Bankasýslan þvertekur fyrir að lög hafi verið brotin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. apríl 2022 18:53 Bankasýslan segir að ákvæðum laga hafi verið fylgt í einu og öllu við söluna á Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Bankasýsla ríkisins vísar á bug hvers kyns sjónarmiðum um að fyrirkomulag við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið í andstöðu við lög. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bankasýslunni, þar sem áréttað er að við sölumeðferðina hafi ákvæðum laga verið „fylgt í hvívetna,“ þar með talið laga nr. 155/2012 um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Í samtali við fréttastofu ítrekaði Jón G. Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, þessi sjónarmið og sagði fráleitt að halda því fram að söluferlið hefði verið í andstöðu við lög. Í dag var greint frá því að Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla og fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, teldi að lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hefðu verið brotin við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Sigríður sat í rannsóknarnefnd Alþingis sem fjallaði um bankahrunið 2008. Sagðist hún telja að 3. grein laganna og mögulega 2. grein hefðu verið brotnar. Fyrr í dag gaf Ríkisendurskoðun það út að hún hefði fallist á beiðni Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um úttekt á söluferlinu, hverrar niðurstaða á að liggja fyrir í júní á þessu ári. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa í dag krafist þess að sett verði á fót rannsóknarnefnd Alþingis um málið, en þau sjónarmið virðast ekki njóta fylgis hjá meirihlutanum. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis vill að fjármálaráðherra víki Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis um fjármálahrunið telur að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna útboða á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Of mikill afsláttur hafi verið gefinn bæði í fyrra og nú og þá hafi komið fram of miklir vankantar til að honum sé treystandi. 8. apríl 2022 18:31 „Gæti verið óheppilegt að seljendur í útboðinu hafi líka keypt“ Góðkunningjar úr bankahruninu eru aftur komnir á kreik og keyptu nokkrir þeirra fyrir hundruð milljóna í útboði Íslandsbanka á dögunum. Starfsmenn og eigendur fyrirtækja sem sáu um sölu bankans í útboðinu keyptu einnig hluti. Formaður Bankasýslunnar segir það geta verið óheppilegt. 7. apríl 2022 18:58 Stefna á að birta niðurstöður úttektarinnar í júní Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um úttekt á nýafstöðnu útboði og sölu á tæplega fjórðungshlut ríkisins í Íslandsbanka. Stefnt er að því að niðurstaðan verði birt í júní. 8. apríl 2022 17:32 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bankasýslunni, þar sem áréttað er að við sölumeðferðina hafi ákvæðum laga verið „fylgt í hvívetna,“ þar með talið laga nr. 155/2012 um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Í samtali við fréttastofu ítrekaði Jón G. Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, þessi sjónarmið og sagði fráleitt að halda því fram að söluferlið hefði verið í andstöðu við lög. Í dag var greint frá því að Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla og fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, teldi að lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hefðu verið brotin við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Sigríður sat í rannsóknarnefnd Alþingis sem fjallaði um bankahrunið 2008. Sagðist hún telja að 3. grein laganna og mögulega 2. grein hefðu verið brotnar. Fyrr í dag gaf Ríkisendurskoðun það út að hún hefði fallist á beiðni Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um úttekt á söluferlinu, hverrar niðurstaða á að liggja fyrir í júní á þessu ári. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa í dag krafist þess að sett verði á fót rannsóknarnefnd Alþingis um málið, en þau sjónarmið virðast ekki njóta fylgis hjá meirihlutanum.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis vill að fjármálaráðherra víki Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis um fjármálahrunið telur að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna útboða á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Of mikill afsláttur hafi verið gefinn bæði í fyrra og nú og þá hafi komið fram of miklir vankantar til að honum sé treystandi. 8. apríl 2022 18:31 „Gæti verið óheppilegt að seljendur í útboðinu hafi líka keypt“ Góðkunningjar úr bankahruninu eru aftur komnir á kreik og keyptu nokkrir þeirra fyrir hundruð milljóna í útboði Íslandsbanka á dögunum. Starfsmenn og eigendur fyrirtækja sem sáu um sölu bankans í útboðinu keyptu einnig hluti. Formaður Bankasýslunnar segir það geta verið óheppilegt. 7. apríl 2022 18:58 Stefna á að birta niðurstöður úttektarinnar í júní Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um úttekt á nýafstöðnu útboði og sölu á tæplega fjórðungshlut ríkisins í Íslandsbanka. Stefnt er að því að niðurstaðan verði birt í júní. 8. apríl 2022 17:32 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis vill að fjármálaráðherra víki Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis um fjármálahrunið telur að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna útboða á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Of mikill afsláttur hafi verið gefinn bæði í fyrra og nú og þá hafi komið fram of miklir vankantar til að honum sé treystandi. 8. apríl 2022 18:31
„Gæti verið óheppilegt að seljendur í útboðinu hafi líka keypt“ Góðkunningjar úr bankahruninu eru aftur komnir á kreik og keyptu nokkrir þeirra fyrir hundruð milljóna í útboði Íslandsbanka á dögunum. Starfsmenn og eigendur fyrirtækja sem sáu um sölu bankans í útboðinu keyptu einnig hluti. Formaður Bankasýslunnar segir það geta verið óheppilegt. 7. apríl 2022 18:58
Stefna á að birta niðurstöður úttektarinnar í júní Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um úttekt á nýafstöðnu útboði og sölu á tæplega fjórðungshlut ríkisins í Íslandsbanka. Stefnt er að því að niðurstaðan verði birt í júní. 8. apríl 2022 17:32