Eina: „Kemur ekkert í staðinn fyrir reynslu af því að spila alvöru leiki“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. apríl 2022 09:01 Gaupi ræddi við þá Einar Andra Einarsson og Róbert Gunnarsson um stöðu íslenska unglingalandsliðsins. Stöð 2 Sport „Íslenskir handboltamenn hafa verið í fremstu röð í heiminum í áratugi,“ sagði Guðjón Guðmundsson, Gaupi, í nýjasta „.Eina“ innslagi sínu í seinasta þætti af Seinni bylgjunni. „Það eina sem skiptir máli til að halda okkur á toppnum eru unglingalandsliðin,“ bætti Gaupi við. Ungmennalandsliðið í handbolta tekur þátt í lokakeppni Evrópumótsins í sumar sem fram fer í Porto í Portúgal. Flestir leikmenn liðsins hafa öðlast miklar reynslu úr Olís-deild karla þar sem margir eru í lykilhlutverkum. „Þetta er mjög skemmtilegur hópur sem við erum með í þessum árgangi,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari liðsins. „Margir strákar sem eru farnir að láta að sér kveða í deildinni og einn leikmaður sem er farinn í atvinnumennsku.“ Einar segir að reynsla þessara stráka úr Olís-deildinni hafi mikil áhrif. „Ég held að hún hafi bara mjög mikil áhrif. Þessir strákar eru komnir langt og eru langflestir að æfa með meistaraflokksliðunum og eru margir þátttakendur í mjög stórum leikjum. Olís-deildin er bara þannig að flestir leikir eru jafnir og skemmtilegir þannig að við höfum ákveðið forskot á margar þjóðir hvað þetta varðar. Við erum að spila á háu „level-i“ hérna heima og þó að deildirnar úti séu margar hverjar sterkari þá kemur ekkert í staðinn fyrir reynslu af því að spila alvöru leiki.“ Klippa: Eina: Gaupi ræðir við unglingalandsliðþjálfara „Við erum með rosalega færa þjálfara í yngri flokkunum og gerum þetta betur að mörgu leiti en aðrar þjóðir. Barna- og unglingastarfið er í hæsta gæðaflokki og það sýnir sig í því hvað við eigum mikinn fjölda af leikmönnum út um allan heim og leikmönnum sem ná langt.“ Gaupi ræddi einnig við Róbert Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsmann og núverandi unglingalandsliðsþjálfara, um stöðu íslenska unglingalandsliðsins, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni bylgjan Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Sjá meira
„Það eina sem skiptir máli til að halda okkur á toppnum eru unglingalandsliðin,“ bætti Gaupi við. Ungmennalandsliðið í handbolta tekur þátt í lokakeppni Evrópumótsins í sumar sem fram fer í Porto í Portúgal. Flestir leikmenn liðsins hafa öðlast miklar reynslu úr Olís-deild karla þar sem margir eru í lykilhlutverkum. „Þetta er mjög skemmtilegur hópur sem við erum með í þessum árgangi,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari liðsins. „Margir strákar sem eru farnir að láta að sér kveða í deildinni og einn leikmaður sem er farinn í atvinnumennsku.“ Einar segir að reynsla þessara stráka úr Olís-deildinni hafi mikil áhrif. „Ég held að hún hafi bara mjög mikil áhrif. Þessir strákar eru komnir langt og eru langflestir að æfa með meistaraflokksliðunum og eru margir þátttakendur í mjög stórum leikjum. Olís-deildin er bara þannig að flestir leikir eru jafnir og skemmtilegir þannig að við höfum ákveðið forskot á margar þjóðir hvað þetta varðar. Við erum að spila á háu „level-i“ hérna heima og þó að deildirnar úti séu margar hverjar sterkari þá kemur ekkert í staðinn fyrir reynslu af því að spila alvöru leiki.“ Klippa: Eina: Gaupi ræðir við unglingalandsliðþjálfara „Við erum með rosalega færa þjálfara í yngri flokkunum og gerum þetta betur að mörgu leiti en aðrar þjóðir. Barna- og unglingastarfið er í hæsta gæðaflokki og það sýnir sig í því hvað við eigum mikinn fjölda af leikmönnum út um allan heim og leikmönnum sem ná langt.“ Gaupi ræddi einnig við Róbert Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsmann og núverandi unglingalandsliðsþjálfara, um stöðu íslenska unglingalandsliðsins, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Seinni bylgjan Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Sjá meira