Segir árásina á lestarstöðina enn eitt dæmið um stríðsglæpi Rússa Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. apríl 2022 08:15 Selenskí ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi eftir árás Rússa á lestarstöðina. Hann kallaði eftir frekari refsiaðgerðum frá alþjóðasamfélaginu og fleiri vopnum. AP Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir árás rússneskra hersveita á lestarstöð í Kramatorsk vera enn eitt dæmið um þá stríðsglæpi sem Rússar hafa framið í Úkraínu og kallar hann eftir réttarhöldum. Rússar neita sök en utanríkisráðherra Úkraínu segir að um slátrun hafi verið að ræða og varnamálaráðuneyti Bretlands telur ljóst að rússneskar hersveitir hafi ráðist vísvitandi á almenna borgara. „Líkt og fjöldamorðið í Bucha, líkt og margir aðrir stríðsglæpir Rússa, þá verður flugskeytaárásin á Kramatorsk að vera meðal þess sem dómstólar taka fyrir, sem að verður að gerast,“ sagði Selenskí þegar hann ávarpaði þjóð sína seint í gærkvöldi og bætti við að hann búist við afdráttarlausum viðbrögðum frá alþjóðasamfélaginu. Um það bil fjögur þúsund manns, mest megnis börn, konur og aldraðir, voru á lestarstöðinni í Kramatorsk í Donetsk héraði þegar eldflaug lenti þar í gærmorgun en yfirvöld höfðu hvatt íbúa í austurhluta landsins til að yfirgefa svæðið þar sem von er á auknum árásum á næstu dögum og vikum. Að minnsta kosti 52 létust í árásinni, þar á meðal fimm börn. Russians knew that the train station in Kramatorsk was full of civilians waiting to be evacuated. Yet they stroke it with a ballistic missile, killing at least 30 and injuring at least a hundred people. This was a deliberate slaughter. We will bring each war criminal to justice. pic.twitter.com/cq0CX9wovV— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) April 8, 2022 Sakar Rússa um slátrun en þeir neita sök Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagði árásina ekki hafa verið neitt annað en slátrun á almennum borgurum og vísaði hann til þess að Rússar hafi vitað að lestarstöðin hafi verið full af almennum borgurum. „Samt sprengdu þeir hana í loft upp með eldflaug,“ sagði Kuleba. Breska varnamálaráðuneytið greindi frá því í stöðuuppfærslu sinni í dag að rússneskar hersveitir væru vísvitandi að ráðast á almenna borgara. Varnarmálaráðuneyti Rússlands neitaði að hafa ráðist á lestarstöðina og leiðtogi aðskilnaðarsinna í Donetsk sagði að um væri að ræða „ögrun“ af hálfu Úkraínumanna, líkt og rússnesk yfirvöld héldu fram í Bucha. Talsmaður stjórnvalda í Moskvu sagði eldflaugina sem lenti á lestarstöðinni aðeins notaða af úkraínska hernum. Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine - 9 April 2022 Find out more about the UK government's response: https://t.co/E0EjD3xPmZ #StandWithUkraine pic.twitter.com/hswPju7mdi— Ministry of Defence (@DefenceHQ) April 9, 2022 „Viðleitni heimsins verður að sýna fram á hverja mínútu, hverjir gerðu hvað og hver fyrirskipaði það. Hvaðan kom eldflaugin, hverjir voru með hana, hver ber ábyrgð og hvernig árásin var samræmd,“ sagði Selenskí í gærkvöldi eftir yfirlýsingar Rússa. Vill bann á olíu og fleiri vopn Vesturlöndin hafa fordæmt árásina en Selenskí kallaði eftir frekari refsiaðgerðum vegna málsins. Hann sagði nauðsynlegt að beita Rússa auknum þrýstingi með því að grípa til banns á rússneska orku, olíu og gas. Þá kallaði hann enn og aftur eftir fleiri vopnum. „Allar tafir við að útvega slík vopn til Úkraínu, allar afsakanir, þýða aðeins eitt: stjórnmálamennirnir sem eiga í hlut vilja frekar hjálpa rússneskum leiðtogum frekar en okkur Úkraínumönnum,“ sagði Selenskí. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Úkraína Tengdar fréttir Hengdu blóðugar dúkkur á grindverk sendiráðs Rússlands Úkraínskar konur sem búa hér á landi stilltu upp blóðugum dúkum við rússneska sendiráðið í Reykjavík í dag og vilja að sendiherra Rússlands verði vísað úr landi. Utanríkisráðherra útilokar ekki að það verði gert. 8. apríl 2022 20:31 Ursula segir hryllingin í Bocha skekja allt mannkynið Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins heimsótti Bucha í dag og segir grimmd Rússa þar skekja allt mannkynið. Hún afhenti Úkraínuforseta spurningalista í dag sem er fyrsta formlega skrefið í aðildarumsókn landsins að Evrópusambandinu. Talið er að fimmtíu óbreyttir borgarar hafi fallið og yfir þrú hundruð særst í eldflaugaárás Rússa á lestarstöð í borginni Kramatorsk í suðausturhluta Úkraínu í morgun. 8. apríl 2022 19:43 Finnar sparka líka rússneskum embættismönnum úr landi Stjórnvöld í Finnlandi hafa ákveðið að sparka tveimur rússneskum embættismönnum úr landi vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu. Ísland er þar með eina ríkið á Norðurlöndum sem ekki hefur vísað rússneskum embættismönnum úr landi. 8. apríl 2022 13:36 39 látnir í Kramatorsk en Rússar segjast alsaklausir Að minnsta kosti 39 eru látnir og um 90 slasaðir eftir að árás var gerð á lestarstöðina í Kramatorsk, þar sem talið er að um 4.000 manns almennir borgara hafi beðið eftir að komast burtu frá Donbas. 8. apríl 2022 12:46 Hleruðu rússneska hermenn ræða morð á íbúum Bucha Leyniþjónusta Þýskalands (BND) hleraði samskipti milli rússneskra hermanna þar sem þeir meðal annars ræddu það að skjóta almenna borgara. Talið er mögulegt að umræðurnar tengist morðum á íbúum Bucha, norður af Kænugarði. 7. apríl 2022 23:40 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
„Líkt og fjöldamorðið í Bucha, líkt og margir aðrir stríðsglæpir Rússa, þá verður flugskeytaárásin á Kramatorsk að vera meðal þess sem dómstólar taka fyrir, sem að verður að gerast,“ sagði Selenskí þegar hann ávarpaði þjóð sína seint í gærkvöldi og bætti við að hann búist við afdráttarlausum viðbrögðum frá alþjóðasamfélaginu. Um það bil fjögur þúsund manns, mest megnis börn, konur og aldraðir, voru á lestarstöðinni í Kramatorsk í Donetsk héraði þegar eldflaug lenti þar í gærmorgun en yfirvöld höfðu hvatt íbúa í austurhluta landsins til að yfirgefa svæðið þar sem von er á auknum árásum á næstu dögum og vikum. Að minnsta kosti 52 létust í árásinni, þar á meðal fimm börn. Russians knew that the train station in Kramatorsk was full of civilians waiting to be evacuated. Yet they stroke it with a ballistic missile, killing at least 30 and injuring at least a hundred people. This was a deliberate slaughter. We will bring each war criminal to justice. pic.twitter.com/cq0CX9wovV— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) April 8, 2022 Sakar Rússa um slátrun en þeir neita sök Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagði árásina ekki hafa verið neitt annað en slátrun á almennum borgurum og vísaði hann til þess að Rússar hafi vitað að lestarstöðin hafi verið full af almennum borgurum. „Samt sprengdu þeir hana í loft upp með eldflaug,“ sagði Kuleba. Breska varnamálaráðuneytið greindi frá því í stöðuuppfærslu sinni í dag að rússneskar hersveitir væru vísvitandi að ráðast á almenna borgara. Varnarmálaráðuneyti Rússlands neitaði að hafa ráðist á lestarstöðina og leiðtogi aðskilnaðarsinna í Donetsk sagði að um væri að ræða „ögrun“ af hálfu Úkraínumanna, líkt og rússnesk yfirvöld héldu fram í Bucha. Talsmaður stjórnvalda í Moskvu sagði eldflaugina sem lenti á lestarstöðinni aðeins notaða af úkraínska hernum. Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine - 9 April 2022 Find out more about the UK government's response: https://t.co/E0EjD3xPmZ #StandWithUkraine pic.twitter.com/hswPju7mdi— Ministry of Defence (@DefenceHQ) April 9, 2022 „Viðleitni heimsins verður að sýna fram á hverja mínútu, hverjir gerðu hvað og hver fyrirskipaði það. Hvaðan kom eldflaugin, hverjir voru með hana, hver ber ábyrgð og hvernig árásin var samræmd,“ sagði Selenskí í gærkvöldi eftir yfirlýsingar Rússa. Vill bann á olíu og fleiri vopn Vesturlöndin hafa fordæmt árásina en Selenskí kallaði eftir frekari refsiaðgerðum vegna málsins. Hann sagði nauðsynlegt að beita Rússa auknum þrýstingi með því að grípa til banns á rússneska orku, olíu og gas. Þá kallaði hann enn og aftur eftir fleiri vopnum. „Allar tafir við að útvega slík vopn til Úkraínu, allar afsakanir, þýða aðeins eitt: stjórnmálamennirnir sem eiga í hlut vilja frekar hjálpa rússneskum leiðtogum frekar en okkur Úkraínumönnum,“ sagði Selenskí.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Úkraína Tengdar fréttir Hengdu blóðugar dúkkur á grindverk sendiráðs Rússlands Úkraínskar konur sem búa hér á landi stilltu upp blóðugum dúkum við rússneska sendiráðið í Reykjavík í dag og vilja að sendiherra Rússlands verði vísað úr landi. Utanríkisráðherra útilokar ekki að það verði gert. 8. apríl 2022 20:31 Ursula segir hryllingin í Bocha skekja allt mannkynið Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins heimsótti Bucha í dag og segir grimmd Rússa þar skekja allt mannkynið. Hún afhenti Úkraínuforseta spurningalista í dag sem er fyrsta formlega skrefið í aðildarumsókn landsins að Evrópusambandinu. Talið er að fimmtíu óbreyttir borgarar hafi fallið og yfir þrú hundruð særst í eldflaugaárás Rússa á lestarstöð í borginni Kramatorsk í suðausturhluta Úkraínu í morgun. 8. apríl 2022 19:43 Finnar sparka líka rússneskum embættismönnum úr landi Stjórnvöld í Finnlandi hafa ákveðið að sparka tveimur rússneskum embættismönnum úr landi vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu. Ísland er þar með eina ríkið á Norðurlöndum sem ekki hefur vísað rússneskum embættismönnum úr landi. 8. apríl 2022 13:36 39 látnir í Kramatorsk en Rússar segjast alsaklausir Að minnsta kosti 39 eru látnir og um 90 slasaðir eftir að árás var gerð á lestarstöðina í Kramatorsk, þar sem talið er að um 4.000 manns almennir borgara hafi beðið eftir að komast burtu frá Donbas. 8. apríl 2022 12:46 Hleruðu rússneska hermenn ræða morð á íbúum Bucha Leyniþjónusta Þýskalands (BND) hleraði samskipti milli rússneskra hermanna þar sem þeir meðal annars ræddu það að skjóta almenna borgara. Talið er mögulegt að umræðurnar tengist morðum á íbúum Bucha, norður af Kænugarði. 7. apríl 2022 23:40 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Hengdu blóðugar dúkkur á grindverk sendiráðs Rússlands Úkraínskar konur sem búa hér á landi stilltu upp blóðugum dúkum við rússneska sendiráðið í Reykjavík í dag og vilja að sendiherra Rússlands verði vísað úr landi. Utanríkisráðherra útilokar ekki að það verði gert. 8. apríl 2022 20:31
Ursula segir hryllingin í Bocha skekja allt mannkynið Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins heimsótti Bucha í dag og segir grimmd Rússa þar skekja allt mannkynið. Hún afhenti Úkraínuforseta spurningalista í dag sem er fyrsta formlega skrefið í aðildarumsókn landsins að Evrópusambandinu. Talið er að fimmtíu óbreyttir borgarar hafi fallið og yfir þrú hundruð særst í eldflaugaárás Rússa á lestarstöð í borginni Kramatorsk í suðausturhluta Úkraínu í morgun. 8. apríl 2022 19:43
Finnar sparka líka rússneskum embættismönnum úr landi Stjórnvöld í Finnlandi hafa ákveðið að sparka tveimur rússneskum embættismönnum úr landi vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu. Ísland er þar með eina ríkið á Norðurlöndum sem ekki hefur vísað rússneskum embættismönnum úr landi. 8. apríl 2022 13:36
39 látnir í Kramatorsk en Rússar segjast alsaklausir Að minnsta kosti 39 eru látnir og um 90 slasaðir eftir að árás var gerð á lestarstöðina í Kramatorsk, þar sem talið er að um 4.000 manns almennir borgara hafi beðið eftir að komast burtu frá Donbas. 8. apríl 2022 12:46
Hleruðu rússneska hermenn ræða morð á íbúum Bucha Leyniþjónusta Þýskalands (BND) hleraði samskipti milli rússneskra hermanna þar sem þeir meðal annars ræddu það að skjóta almenna borgara. Talið er mögulegt að umræðurnar tengist morðum á íbúum Bucha, norður af Kænugarði. 7. apríl 2022 23:40