmdatími er þrjú ár að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Hagaskóli er einn fjölmennasti skóli borgarinnar en þar eru nú yfir 600 nemendur í þremur árgöngum. Nemendur í tveimur árgöngum hafa stundað nám í öðru húsnæði, annars vegar í Ármúla og hins vegar á Hótel Sögu, frá því fyrir áramót eftir að mygla greindist í stórum hluta af húsnæði skólans, aðalbyggingu og vesturálmum. Gert er ráð fyrir að nemendur úr tveimur árgöngum hefji næsta skólaár í bráðabirgðahúsnæði í Ármúla 28-30 en að kennsla færist í endurgerð rými aðalbyggingar og færanlegar kennslustofur sem komið verður fyrir á lóðinni, þegar það húsnæði verður tilbúið, sem gæti verið um eða eftir næstu áramót. Búist er við að öll kennsla muni fara fram í Hagaskóla og nágrenni næsta vor. Mikil uppbygging framundan í hverfinu Hagaskóli var reistur á árunum 1957-62 og segir í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg að mikil þörf sé á gagngerum endurbótum á húsnæði skólans. „Góður gangur er í framkvæmdum á aðalbyggingunni en unnið er að endurnýjun þar sem helst má nefna endurhönnun á brunavörnum, endurnýjun á loftræsingu og hljóðvist, endurnýjun gólfefna og glugga, bætt aðgengismál og klæðningu hússins að utan. Þá hefur verið unnið með starfsfólki að því að endurhanna innra skipulag svo betur henti nútíma kennsluháttum.“ Fréttastofa tók hús á Hagskælingum í desember vegna málsins. Framundan sé heilmikil uppbygging í þessum borgarhluta og geri spár ráð fyrir að nemendum fjölgi í allt að 700 á næstu árum. „Ekki var hafist handa við viðgerðir á vesturálmum skólans þar sem til skoðunar hafa verið möguleikar á stækkun. Þrjár sviðsmyndir voru settar upp og kostir og gallar vandlega metnir. Með samþykki borgarráðs í dag var gefið leyfi til að fara af stað með hönnunarvinnu á nýrri byggingu sem mun rísa á grunni vesturálmanna tveggja sem þá verða rifnar. Samanlagt eru vesturálmurnar tvær um 880 m² en samkvæmt greiningunni sem lögð var fram í dag er áætlað að stærð nýrrar byggingar verði um 3.100 m². Hönnun er enn á frumstigi og hvorki hafa verið teknar ákvarðanir um nákvæma staðsetningu á lóðinni né útlit nýrra bygginga.“ Byggingakostnaður við framkvæmdina er áætlaður á þessu stigi 4.600 milljónir króna en í þeirri tölu er kostnaður við endurgerð aðalbyggingar sem áætlaður er 1.200 milljónir. Reiknað er með að endurnýjun aðalbyggingar ljúki að fullu sumarið 2023, en framkvæmdatími nýbygginga er um þrjú ár. Grunnskólar Reykjavík Mygla Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Hagskælingar fluttir í Ármúla Miklar skerðingar eru á skólastarfi Hagaskóla vegna myglu sem fannst í einni álmu skólans í vetur. Það mun vera áfram það sem eftir er skólaárs og munu níundu bekkingar skólans sækja námið í Ármúla. 4. janúar 2022 13:07 Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka. 30. nóvember 2021 17:11 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Borgarráð samþykkti í dag tillögu um stækkun á Hagaskóla samhliða endurnýjun á húsnæði skólans. Töluverð uppbygging er framundan í skólahverfinu og er búist við áframhaldandi fjölgun nemenda í skólanum á næstu árum. Áætlaður framkvæmdatími er þrjú ár að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Hagaskóli er einn fjölmennasti skóli borgarinnar en þar eru nú yfir 600 nemendur í þremur árgöngum. Nemendur í tveimur árgöngum hafa stundað nám í öðru húsnæði, annars vegar í Ármúla og hins vegar á Hótel Sögu, frá því fyrir áramót eftir að mygla greindist í stórum hluta af húsnæði skólans, aðalbyggingu og vesturálmum. Gert er ráð fyrir að nemendur úr tveimur árgöngum hefji næsta skólaár í bráðabirgðahúsnæði í Ármúla 28-30 en að kennsla færist í endurgerð rými aðalbyggingar og færanlegar kennslustofur sem komið verður fyrir á lóðinni, þegar það húsnæði verður tilbúið, sem gæti verið um eða eftir næstu áramót. Búist er við að öll kennsla muni fara fram í Hagaskóla og nágrenni næsta vor. Mikil uppbygging framundan í hverfinu Hagaskóli var reistur á árunum 1957-62 og segir í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg að mikil þörf sé á gagngerum endurbótum á húsnæði skólans. „Góður gangur er í framkvæmdum á aðalbyggingunni en unnið er að endurnýjun þar sem helst má nefna endurhönnun á brunavörnum, endurnýjun á loftræsingu og hljóðvist, endurnýjun gólfefna og glugga, bætt aðgengismál og klæðningu hússins að utan. Þá hefur verið unnið með starfsfólki að því að endurhanna innra skipulag svo betur henti nútíma kennsluháttum.“ Fréttastofa tók hús á Hagskælingum í desember vegna málsins. Framundan sé heilmikil uppbygging í þessum borgarhluta og geri spár ráð fyrir að nemendum fjölgi í allt að 700 á næstu árum. „Ekki var hafist handa við viðgerðir á vesturálmum skólans þar sem til skoðunar hafa verið möguleikar á stækkun. Þrjár sviðsmyndir voru settar upp og kostir og gallar vandlega metnir. Með samþykki borgarráðs í dag var gefið leyfi til að fara af stað með hönnunarvinnu á nýrri byggingu sem mun rísa á grunni vesturálmanna tveggja sem þá verða rifnar. Samanlagt eru vesturálmurnar tvær um 880 m² en samkvæmt greiningunni sem lögð var fram í dag er áætlað að stærð nýrrar byggingar verði um 3.100 m². Hönnun er enn á frumstigi og hvorki hafa verið teknar ákvarðanir um nákvæma staðsetningu á lóðinni né útlit nýrra bygginga.“ Byggingakostnaður við framkvæmdina er áætlaður á þessu stigi 4.600 milljónir króna en í þeirri tölu er kostnaður við endurgerð aðalbyggingar sem áætlaður er 1.200 milljónir. Reiknað er með að endurnýjun aðalbyggingar ljúki að fullu sumarið 2023, en framkvæmdatími nýbygginga er um þrjú ár.
Grunnskólar Reykjavík Mygla Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Hagskælingar fluttir í Ármúla Miklar skerðingar eru á skólastarfi Hagaskóla vegna myglu sem fannst í einni álmu skólans í vetur. Það mun vera áfram það sem eftir er skólaárs og munu níundu bekkingar skólans sækja námið í Ármúla. 4. janúar 2022 13:07 Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka. 30. nóvember 2021 17:11 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Hagskælingar fluttir í Ármúla Miklar skerðingar eru á skólastarfi Hagaskóla vegna myglu sem fannst í einni álmu skólans í vetur. Það mun vera áfram það sem eftir er skólaárs og munu níundu bekkingar skólans sækja námið í Ármúla. 4. janúar 2022 13:07
Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka. 30. nóvember 2021 17:11