Tvö sæti í nýju Meistaradeildinni verða byggð á árangri liða í gegnum tíðina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. apríl 2022 08:30 Aleksander Ceferin, forseti UEFA, og N'Golo Kante, miðjumaður Evrópumeistara Chelsea. Marc Atkins/Getty Images Meistaradeild Evrópu mun taka gríðarlegum breytingum frá og með 2024. Ekki aðeins verður núverandi fyrirkomulagi breytt heldur munu tvö sæti vera ætluð félögum sem hafa sögulega náð bestum árangri í keppninni. Fyrir tæplega ári tilkynnti knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, breytingar á fyrirkomulagi Evrópukeppna á vegum sambandsins. Tekur fyrirkomulagið gildi árið 2024 þegar núverandi sjónvarpssamningur rennur sitt skeið. Nýja fyrirkomulagið gengur undir vinnuheitinu „svissneska kerfið.“ Á það rætur rekja til Zurich í Sviss. Það hefur þó ekkert með fótbolta að gera en kerfið kemur úr skák. Í grunninn snýst þetta um að fjölga leikjum liða í Meistaradeild Evrópu. Hér að neðan má sjá helstu breytingar á keppni þeirra bestu. Liðum fjölgar um fjögur: Voru 32 en verða 36. Ein deild (einn riðill). Svipað og þekkist í EuroLeague í körfuboltanum, þar eru þó aðeins 18 lið. Tíu leikir gegn tíu mismunandi mótherjum: Alls fimm heima- og fimm útileikir. Lið verða sett í fjóra styrkleikaflokka: Hvert lið mætir liðum úr öllum fjórum styrkleikaflokkum. Efstu átta liðin fara áfram í útsláttarkeppni með hefðbundnu sniði eins og þekkist nú. Liðin í 9. til 24. sæti fara í umspil um hvaða lið myndu fylgja efstu átta liðunum í 16-liða úrslit. Liðin sem myndu falla úr leik í umspilinu færu í Evrópudeildina. Lokastaða riðilsins hefur áhrif á hver mætir hverjum í útsláttarkeppninni: 1. sæti myndi mæta 16. sæti og koll af kolli. Sama mun eiga við um Evrópu- og Sambandsdeild UEFA. Í Evrópudeild yrðu átta leikir og svo útsláttarkeppni á meðan um sex leiki væri að ræða í Sambandsdeildinni. UEFA fundar nú og þar verður rætt að hleypa alltaf tveimur félögum - sem ekki hefðu unnið sér inn þátttöku með árangri heima fyrir - inn í keppnina vegna árangurs þeirra í gegnum söguna. Þannig gæti til að mynda Manchester United endað um miðja deild í Englandi en komist í Meistaradeildina því liðið hefur í gegnum tíðina tekið oftar þátt og náð betri árangri en önnur lið Evrópu sem ekki kæmust í keppnina. UEFA is expected to approve new rules today including a proposal to reserve two places in the Champions League based on historic performance. pic.twitter.com/z92ntmxYOn— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 7, 2022 Ekki kemur fram hvort frekari breytingar verði á Meistaradeild Evrópu kvenna en þar var hefðbundin riðlakeppni aðeins tekin upp á yfirstandandi tímabili. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir UEFA tilkynnir nýtt fyrirkomulag Meistara- og Evrópudeildar Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA tilkynnti í dag nýtt fyrirkomulag á Evrópu-keppnum sínum. Um er að ræða bæði Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina. Tekur fyrirkomulagið gildi árið 2024 þegar núverandi sjónvarpssamningur rennur sitt skeið. 19. apríl 2021 14:25 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Fyrir tæplega ári tilkynnti knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, breytingar á fyrirkomulagi Evrópukeppna á vegum sambandsins. Tekur fyrirkomulagið gildi árið 2024 þegar núverandi sjónvarpssamningur rennur sitt skeið. Nýja fyrirkomulagið gengur undir vinnuheitinu „svissneska kerfið.“ Á það rætur rekja til Zurich í Sviss. Það hefur þó ekkert með fótbolta að gera en kerfið kemur úr skák. Í grunninn snýst þetta um að fjölga leikjum liða í Meistaradeild Evrópu. Hér að neðan má sjá helstu breytingar á keppni þeirra bestu. Liðum fjölgar um fjögur: Voru 32 en verða 36. Ein deild (einn riðill). Svipað og þekkist í EuroLeague í körfuboltanum, þar eru þó aðeins 18 lið. Tíu leikir gegn tíu mismunandi mótherjum: Alls fimm heima- og fimm útileikir. Lið verða sett í fjóra styrkleikaflokka: Hvert lið mætir liðum úr öllum fjórum styrkleikaflokkum. Efstu átta liðin fara áfram í útsláttarkeppni með hefðbundnu sniði eins og þekkist nú. Liðin í 9. til 24. sæti fara í umspil um hvaða lið myndu fylgja efstu átta liðunum í 16-liða úrslit. Liðin sem myndu falla úr leik í umspilinu færu í Evrópudeildina. Lokastaða riðilsins hefur áhrif á hver mætir hverjum í útsláttarkeppninni: 1. sæti myndi mæta 16. sæti og koll af kolli. Sama mun eiga við um Evrópu- og Sambandsdeild UEFA. Í Evrópudeild yrðu átta leikir og svo útsláttarkeppni á meðan um sex leiki væri að ræða í Sambandsdeildinni. UEFA fundar nú og þar verður rætt að hleypa alltaf tveimur félögum - sem ekki hefðu unnið sér inn þátttöku með árangri heima fyrir - inn í keppnina vegna árangurs þeirra í gegnum söguna. Þannig gæti til að mynda Manchester United endað um miðja deild í Englandi en komist í Meistaradeildina því liðið hefur í gegnum tíðina tekið oftar þátt og náð betri árangri en önnur lið Evrópu sem ekki kæmust í keppnina. UEFA is expected to approve new rules today including a proposal to reserve two places in the Champions League based on historic performance. pic.twitter.com/z92ntmxYOn— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 7, 2022 Ekki kemur fram hvort frekari breytingar verði á Meistaradeild Evrópu kvenna en þar var hefðbundin riðlakeppni aðeins tekin upp á yfirstandandi tímabili. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir UEFA tilkynnir nýtt fyrirkomulag Meistara- og Evrópudeildar Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA tilkynnti í dag nýtt fyrirkomulag á Evrópu-keppnum sínum. Um er að ræða bæði Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina. Tekur fyrirkomulagið gildi árið 2024 þegar núverandi sjónvarpssamningur rennur sitt skeið. 19. apríl 2021 14:25 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
UEFA tilkynnir nýtt fyrirkomulag Meistara- og Evrópudeildar Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA tilkynnti í dag nýtt fyrirkomulag á Evrópu-keppnum sínum. Um er að ræða bæði Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina. Tekur fyrirkomulagið gildi árið 2024 þegar núverandi sjónvarpssamningur rennur sitt skeið. 19. apríl 2021 14:25