Óheppilegt Atli Þór Fanndal skrifar 8. apríl 2022 17:30 Kannski er svolítið óheppilegt nú þegar Íslandsbanki er seldur fjölskyldu, vinum, útrásarvíkingum og viðskiptafélögum að þingsályktun um rannsókn á einkavæðingu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf hafi verið troðið ofan í svarthol í trássi við ákvörðun löggjafans og aldrei framkvæmd. Það er alltaf svolítið óheppilegt þegar menn neita að skoða söguna og læra af henni. Jú, kannski er óheppilegt að stjórnarflokkarnir hafi hert ólina um háls Bankasýslu ríkisins. Mögulega, hugsanlega, en þó aðeins kannski er óheppileg afleiðing þessa að Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu, er innmúraður trúnaðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og baráttumaður fyrir hans hagsmunum innan flokksins. Já, óheppilegt ef gamalt ástarljóð stjórnarformannsins til fjármálaráðherra er túlkað eitthvað í þá átt að armslengdarsjónarmiðin og sjálfstæði Bankasýslu sé fyrst og fremst blekkingaleikur og fjarvistarsönnun gegn því að ráðherra þurfi að svara fyrir pólitískar gjörðir. Sko, nú má vel vera að reynst geti heldur óheppilegt ef í ljós kemur að þýfi frá Namibísku þjóðinni sé hugsanlega að fjármagna kaup á ríkiseignum á afsláttarkjörum í lokuðu útboði. Að sjálfsögðu erum við öll sammála um að allt svona skuli hafið yfir allan vafa. Ok, nú veit ég að sumir gætu talið óheppilegt ef í ljós kæmi að eigendur þeirra aðila sem komu að framkvæmd útboðsins hefðu sjálfir keypt á afslætti og með söluþóknun. Þau allra neikvæðustu gætu lesið eitthvað voðalega óheppilegt út úr því að meðal söluráðgjafa séu Fossar Markaðir ehf. í eigu sömu aðila og buðu fjármálaráðherra í gott partý á COVID-tímum. Auðvitað er örlítið óheppilegt ef í ljós kæmi að varað hafi verið við þeirri aðferð við útboð sem ákveðið var að fara sé ekki að „fullu í anda meginregla laga nr. 155/2012 um opið söluferli og gagnsæi. Þannig njóta ákveðnar fjárfestar betri réttinda en aðrir ásamt því að almenningur getur ekki tekið beinan þátt og þar með ekki tryggt fullt jafnræði bjóðenda. Aftur á móti er um að ræða hefðbundna venju á alþjóðlegum verðbréfamörkuðum sem talin er ákjósanlegasta aðferðin við áframhaldandi sölur til að hámarka verð og lágmarka áhættu.“ Þá er það ef til vill svo að einstaka aðilar gætu gert athugasemd við þá óheppilegu stöðu sem upp kæmi ef ljóst yrði að þessi aðferð hafi raunar alls ekki verið svo ódýr. Þau sem aldrei eru ánægð gætu talið smávægilega óheppilegt að þrátt fyrir að offramboð hafi verið á kaupendum og áhuga hafi verið mikill sé veittur afsláttur. Úff! Hvað það yrði nú óheppilegt ef til dæmis Sigríður Benediktsdóttir, sem sat í rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið, teldi söluna brot lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Óheppileikinn gæti hugsanlega falist í því að lög um söluna eru sett í kjölfarið vinnu Sigríðar og fleiri aðila með það að markmiði að draga lærdóm af bankahruninu. Það er örlítill séns að sumum þyki óheppilegt að ríkisendurskoðandi hafi verið fluttur frá stofnun löggjafans til framkvæmdavaldsins með óheppilegri beitingu starfsmannalaga. Í því samhengi er nú svolítið óheppilegt að framkvæmdavaldið óski eftir úttekt ríkisendurskoðanda nú þegar það er enginn ríkisendurskoðandi að störfum sem kosinn er af Alþingi. Svona í ljósi sögunnar teldist líklega óheppilegt að Ríkisendurskoðun tók sér það hlutverk að hvítþvo þá einkavæðingu sem leiddi til hrunsins. Ef allt sem óheppilegt þykir er tekið saman yrði nú aldeilis heppilegt ef vel tækist að mynda stjórnarmeirihluta sem sameinaðist um að horfa fram hjá öllu sem talist getur óheppilegt. Meirihluta sem væri svo heppilega áhugalaus um allar spillingavarnir, heilindi og tiltrú almennings á stjórnmálunum að enginn þurfi að óttast ábyrgð og pólitískar afleiðingar. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Atli Þór Fanndal Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Kannski er svolítið óheppilegt nú þegar Íslandsbanki er seldur fjölskyldu, vinum, útrásarvíkingum og viðskiptafélögum að þingsályktun um rannsókn á einkavæðingu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf hafi verið troðið ofan í svarthol í trássi við ákvörðun löggjafans og aldrei framkvæmd. Það er alltaf svolítið óheppilegt þegar menn neita að skoða söguna og læra af henni. Jú, kannski er óheppilegt að stjórnarflokkarnir hafi hert ólina um háls Bankasýslu ríkisins. Mögulega, hugsanlega, en þó aðeins kannski er óheppileg afleiðing þessa að Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu, er innmúraður trúnaðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og baráttumaður fyrir hans hagsmunum innan flokksins. Já, óheppilegt ef gamalt ástarljóð stjórnarformannsins til fjármálaráðherra er túlkað eitthvað í þá átt að armslengdarsjónarmiðin og sjálfstæði Bankasýslu sé fyrst og fremst blekkingaleikur og fjarvistarsönnun gegn því að ráðherra þurfi að svara fyrir pólitískar gjörðir. Sko, nú má vel vera að reynst geti heldur óheppilegt ef í ljós kemur að þýfi frá Namibísku þjóðinni sé hugsanlega að fjármagna kaup á ríkiseignum á afsláttarkjörum í lokuðu útboði. Að sjálfsögðu erum við öll sammála um að allt svona skuli hafið yfir allan vafa. Ok, nú veit ég að sumir gætu talið óheppilegt ef í ljós kæmi að eigendur þeirra aðila sem komu að framkvæmd útboðsins hefðu sjálfir keypt á afslætti og með söluþóknun. Þau allra neikvæðustu gætu lesið eitthvað voðalega óheppilegt út úr því að meðal söluráðgjafa séu Fossar Markaðir ehf. í eigu sömu aðila og buðu fjármálaráðherra í gott partý á COVID-tímum. Auðvitað er örlítið óheppilegt ef í ljós kæmi að varað hafi verið við þeirri aðferð við útboð sem ákveðið var að fara sé ekki að „fullu í anda meginregla laga nr. 155/2012 um opið söluferli og gagnsæi. Þannig njóta ákveðnar fjárfestar betri réttinda en aðrir ásamt því að almenningur getur ekki tekið beinan þátt og þar með ekki tryggt fullt jafnræði bjóðenda. Aftur á móti er um að ræða hefðbundna venju á alþjóðlegum verðbréfamörkuðum sem talin er ákjósanlegasta aðferðin við áframhaldandi sölur til að hámarka verð og lágmarka áhættu.“ Þá er það ef til vill svo að einstaka aðilar gætu gert athugasemd við þá óheppilegu stöðu sem upp kæmi ef ljóst yrði að þessi aðferð hafi raunar alls ekki verið svo ódýr. Þau sem aldrei eru ánægð gætu talið smávægilega óheppilegt að þrátt fyrir að offramboð hafi verið á kaupendum og áhuga hafi verið mikill sé veittur afsláttur. Úff! Hvað það yrði nú óheppilegt ef til dæmis Sigríður Benediktsdóttir, sem sat í rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið, teldi söluna brot lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Óheppileikinn gæti hugsanlega falist í því að lög um söluna eru sett í kjölfarið vinnu Sigríðar og fleiri aðila með það að markmiði að draga lærdóm af bankahruninu. Það er örlítill séns að sumum þyki óheppilegt að ríkisendurskoðandi hafi verið fluttur frá stofnun löggjafans til framkvæmdavaldsins með óheppilegri beitingu starfsmannalaga. Í því samhengi er nú svolítið óheppilegt að framkvæmdavaldið óski eftir úttekt ríkisendurskoðanda nú þegar það er enginn ríkisendurskoðandi að störfum sem kosinn er af Alþingi. Svona í ljósi sögunnar teldist líklega óheppilegt að Ríkisendurskoðun tók sér það hlutverk að hvítþvo þá einkavæðingu sem leiddi til hrunsins. Ef allt sem óheppilegt þykir er tekið saman yrði nú aldeilis heppilegt ef vel tækist að mynda stjórnarmeirihluta sem sameinaðist um að horfa fram hjá öllu sem talist getur óheppilegt. Meirihluta sem væri svo heppilega áhugalaus um allar spillingavarnir, heilindi og tiltrú almennings á stjórnmálunum að enginn þurfi að óttast ábyrgð og pólitískar afleiðingar. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun